Mistök Árna Páls: tók stjórnarskrána fram yfir ESB-umsóknina

Eftir mánuð í embætti formanns kom skoðanakönnun sem sýndi Samfylkinguna í frjálsu falli. Árni Páll varð að taka frumkvæðið í einhverju stóru til að staðfesta sig sem pólitískan foringja.

Tvö mál voru nægilega stór til að þjóna þeim tilgangi að koma með afgerandi útspil: stjórnarskrármálið og ESB-umsóknin. Bæði málin eru í súrefniskassa ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. með takmarkaðri lífsvon.

Árni Páll átti þess kost að höggva á ESB-hnútinn og lýsa því yfir að Ísland væri ekki á leiðinni inn í Evrópusambandið; umræðan síðustu fjögur árin sýndi að þjóðin vildi ekki inngöngu og hann sem formaður ætlaði að hlusta að þjóðarviljann.

Í staðinn valdi Árni Páll hitt dauðavona mál ríkisstjórnarinnar, stjórnarskrána. Tillaga hans leysti ekkert en skóp vandræði og andstöðu bæði innan Samfylkingarinnar og utan hennar.

Pólitískt dómgreindarleysi verður Árna Páli að fjörtjóni.


mbl.is Óánægja innan Samfylkingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nu held ég að þú sért ekki alveg að skilja hvernig í málum liggur. ESB umsóknin og stjórnarskrárbreytingar hanga á sömu spýtu. Án lykilbreytinga verður ekki gengið í sambandið. Það var tilgangurinn í upphafi og er enn.

Snuðran á þræðinum nú er að Evrópuráðið er ekki par ánægt með þennan óskapnað og telur fyrirvara við framsalsákvæði of loðna og mikla auk þess sem áfríunarvald forseta er þeim ekki að skapi. Þetta veit samfylkingin enda er hún í þessari vinnu að undirlagi Brussel.

Þetta skilur Hreyfingin hinsvegar ekki og lætur eins og að hrunið hafi orðið fyrir gallaða stjórnarskrá. Þeir telja að auðlindir í þjóðareign séu lykilmálið og hefur hatur þeirra út í LÍÚ m.a. Verið virkjað þar, þegar raunin er sú að þessi breyting er einvörðungu til að gefa þinginu ráðstöfunarrétt yfir þessum auðlindum til að tryggja framsal.

Nú er aðaláherslan á stjórnarskrána og umsóknin í öðru sæti þvi stjórnarskrárbreytingar eru frumskilyrði fyrir hinu.

Þetta er mikilævgasta aðlögunarmálið og því á að halda til streitu þrátt fyrir meint hlé á viðræðum.

Feneyjarnefnd Evrópuráðsins ráðleggur lengri tíma á þetta þar til þeir hafa fengið sitt í gegn. Þetta skilur lýðurinn ekki og heldiur þetta vera aðskilin mál.

Nú er kominn tími til að tala um þetta eins og það er og stöðva þessa aðlögun fyrir fullt og fast, því hún er ólögleg ef litið er til markmiðanna.

Sannleikann upp á borð. Þetta er aðlögun.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.3.2013 kl. 05:19

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

http://www.visir.is/stjornarskra-breytt-fyrir-esb-adild/article/200938564492

Jón Steinar Ragnarsson, 18.3.2013 kl. 05:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband