Vinstriflokkarnir sækja völd í glundroða

Atlaga niðurrifsafla samfélagsins að stjórnskipun lýðveldisins heldur áfram. Umboðslaust stjórnlagaráð bjó til stjórnarskrárskrípi sem eykur pólitískan glundroða. Eftir því sem vinstriflokkarnir missa fylgi meðal þjóðarinnar sækjast þeir eftir aukinni sundrungu til að skapa sér vígstöðu.

Ríkisstjórn Samfylkingar og VG varð til í upplausnarástandi kenndu við búsáhaldabyltinguna. Vinstriflokkarnir veðja á að endurtekinn glundroði færi þeim sóknarfæri líkt og árið 2009. 

Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur eiga að sameinast um að hafna framgangi niðurrifsaflanna með því að kveða allar stjórnarskrárbreytingar í kútinn.

 


mbl.is Lúti „þjóðarviljanum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband