Haturspólitíkin ein eftir í VG

Pólitískir afkomendur harðlínuafla sitja eftir í VG á meðan aðrir hópar fara í Regnbogann, leggja lag sig við Framsóknarflokkinn eða jafnvel stofna Alþýðufylkinguna. Fullveldissinnar eru farnir úr VG og landsbyggðin sömuleiðis.

Þorsteinn Bergson segir í kveðjuorðum til VG

Hann segir ágreininginn snúast um fleira en Evrópumálin. „Ég var ósáttur við hvernig tekið var á málefnum Sparisjóðs Keflavíkur og Sjóvár, umhverfismálin á Bakka, olíuvinnsluna í Norður-Íshafi og að því hafi verið gefið undir fótinn að leggja sæstreng. Það er alls ekki í samræmi við stefnu flokksins og stórfurðuleg framkoma. Og að sækja í Samfylkinguna, sem ég treysti engan veginn. Ég held það geti verið heillavænlegra fyrir að starfa með Framsókn og jafnvel sjálfstæðismönnum, ekki síst í ljósi Evrópustefnunnar.“

Tónninn sem Þorsteinn slær er nokkuð annar en hatursorðræða Steingríms J., Álfheiðar, Árna Þórs og Björns Vals.


mbl.is Sýður upp úr hjá VG vegna ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband