Stéttastríð útrásarflokksins

Jóhanna boðar stéttastríð Samfylkingar gegn Sjálfstæðisflokki í síðustu ræðu sinni sem formaður krataflokksins. Þegar Samfylkingin komst fyrst til valda, í ríkisstjórn Geirs H. Haarde árið 2007, var flokkurinn svo stéttvís að hann kom sér upp sínum eigin auðmanni, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni.

Illar tungur sögðu að vísu að Jón Ásgeir ætti Samfylkinguna skuldlausa, bæði fjármagnaði hann flokkinn í gegnum nokkrar kennitölur og sá um flokksáróðurinn með fjölmiðlaveldi sínu, - en látum ekki smáatriðin þvælast fyrir okkur. Samfylkingin var útrásarflokkur Íslands þegar það var í tísku, - bauð meira að segja Björgófli gamla á landsfund sinn að messa auðmannaguðspjallið.

Stríð Samfylkingar hingað til tvíþætt. Í fyrsta lagi ætlar flokkurinn sé að verða stærstur á landinu; síðasta mæling gefur flokknum 16 prósent fylgi. Í öðru lagi stendur Samfylkingin í stríði við einn einstakling, Davíð Oddsson, og lætur öllum illum látum þegar sá ágæti maður er annars vegar.

Nýr formaður verður leiddur til öndvegis krata á morgun. Verkefnið hlýtur að vera að finna stríð sem einhver nennir að taka þátt í.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Forysta VG er fyrir allnokkru búin að helminga fylgið frá kosningum og síðan missa 58% kosningafylgisins og nú jafnvel enn meira.

Samfylkingin, með 15,8% í þessum þjóðarpúlsi Gallup, er á sömu leið og VG var, næstum búin að helminga sitt kosningafylgi. Aðeins betur má, ef duga skal til að ýta þessum icesave-flokkum alveg út af sviðinu; það væri fögur framtíðarsýn. Vinstri menn í landinu verðskulda vonandi nýjan og betri vinstri flokk en þessa tvo, en ESB-viðhengjan "Björt framtíð" er þar jafn-vitlaus kostur og borgarstjórinn sem losaði sig við allar hefðbundnar stjórnunarskyldur borgarstjóra og leikur sér helzt að einhverri vitleysu, við fagnaðarlæti anarkista.

Jón Valur Jensson, 1.2.2013 kl. 21:44

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Jón Valur af hverju ertu með svona einelti og ofbeldi gagnvart Jón Gnarr?

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 1.2.2013 kl. 21:50

3 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Sæll. Stríð Samfylkingar hingað til (er) tvíþætt. Í fyrsta lagi ætlar flokkurinn sé (r) að verða ...

Að öðru leyti er þetta fínn pistill hjá þér.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 1.2.2013 kl. 22:09

4 Smámynd: rhansen

 Sammála Jóni Val ,en það lá við að mer felli allur ketill i eld þegar eg rak augun i að "Björt Framtið" tekur Besta Flokkinn ser til fyrirmyndar ! .....og spyr sjálfa mig ,ætlar kjósendur  ennþá að láta ginnast af Teiknuðum kartöflum ,Burtflognum hænsnum ,með Vindsósu ? Er það rettur stöðuleikans ? En  það er margt i mörgu !,,,og verði þeim að góðu sem velja þann rettinn .....

rhansen, 1.2.2013 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband