Þjóðin hafnar markaðslausnum

Þjóðin lærði sína lexíu við hrunið og hafnar markaðslausnum þar sem þær eiga ekki við, s.s. í orkugeiranum. Þá er afgerandi stuðningur að Landsbankinn verði þjóðarbanki.

Jafnvel umdeild ríkisfyrirtæki eins og RÚV eru betur komin í almannaeigu en einkavædd, að áliti meirihluta þjóðarinnar.

Markaðslausnir sýndu sig margar hverjar handónýtar í útrásinni. Þar sölsuðu ósvífnustu auðmennirnir undir sig almannaeigur á spottprís í nafni hugmyndafræði frjálshyggjunnar.

Eftir reynsluna af bankarekstri auðmanna þarf maður að vera greindarskertur til að trúa því að þeir kunni betur með fé að fara en ríkisbankar.

 


mbl.is Færri styðja sölu ríkisfyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég er akkurat greindarskert,því ég held því fram að auðmenn kunni allra bankamanna best að fara með fé í langferð,ræningjarnir þeir,arna.

Helga Kristjánsdóttir, 1.2.2013 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband