Steingrímur J. lofar ESB-stuðningi eftir kosningar

Formaður VG, Steingrímur J., er búinn að lofa Samfylkingunni stuðningi við ESB-umsókna eftir kosningarnar í apríl næstkomandi. Orð Jóhönnu Sig. forsætisráðherra á alþingi í morgun verða ekki skilin á annan veg. Samkvæmt endursögn Morgunblaðsins kom þetta fram:

Þá lagði Jóhanna áherslu á að þingsályktunartillagan sem samþykkt var á Alþingi sumarið 2009 um að sótt yrði um aðild að ESB gerði ráð fyrir því að málið héldi áfram á næsta kjörtímabili á meðan henni hefði ekki verið breytt.

Á aukafundi ríkisstjórnar á mánudag er ekki nefnt einu orði hvað gerist eftir kosningar. Samfylkingin telur að VG hafi með svikunum 16. júlí 2009 samþykkt að styðja ESB-umsóknina áfram, - eða þangað til þingmenn flokksins standa formlega að afturköllun umsóknarinnar með samþykkt á alþingi.

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar er ekki pappírsins virði. VG undir núverandi forystu er staðfastur ESB-flokkur.


mbl.is Sakaði forsætisráðherra um ofríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Við erum nokkur, sem erum að safna fé í göngugrind handa Steingrími eftir næstu kosningu og túbu af kremi fyrir rassinn áonum, já og eina ferð i rútu norður í sveitina. 

Hann verður nefnilega ekki göngufær eftir þann rassskell sem hann fær í kosningunum, þessi mikli svikari verkalýðsins og Andlenín.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 17.1.2013 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband