Benedikt felur rýtinginn

Benedikt Jóhannesson lagði Samfylkingunni lið í kosningunum 2009 með auglýsingaherferð fyrir ESB-aðild Íslands. Benedikt líkti Bjarna Benediktssyni við Jón Gnarr í umræðuþætti á RÚV í febrúar síðast liðinn (13:35).

Eftir landsfundinn úthúðaði Benedikt Sjálfstæðisflokknum og dró upp þá mynd að landsfundurinn væri misheppnaður. Benedikt sjálfur sleit í sundur friðinn á landsfundinum með því að reyna útvatna texta um að hætta bæri ESB-ferli Íslands. Landsfundarmenn svöruðu með því að herða á ályktuninni og skerpa áhersluna á að viðræðum skuli slitið.

Benedikt kann að aka seglum eftir vindi og núna er hann besti vinur Bjarna Ben. Benedikt skrifar grein á vefsvæði sitt þar sem talar af fyrirlitningu um Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, kallar hana ,,ísdrottningu" sem búi ekki yfir sjálfstæðri skoðun. Án þess að segja það beint gefur Benedikt til kynna, líkt og undirróðursmönnum er tamt, að myrk öfl í Sjálfstæðisflokknum (les Davíð Oddsson og félagar) standi að baki atlögu að formanni Sjálfstæðisflokksins.

Benedikt verður kápan úr klæðinu og Eyjan vitnar í pistil hans sem rökstuðning fyrir samsæriskenningunni um skipulagða aðför Davíðs Oddssonar að sitjandi formanni.

Með vini eins og Benedikt Jóhannesson þarf Bjarni Benediktsson enga óvini.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Þeir eru reyndar fleiri ófrægingarmennirnir (ESB-sinnar) innan úr herbúðum þeirra sjálfra.

Ólafur Als, 14.4.2013 kl. 12:35

2 identicon

Hjaðningavígin í Sjálfstæðisflokknum halda áfram þar til þau hafa greint rotturnar og svælt þær út.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 14.4.2013 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband