VG nálgast fimm prósentin

Líkur aukast á að Vinstrihreyfingin grænt framboð falli af alþingi með því að ná ekki fimm prósent fylgi.

Nýr þjóðarpúls Gallup sýnir að fylgi stjórnarinnar flýr  yfir til brandaraflokksins Bjartrar framtíðar.

Klukkan glymur Samfylkingu og VG.


mbl.is Björt framtíð eykur fylgi sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ánægjulegar fréttir.

Þjóðin er að ná  áttum.

Markmiðið hlýtur að vera að losna við Jóhönnu og Steingrím á einu bretti.

Þetta óþurftarfólk fær makleg málagjöld.

Rósa (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 19:24

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hefur þetta furðufyrirbæri sem kallast Capasent Gallup, leyfi til að hafa pólitísk áhrif á skoðanir fólks? Er svona fjölmiðla-heilaþvottur löglegur í siðmenntuðum og þróuðum lýðræðis-samfélögum?

Þetta fyrirbæri, sem kallað er Capasent Gallup er ekki þjóðin, og eins gott að allir geri sér grein fyrir því, hvað sem allar sérsniðnar og pantaðar niðurstöður "segja" í herteknum fjölmiðlum! 

Það vantar nýja framtíð, en ekki endurnýjaða fortíð með nýju nafni, eins og t.d. þá fortíð sem kölluð er: Björt Framtíð.

Það má ekki rugla saman Nýrri Framtíð og Bjartri framtíð.

Framtíðin þarf að virka réttlátt fyrir alla, en ekki bara innmúraða elítustjóra fjölmiðlanna! Það er verið að nota Guðmund Steingrímsson, sem er mjög ómerkilegt, og illa gert af gömlu refunum bak við tjöldin.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.1.2013 kl. 19:28

3 identicon

Athyglisverð pólitísk þróun. Íslendingar skipta út VG og hluta Samfylkingar fyrir Bjánaflokkinn.

Það er ekki að undra að Samfylkingar og þessir örfáu sem enn tengja sig við VG, séu að fara á límingunum á blogginu.

Svo léleg er þessi fyrsta tæra vinstristjórn, að sannfærðir vinstrimenn eru tilbúnir til að kjósa bjána sem sína fulltrúa á hæstvirtu Alþingi.

Að gefnu tilefni, hér er talað um bjána, ekki trúða.

Trúðar eru skemmtilegir, bjánar eru bara bjánar.

Hilmar (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 20:09

4 identicon

Capacent Gallup er Valhallar sjoppa, hefur alltaf verið.

Ómarktæk með öllu. Bullshit.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 20:28

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Væri jákvætt, vissulega, en...

1: Þetta er bara könnun.

2: sami grauturinn mun birtast okkur aftur í nýrri skál.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.1.2013 kl. 20:30

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Vesalings fólkið sem er að gefast upp á Jóhönnu og Steingrími og lætur hrekjast yfir til skrípalingana. Guðirnir hjálpi því.   

Hrólfur Þ Hraundal, 2.1.2013 kl. 21:13

7 Smámynd: Björn Heiðdal

Og börnin erfa landið, bókstaflega.  Guðmundur, Sigmundur og Bjarni Ben.  Eru ekki börnin hennar Ingibjargar Sólrúnar að verða nógu gömul??

Björn Heiðdal, 3.1.2013 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband