Mafían, Landsbanka-Bjöggi, Kýpur og þýsk reiði

Björgólfur Björgólfsson fyrrum eigandi Landsbankans og Straums var með tengsl við rússnesku mafíuna. Landsbankinn og aðrir íslenskir bankar stunduðu fjárhættuspilabankastarfsemi þar sem fáránlegir vextir buðust á innlánum.

Kýpversku bankarnir eru löðrandi af smiti frá rússnesku mafíunni og hafa boðið óguðlega vexti í mörg ár. Þýskur sparifjáreigandi sem lagði inn 10 þúsund evrur í þýskan banka árið 2008 er með 100 evrur í vexti árið 2012, leiðrétt fyrir verðbólgu. Kýpverskur sparifjáreigandi fær rúmar 1800 evrur á sama tímabili.

Á þessa leið er mest lesna fréttin á víðlesinni netútgáfu Welt.

Kýpverjar hlæja að Þjóðverjum, segir þar, um leið og þeir hamast á þýskum að borga undir gjaldþrota kýpverska banka. Og: Bjöggi baðst þó afsökunar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hvað halda menn auðvita er Bjöggi með góð tengsl og jafnvel svo góða að þeir myndu ekki hika við að kála honum en ekki er gert það sem þeir segja. Hvað halda menn t.d. með Magnús litla halda menn að hann hafi farið til Rússlands af frjálsri hendi. Hann er trygging að menn leiki eftir mafíunni. Hefir engin talað um þetta. Menn eru myrtir fyrir minna en þetta hjá mafíunni.  

Valdimar Samúelsson, 21.3.2013 kl. 12:02

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Til gamans þá var ég á skemmtiferðaskipi rétt fyrir hrunið og sat til borðs með fjármála jöfur. Hann vissi mjög vel að Rússarnir væri með puttann í mörgu á Íslandi. Þetta var áður en fjármála Rússi nokkur uppljóstra sömu vitneskju um að Rússar væri hér en engin vildi taka mark á þeim kalli. man ekki nafnið á honum þessa stundina. 

Valdimar Samúelsson, 21.3.2013 kl. 12:14

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

En þú gleymir því Páll, að til þess að þessi bankastarfsemi geti þrifist þarf aragrúa af viðskiptavinum sem allir eru tilbúnir að taka þátt í leiknum.

Ragnhildur Kolka, 21.3.2013 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband