Evrópa eyðir, Þýskaland borgar

Evru-ríkin í suðri tóku lán langt umfram greiðslugetu vegna þess að lánadrottnar töldu að Þýskaland stæði á bakvið evruna og tryggði endurgreiðslu. Þetta er upphaf evru-kreppunnar sem staðið hefur yfir frá 2008.

Þjóðverjar, með Evrópusambandið og seðlabanka Evrópu sem framkvæmdaaðila, hafa knúið skuldug evru-ríki til að taka til sínum fjármálum - gegn því að fá björgunarlán.

Þjóðverjar munu ekki slá af kröfum sínum um aðhald í ríkisfjármálum nema að uppfylltum tveim skilyrðum. Í fyrsta lagi að ríkisskuldir sé komnar niður fyrir ásættanlegt viðmið, 90% af þjóðarframleiðslu eða neðar. Og í öðru lagi að varanlegar tryggingar sé komnar fyrir því að eyðsluríki bremsi ríkisútgjöld áður en í óefni er komið.

Það mun taka áratug eða lengur að ná skuldastöðu evru-ríkja niður. Bremsum á ríkisútgjöld verður erfitt að koma fyrir án stóraukins valdaframsals aðildarríkja til Brussel.

Skuldugu evru-ríkin eru í spennitreyju, almenningur í Suður-Evrópu er í uppreisnarhug samtímis sem þolinmæði þýskra skattgreiðenda er á þrotum.

Útlitið er dökkt fyrir evru og ESB,  svo vægt sé til orða tekið.

 


mbl.is Ekki krafa Þýskalands heldur Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Evru-ríkin í suðri tóku lán langt umfram greiðslugetu vegna þess að lánadrottnar töldu að Þýskaland stæði á bakvið evruna og tryggði endurgreiðslu. Þetta er upphaf evru-kreppunnar sem staðið hefur yfir frá 2008."

 Hver lanadi svona mikid fe, an thess ad kanna hvort greidslugeta lantakendanna vaeri til stadar?

Thad voru thyskar fjarmalastofnanir sem thar foru fremstar i flokki. Stor hluti thess fjarmagns sem daelt var inn i hagkerfid a Islandi kom fra Thyskalandi.  Thjodverjar geta sjalfum ser kennt um storan, ef ekki staerstan hluta theirrar fjarmalakrisu sem nu geysar.

Halldór Egill Guðnason, 21.4.2013 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband