Samfylkingarvædd utanríkisþjónusta

Samfylkingin gerði utanríkisráðuneytið að áróðursdeild flokksskrifstofunnar um leið og Össur Skarphéðinsson yfirtók málaflokkinn. Embættismenn endasendast landshorna á milli að bera samfylkingarþráhyggjuna um ESB-aðild á borð fyrir saumaklúbba og kvæðamannafélög.

Embættismenn afflytja málstað Íslands í útlöndum til að þóknast Samfylkingunni og eru afskiptin af fréttum um sérstakan aukafund ríkisstjórnarinnar vegna skipbrots ESB-umsóknarinnar nýjasta dæmið um flokkspólitík embættismannanna.

Á starfstíma Össurar er utanríkisþjónustan orðin ófaglegri og verr mönnuð en áður. Verulegt átak þarf að gera eftir kosningar að aflúsa þennan hluta stjórnarráðsins.


mbl.is Dauði viðræðnanna stórlega ýktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Aflúsa"? Er það ekki orðræði nazista?

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 17.1.2013 kl. 23:30

2 identicon

...Auschwitz III var notuð sem vinnubúðir, þar sem fangar þræluðu fyrir nasista. ... að þau væru að fara í sturtuklefa og þar myndu þau ganga í gegnum aflúsun...

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 17.1.2013 kl. 23:45

3 Smámynd: Sólbjörg

Ósmekklegt að blanda útrýmingabúðum nazista í alls óskylda umræðu.

Pólitískar hreinsanir úr opinberum EMBÆTTUM eiga ekkert skylt við "Helförina", ekki frekar en aflúsun á höfuðlús sem reglulega herjar í grunnskólum. Til að bloggumræður virki þarf fólk að halda sig innan ramma viðeigandi forsenda.

Telja má víst að pólitískar embættishreinsanir hefjast eftir kosningar.

Sólbjörg, 21.1.2013 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband