Meirihlutinn vill stöðva ESB-ferlið

Meirihluti landsmanna vill stöðva ESB-ferlið, eða 51,6 prósent, samkvæmt könnun Stöðvar 2/Fréttablaðsins. Ritstjórn Fréttablaðsins,  sem skipuð er ESB-sinnum, klýfur andstæðinga ESB-aðildar í tvo hluta með því að skipta þeim upp í þá sem vilja afturkalla umsóknina annars vegar og hins vegar gera hlé á viðræðum.

36,4 prósent vilja afturkalla umsóknina og 15,2 prósent gera hlé á viðræðum. Minnihluti þjóðarinnar, 48,5 prósent, vill halda ESB-viðræðum áfram. Fréttablaðið gerir vilja minnihlutans að aðalefni fréttarinnar og segir í fyrirsögn: ,,Nærri helmingur vill ljúka aðildarviðræðum við ESB."

Þegar jafnvel málgagn ESB-sinna á Íslandi þarf að viðurkenna að Brussel-leiðangurinn er kominn í ógöngur er fokið í flest skjól fyrir Samfylkingu og viðhengjum þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Páll Vilhjálmsson skal átta sig á því að hamagangur hans gegn ESB er ískyggilega farinn að nálgast stig sem kallast “mania”.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.1.2013 kl. 09:27

2 identicon

hægt að stilla þessum niðurstöðum upp einsog manni sýnist í áróðursskyni, en rétt er að naumur minnihluti vill halda viðræðum áfram að sinni - og stærstur hluti þeirra vill hætta viðræðum alfarið.

Haukur:

er manían ekki frekar hjá þessum háværa minnihluta sem þvingaði umsóknina fram í trássi við vilja meirihluta þjóðarinnar?

(þ.e. þau sömu sem reyna að stimpla aandstæðinga og efasemdarmenn um €SB sem afdalabændur og þjóðernissinna)

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 18.1.2013 kl. 10:03

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Heimir og Kolla ráku svo endahnutinn a áróðursfrettina með þvi að kalla 2 ESB sinna i föstudagsspjallið. 365 nytir tækifærin sin vel.

Ragnhildur Kolka, 18.1.2013 kl. 10:32

4 identicon

hahahaha

http://www.gys.is/gys/lesafrett.aspx?ID=209

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 18.1.2013 kl. 10:35

5 identicon

afs., átti auðvitað að vera:

naumur MEIRIhluti vill HÆTTA viðræðum að sinni - og stærstur hluti þeirra vill hætta viðræðum alfarið

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 18.1.2013 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband