Framsókn stærri en VG og Samfó til samans

Framsóknarflokkurinn mælist með 23,8% fylgi og er stærri en samanlagt Samfylkingin (12,8%) og Vinstri græn  (9,5%) en ríkisstjórnarflokkarnir fá samanlagt 22,3 prósent í könnun MMR.

Framsóknarflokkurinn uppsker fyrir einarða andstöðu við aðild Íslands að Evrópusambandinu og vegna Icesave-málsins, þar sem flokkurinn stóð heill með óbilgjörnum kröfum Breta og Hollendinga.

Ríkisstjórnarflokkarnir geta gleymt því að þvinga fram stærri málum á alþingi síðustu dagana fyrir kosningar. 


mbl.is Framsókn bætir enn við sig fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Þetta er allt hárrétt sem þú segir hér, Páll. Úrtöluraddir hljóta að verða hugsandi yfir þessu.

Kristinn Snævar Jónsson, 26.2.2013 kl. 17:58

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Sérhagsmunaklíkan með 28 %

Hvað var hún aftur með áður ?

hilmar jónsson, 26.2.2013 kl. 19:28

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Stóð Framsóknarflokkurinn ekki heill GEGN Icesave???

Guðmundur Ásgeirsson, 26.2.2013 kl. 21:54

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ekki heill nei.

Það voru ekki allir í XB sem sögðu NEI

Sleggjan og Hvellurinn, 26.2.2013 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband