Fullvalda Ísland og ESB-nauðgun Kýpur

Til að verjast afleiðingum hrunsins gátu íslensk stjórnvöld brugðist við með lagasetningu sem verndaði hagsmuni íslenskra sparifjáreigenda annars vegar og hins vegar hélt efnahagskerfinu gangandi. Enginn banki lokaði í eina einustu mínútu á Íslandi.

Fullveldi Kýpur er að stórum hluta komið til Brussel enda landið bæði í Evrópusambandinu og með evru. Stjórnvöld á Kýpur fengu fyrirmæli frá Brussel um að samþykkja lög sem fólu í sér eignaupptöku á sparifé íbúanna. Kýpverska þingið neitaði að samþykkja lögin og þá kemur hótun frá Evrópusambandinu um að gera Kýpur gjaldþrota.

Bankar á Kýpur hafa verið lokaðir frá síðustu viku. Þeir verða ekki opnaðir nema Kýpverjar gangist undir skilyrði Evrópusambandsins.

Tapað fullveldi Kýpur verður íbúum eyjunnar dýrkeypt. Látum slíkt aldrei henda Ísland.


mbl.is Kýpur setur fram „plan B“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þú gerir þér grein fyrir því að upp undir 40% innistæða í bönkum í Kýpur eru í eigu útlendinga meira að segja utan ESB? Við vörðum þær ekki og eignir lögaðila í Íslenskuim bönkum erlendis eru ekki  og verða ekki að fullu bættar.  Og þú gerir þér grein fyrir að um 30 af innistæðum í t.d. Kýpurbanka eru í útbúum í Rússlandi.

Og þú gerir þér grein fyrir því að við þurfum líka að sæta skilyrðum til að fá Neyðarlán. M.a. að skera hér niður. Finnst stundum að þú Páll sjáir ekki skógin fyrir trjánum. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.3.2013 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband