Steingrímur J. gengur í pólitískan barndóm

Formaður VG neitar að horfast í augu við ástæður fylgishruns flokksins. Í frétt RÚV um nýjustu fylgistölur VG, 9,1%, segir

Steingrímur telur að flokkurinn eigi skilið meira fylgi og það muni sýna sig í hinni eiginlegu kosningabaráttu, meðal annars þegar það rifjast upp við hvers konar búi stjórnarflokkarnir hafi tekið. Hann segir því engan bilbug á sér né flokknum að finna. 

Steingrímur J. telur sjálfum sér trú um að í vor muni kjósendur gleyma síðast liðnum fjórum árum, hugsa um hrunið og greiða VG atkvæði sitt. Barnaskapur af þessu tagi er hlægilegur. 

Þjóðin mun ekki hugsa til 2008 þegar hún greiðir atkvæði 2013 og allra síst kjósendur VG frá því fyrir fjórum árum - en undirritaður var þar á meðal.

Dagsetningin sem er brennd í vitund kjósenda VG er 16.júlí 2009 þegar meirihluti þingflokks VG sveik stefnuskrá sína og nýgefin kosningaloforð um að Íslandi væri betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ, æ.

SJS áttar sig sennilega ekki á því að það er ekki verið að fara að kjósa um hvernig búi stjórnarflokkarnir tóku við.  Það er verið að fara að kjósa um hvernig tókst að vinna úr því búi.

Ég ímynda mér að lykilorð eins og Icesave, "skjaldborg um heimilin", ESB-sleikjugangur, vogunnarsjóðir, sakvæðing og verðtrygging munu ráða einhverju um hvort að líkur séu á því að kjósendur treysti VG aftur til fararstjórnar í hinni "svokölluðu endurreisn".

Seiken (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 21:38

2 identicon

En Seiken. Væri ekki eðlilegt og sanngjarnt að umræðan um "hvernig tókst að vinna úr því búi", taki mið af forsendum? 

Allt annað sýnist mér vera populismi eða þá bara venjulegur íslenskur hálfvitagangur.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 21:52

3 identicon

Jú Haukur, það er sanngjarnt. Og einmitt þess vegna er meira en helmingur af fylgi VG farinn.

Seiken (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 21:58

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Af rúmlega 40.000 atkvæðum sem VG fékk í síðustu kosningum virðast yfir 23.000 vera búin að yfirgefa skútuna, eða u.þ.b. 60% af fyrrum kjósendum flokksins.

Samt slær SJS enn og áfram bara hausnum við steininn, eins og enginn sé morgundagurinn.

Enginn styður hann lengur nema helst forhertir Samfylkingar menn sem vilja enn nota þann tíma sem eftir er til þess að geta misnotað hann alveg fram í andlátið.

Það tækifærmennsku lið veit alveg hvað það er að gera og það mun sko aldeilis ekki gráta ill örlög Steingríms J. eða flokksafganga VG eftir næstu kosningar !

Gunnlaugur I., 2.1.2013 kl. 22:10

5 identicon

Það er epísk stemming á blogginu. Grenjandi vinstrimenn út um allt, vælandi um ósanngirni, ómarktækar kannanir, gullfiskaminni og allt annað sem getur flokkast undir eðlileg viðbrögð lúsera. Ó mæ god... ó mæ god...

Þvílíkar dramadrottningar.

Mættu kannski íhuga það, af hverju fólk flýr stjórnarflokkana í hrönnum, og leitar athvarfs hjá Bjánaflokknum.

Hilmar (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 23:10

6 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Tek undir með Gunnlaugi I

Þórólfur Ingvarsson, 2.1.2013 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband