Samfylkingin er and-sjálfstæðisflokkur

Frá dögum Jóns Sigurðssonar er íslensk pólitík sjálfstæðisstjórnmál. Á síðasta þriðjungi 19. aldar snerist umræðan um heimastjórn, sem fékkst 1904. Fjörtíu árum síðar stofnuðum við lýðveldi. Þegar pólitísku sjálfstæði var náð urðum við að berjast fyrir efnahagslegu sjálfstæði, sem náðist ekki fyrr en með stækkun landhelginnar í 200 mílur um miðjan áttunda áratug nýliðinnar aldar.

Jafnvel stéttastjórnmál beygðu sig fyrir sjálfstæðispólitíkinni. Hörðustu fullveldissinnarnir komu úr röðum róttækustu flokkanna, nægir að nefna Einar Olgeirsson helsta oddvita sósíalista í áratugi.

Samfylkingin sagði sig frá rauðum þræði stjórnmálasögu Íslands með því að verða ESB-flokkur. Samfylkingin vill farga fullveldinu og flytja forræði íslenskra mála til Brussel. And-fullveldisrök Samfylkingar eru að Íslendingar kunna ekki fótum sínum forráð og verða að segja sig til sveitar hjá Evrópusambandinu.

Sá sem styður Samfylkinguna telur Ísland ekki standast nema sem hjálenda. Reynsla okkar af því að vera hjálenda, fyrst Noregs og síðar Danmerkur, í full 650 ár var ekki góð fyrir allan almenning. Umboðsmenn erlenda valdsins voru aftur á móti í þokkalegum málum.

Og það eru einmitt væntanlegir starfsmenn Evrópusambandsins sem eru hvað mest áberandi í röðum Samfylkingar og ESB-sinna. Innst inni veit samfylkingarfólk að þeim verður aldrei treyst fyrir landsstjórninni, kosningarnar vorið 2009 voru afbrigðilegar. Þess vegna stóð til að keyra Ísland inn í Evrópusambandið á yfirstandandi kjörtímabili.

Ísland er enn fullvalda og Samfylkingin mælist með 12 prósent fylgi.


mbl.is „Stóra stríðið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Í sumum löndum myndi þetta lið vera fokkað með óvinum þjóðarinnar.

Sigurður Þorsteinsson, 2.2.2013 kl. 09:07

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Er þetta ekki ásláttarvilla Siggi minn,þú meinar ekki ,,fokkað,? Það var samt mikið notað 2009.

Helga Kristjánsdóttir, 2.2.2013 kl. 09:22

3 Smámynd: Sólbjörg

"Landsölufylkingin" vill selja íslensk börn og alla afkomendur undir erlend yfirráð í skiptum fyrir silfur.

Hjálendusagan er í farvegi að endurtaka sig og ljóst að verstu óvinir þjóðarinnar eru "ormarnir í eign iðrum."

Sólbjörg, 2.2.2013 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband