Frami Steingríms J. og niðurlæging VG

Veturinn 2009 var Steingrímur J. svo upptekinn af framavonum sínum að hann sturtaði stefnuskrá VG niður með skolpinu. Formaður VG gerði samning við Össur Skarphéðinsson hæstráðanda hjá Samfylkingu að falla frá margyfirlýstri stefnu VG að vera á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Í kosningunum í apríl 2009 lofaði Steingrímur J. kjósendum VG að berjast gegn aðild Íslands að ESB. Strax eftir kosningar, 16. júlí 2009, sveik Steingrímur J. stefnuskrá VG og nýgefin loforð til kjósenda og samþykkti að Ísland yrði umsóknarríki að Evrópusambandinu.

Steingrímur J. varð allsherjarráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sig. en frami Þistilfjarðarpiltsins, sem fékk heil 199 atkvæði til þingmennsku í nýafstöðnu prófkjöri VG í NA-kjördæmi, var dýru verði keyptur. 

Fylgi VG er komið í skolpið, rétt eins og stefnuskráin frá 2009.


mbl.is „Meira að marka núna en áður?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er einn af þeim sem gerði þau mistök að kjósa VG, eingöngu af því að VG var á móti ESB aðild.

Skammast mín mikið, og mun EKKI kjósa þessa komma aftur.

Forystumenn VG eru lygarar og svikarar.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 4.1.2013 kl. 19:26

2 identicon

Frami?

Frekar pólitískt sjálfsmorð.

Fólk telur niður dagana þar til það losnar við þennan mann og forsætisráðherrann.

Karl (IP-tala skráð) 4.1.2013 kl. 20:21

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Birgir Guðjónsson - Þú ert ekki einn um það að hafa gert þessi mistök að treysta hástemdum loforðum forystu VG um að standa heil gegn ESB helsinu.

Það eru þúsundir annarra í sömu stöðu.

Við sjáum svo ESB sinnana hvern í kapp við annan reyna að túlka fylgishrun VG sér í vil þannig er skýring þeirra að flokkurinn hafi ekki fylgt Samfylkingunni nógu þétt eftir í ESB aðildarruglinu.

Þannig reyna þeir að halda áfram að misnota forystu VG nú allra síðustu metrana fram að kosningum og um leið falsa stjórnmála- söguna sér í vil.

Spunameistarar Samfylkingar- og ESB trúboðsins á Íslandi eru sannkallaðir lygalaupar.

Fjölmiðlaelítan upp til hópa spilar svo undir ESB viðlagið með sérlegum spunameisturum BF og Samfylkingarinnar.

Gunnlaugur I., 4.1.2013 kl. 21:49

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hann tekur ekki sjensa nema að vera nokkuð viss um að komist upp með það. Kjósendur sem áttu allt undir (veðjuðu) hörkutólum á þingi,sem alltaf höfðu harðneitað að styðja aðildarumsókn í Esb.kusu hann 2009,sem betur fer mín vegna, ekki ég. Hann hefur legið yfir þessu og líkindin að hann ætti athvarf í Esb.og þyrfti aldrei að svara til saka,virtust borðleggjandi. Rétt eins og kjósendur treystu á svikahrappinn,treysti hann á mátt Esb.og yrði e.t.v.ráðinn í miklhæft embætti,sköpuðu það fyrir hann að launum,eins og stækkunarstjóra! Ég er viss um að hann hefði sætt sig að verða minnkunarstjóri,Esb. þarf að minnka framlög til skuldugra ríkja,allsherjarráðherra að laga skuldastöðu heimila,geri hann það ekki,verður það sá næsti.

Helga Kristjánsdóttir, 5.1.2013 kl. 04:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband