Már smækkar sjálfan sig

Garðabær gæti tekið upp eigin mynt og gert hana gjaldgenga á markaði með því að reka bæjarsjóð skynsamlaga. Hvorki Már Guðmundsson né aðrir hagspekingar geta bent á hvar efri eða neðri mörk heppilegs gjaldmiðlasvæðis liggja - einfaldlega vegna þess að hvergi í samanlögðum hagbókmenntum er að finna slíka uppskrift.

Rökin fyrir sjálfstæðum gjaldmiðli eru, þegar kurlin eru komin öll til grafar, pólitísk. Um það vitnar sjálf evran: sá gjaldmiðill er beinlínis búinn til að gera Evrópusambandið að sjálfstæðri pólitískri einingu.

Ef Má Guðmundssyni er ofviða að tala fyrir sjálfstæðum gjaldmiðli lýðveldisins ætti hann að segja sig frá stöðu Seðlabankastjóra.

 


mbl.is Már sér ekki fram á fljótandi krónu aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Seðlabankastjórinn heldur á að tala krónuna niður. Er það ekki einsdæmi?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.2.2013 kl. 10:10

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Takk Páll.  Framkvæmda stjóri sem hefur ekki trú á fyrirtækinu sem hann stýrir, á að fara og gera annað.  Heppilegt væri þó að hann færi sem lengst svo að verk hans valdi ekki frekara tjóni.

Hrólfur Þ Hraundal, 19.2.2013 kl. 11:21

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já Heimir Félsted , þetta er alveg stór magnað og fjármálaráðherrann gerir það líka.  En það er auðvita allt í lagi, því að ærlegir Íslendingar meiga ekki verjasig.  

Hrólfur Þ Hraundal, 19.2.2013 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband