Krónan er uppalandi

Íslenska krónan býr yfir mörgum eiginleikum, t.d. að forða þjóðinni frá gjaldþroti og að lenda í hrammi Evrópusambandsins.

Vanmetinn eiginleiki krónunnar er að hún er uppalandi.

Hálfvitakynslóðin sem komst til vits og ára milli 2000 og 2008 hélt að skuldsett eyðsluæði væri lykillinn að hamingjunni.

Krónan kennir okkur að eyða minna og spara. Þegar eyðslan fer úr hófi þá lækkar krónan til að gera glingrið dýrara. Krónan lækkaði á síðasta ári vegna þess að hálfvitakynslóðin hélt að hægt væri að staupa sig frá timburmönnum hrunsins.

Án krónunnar væru Íslendingar í varanlegu grísku ástandi.


mbl.is Gengi krónunnar lækkaði um 5,1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Páll!

Mikið hljótum við Íslendingar að taka tilsögninni illa eða eru leiðbeinendurnir svona slæmir:

Rýrnun krónunnar 99,95% á 90 árum

Fram til ársins 1920 var íslenska krónan á pari við dönsku krónuna en á því ári var ákveðið að skrá gengi hennar sérstaklega. Gengi dönsku krónunnar er nú um 20 íslenskar krónur.

Ef tekið er tillit til myntbreytingarinnar árið 1981 er gengi dönsku krónunnar u.þ.b. 2.000 gamlar íslenskar krónur. Verðgildi krónunnar gagnvart hinni dönsku er því aðeins 0,05% af því sem það var árið 1920, sem jafngildir rýrnun um 99,95% á þessu 90 ára tímabili. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Seðlabanka Íslands.

Kaupmáttur krónunnar gagnvart neysluvörum og þjónustu hefur rýrnað enn meir. Miðað við vísitölu neysluverðs í heild (VNV) nam virði hverrar krónu í júní árið 1944 7.147 gömlum krónum (71,47 nýkrónum) í ágúst sl.

Ef miðað er við VNV án húsnæðis er hlutfallið hins vegar 10.337 gamlar krónur (103,37 nýkrónur) sem jafngildir því að verðgildi krónunnar hafi rýrnað um 99,99%.

Saga peningastefnu og gjaldmiðlamála á Íslandi er því þyrnum stráð allt frá upphafi, óháð því hvernig gengis- og peningastefnan hefur verið útfærð, segir í nýrri skýrslu sem Seðlabankinn hefur unnið og skilað til efnahags- og viðskiptaráðherra."

Heimild:

Morgunblaðið, 20. desember 2012.

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2010/12/20/ryrnun_kronunnar_99_95_prosent/

Guðbjörn Guðbjörnsson, 1.1.2013 kl. 17:27

2 identicon

Krónan leyfir valdhöfum að rýja almenning inn að skynni með reglulegu millibili. Íslenskar barnafjölskyldur líða fyrir krónuna.

1% þjóðarinnar eru auðugir og hagsmunagæslumenn þessa litla hluta vilja ekki stöðugleika því þá er búið að taka úr höndum þeirra þetta tæki sem lækkar launin og herðir tökin á almenningi sem er ótrúlega sofandi.

Rósa Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2013 kl. 17:41

3 identicon

Gunnar Guðbjörnsson @17:41 hér að ofan, vitnar í Seðlabankann: 

"Saga peningastefnu og gjaldmiðlamála á Íslandi er því þyrnum stráð allt frá upphafi, óháð því hvernig gengis- og peningastefnan hefur verið útfærð, segir í nýrri skýrslu sem Seðlabankinn hefur unnið og skilað til efnahags- og viðskiptaráðherra"

Hver skildi nú orsökin vera, skoðun Ólafs Margeirssonar og fleirri:

"ef bankakerfið veitir of mikið af lánum endar það með því að Íslendingar lenda í gjaldeyrisvandræðum. Og þá verður að leyfa krónunni að falla. Og það hefur gerst ansi oft í hagsögu Íslands." Ólafur Margeirsson  http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/gjaldeyrisneysla-islendinga

Hvernig eru svo viðtökur Seðlabankans við tillögum til úrbóta:

 Með því að gera þá grundvallarbreytingu á fjármálakerfinu að afnema heimildir innlánsstofnana til útlána umfram lausar bankainnstæður er hætt við því að margt glatist af þeim efnahagslegum tækifærum sem nú eru í boði fyrir tilstilli fjármálastofnanna.  http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2012/12/20/taekifaeri_glatast_vid_breytt_kerfi/

Það er semsagt ekki í spilunum hjá Seðlabankanum að koma í veg fyrir endalaust fall krónunnar því  annars"er hætt við því að margt glatist af þeim efnahagslegum tækifærum sem nú eru í boði fyrir tilstilli fjármálastofnanna."

Hér mun fjármálakerfið semsagt ekkert lagast á næstu árum.

Hér mun mögulega verða annað hrun þegar útlánabólan næsta, springur.

Hér mun verða verðbólga með tilheyrandi vandamálum fyrir bæði skuldara og venjulega fjármagnseigendur meðan bankar og/eða pólitíkusar hafa frítt spil með útgáfu peninga.

Er ekki kominn tími til að breyta þessu?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 1.1.2013 kl. 19:46

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ef við gefum okkur, rökræðunnar vegna, að Íslendingar fari jafn illa með ríkisfjármál sín og Grikkir og spyrjum síðan hvort sé heppilegra að búa við eigin gjaldmiðil eða ekki þá eru reynslurökin ólygnust.

Páll Vilhjálmsson, 1.1.2013 kl. 19:52

5 identicon

ps. Fyrsta skref á leið til úrbóta:

Athuga hvernig hinar norðurlandaþjóðirnar fara að.

Af hverju sluppu hinar norðurlandaþjóðirnar svona miklu betur við hina alþjóðlegu kreppu? (Sjálfstæðismenn, hún kom ekki bara að utan arrrrg.)

Af hverju hefur t.d. danska krónan ekki fallið á við þá íslensku?  Eru þeir með (önnur) höft á útlánastefnu bankanna? 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 1.1.2013 kl. 20:04

6 identicon

Páll @ 19.52

Það var sagt um ítölsku skriðdrekana í WW2 að þeir hefðu 1 gír áfram og 6 afturábak. Þeir þurftu að kunna svo margar leiðir til undanhalds. (Hákon Tryggvason sögukennari í MH munnleg heimild)

Íslenska krónan getur fallið af a.m.k 2 orsökum.

A. vegna verri markaðsaðstæðna eða frameiðslufalls á útflutningi (og eða miklum skuldum við önnur hagkerfi) sem veldur því að við verðleggjum okkar hagkerfi lægra en áður miðað við hagkerfi viðskiftalandanna. Þetta geta Grikkir ekki og eru því í vandæðum. Veldur tímabundinni verðbólgu sem þarf ekki að verða krónísk. Þar má segja að sjáfstæð mynt bjargi.

B. Vegna útgáfu peninga (í ýmsum myndum) án þess að raunveruleg vermæti liggi að baki. Veldur krónískri verðbólgu þar sem allir þeir sem eiga peninga tapa svo og þeir sem skulda eftir að verðtrygging komst á. Gunnar lýsir afleiðingunum á verðgildið ágætlega hér að ofan.   Þar má segja að sjáfstæð mynt sé til baga (vegna misnotkunnar hennar) soldið eins og þetta http://en.wikipedia.org/wiki/Zimbabwean_dollar

Umræðan þarf að gera greinarmun þarna á milli, en svo er því miður sjaldnast.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 1.1.2013 kl. 20:22

7 identicon

ps 2

Of hátt vaxtastig er enn ein birtingamynd "peningaprentunar" án innistæðu.

Ef allt væri eðlilegt, þá þyrfti seðlabankinn að prenta seðla á hverju ári til að auka við peningamagnið sem vextirnir kalla á. Sú peningaprentun myndi jafngilda stækkun hagkerfisins en ekki krónu umfram.  Of háir vextir valda því að peningakerfið of verðmetur sig miðað við raunhagkerfið. Afleiðingin er verðbólga og eða kreppa.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 1.1.2013 kl. 20:42

8 identicon

“Krónan er uppalandi”, skrifar Páll og hefur rétt fyrir sér. Það uppeldi er hinsvegar ekki gott uppeldi. Verðfall krónunnar veldur því að neytendur glata og missa áhuga á verðgildi gjaldmiðilsins. Hætta að lesa verðið, gera ekki verðsamanburð, taka ekki kvittanir, “don’t care”. Hundraðkallarnir verða að klinki, bara til trafala.

Þetta vita heildsalar og smásalar og notfæra sér. Afleiðingin er endalaus verðbólga, sem gerir svo verðtryggðu lánin óbærileg.

Neytendur eiga að fylgjast með verði og gera samanburð, en ekki kallar frá ASÍ, sem ekki er hægt að nota í neitt annað en að rápa á milli verslana og krota niður verð.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.1.2013 kl. 20:46

9 identicon

Af því að mér finnst umræðan hér vitrænni heldur en á mögum blog-síðum langar mig til að setja hér inn eina spurningu og vita hvort einhver veit svarið. "Fréttamenn" hafa ekki haft rænu á að spyrja hennar, eða er ég svona vitlaus?Spurningin er, af hverju talar ríkisstjórnin um það sínkt og heilagt að ekki sé hægt að lækka lán þeirra sem eru með verðtryggð lán án þess að skattgreiðendur þurfi að borga brúsann en enginn spyr um hver borgaði brúsann þegar gengistryggðu lánin voru færð niður um 20-40%? Mikið vildi ég kynnast þeim galdrakarli !

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 1.1.2013 kl. 22:30

10 identicon

Örn Johnson:

Ríkið(Íbúðalánasjóður) og lífeyrissjóðir, stórir íbúðalánveitendur, lána ekki og hafa ekki lánað gengistryggð lán heldur hefur það alfarið verið bankar og fjármögnunarfyrirtæki sem hafa endurlánað lán frá erlendum lánveitendum, niðurfærsla gengistryggðu lánanna hafa því lent á erlendum lánveitendum að stórum hluta.

Niðurfærsla á verðtryggðum Íbúðarlánum mun falla á ríki(skattgreiðendur) og lífeyrissjóði(lífeyrisþegar) ásamt erlendum lánveitendum.

Eins verður að hafa í huga að bankalán eru lán í brotaforðakerfinu þar sem raunverulegir peningar eru um 10-20% af heildarfjárhæðum afskrifta. Fjármögnun lífeyrissjóða er 100% raunverulegir peningar og afskriftir þar koma raunverulega fram á lífeyri lífeyrisþegar og lífeyrisréttindum launþega annarra en ríkisstarfsmanna og þingmanna. Eins verður að hafa í huga að lán erlendra aðila til Íslands eiga líka rætur sínar að rekja í brotaforðakerfi þannig að raunverulegir peningar á bakvið gengistryggð lán til Ísland er kannski bara 1-2%.

Það getur því verið 50-100 sinnu dýrara að afskrifa lán sem koma úr vösum lífeyrisþega eða skattgreiðenda heldur en lána sem eiga rætur sýnar að rekja í brotaforðakerfið.

Peningapúkinn (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 10:35

11 identicon

Örn Johnson @22:30 þú spyrð m.a. " af hverju talar ríkisstjórnin um það sínkt og heilagt að ekki sé hægt að lækka lán þeirra sem eru með verðtryggð lán án þess að skattgreiðendur þurfi að borga brúsann....."

Ég hef stundum velt þessu fyrir mér líka, hneigist samt til þess að nota "leiðrétta" í staðin fyrir "lækka".

Nafni þinn Karlsson bendir á að vísitala neysluverðs sé óhæf sem verðtryggngarvísitala vegna þess að hún mælir ekki aðeins verðbólgu vegna (innri) rírnunar gjaldmiðilsins heldur tekur hún líka inn verðhækkanir t.d. eins og skattahækkanir og hækkun vegna uppskerubrests á kaffi í Brasilíu. Örn K. segir m.a:

"Ólíðandi er að skuldarar þessa lands beri halla af öllum mögulegum áföllum í heiminum sem leiða til raunhækkana á vöruverði innanlands." http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_adsent/orn-nytt-vidmid-i-verdtryggdum-lanasamningum-er-rettlaetismal

Ég get ekki betur séð en sama eigi við þegar krónuhagkerfið okkar dregst saman og verðlag hækkar við það, þá eigi skuldarar með verðtryggð lán ekki að þurfa að tryggja lánveitandann fyrir þeim samdrætti, eingöngu fyri því að lánið/skuldin haldi verðgildisínu mældu í okkar hagkerfi.

Þegar ég tók verðtryggð lán á sínum tíma þá óraði mig ekki fyrir því að ég væri að tryggja lánveitandann fyrir falli krónunnar sem varð þó raunin (og lánið þar með í raun gegistryggt sem ku jú vera ólöglegt)

Þannig að kerfisvilla í verðtryggingunni veldur oftöku, þ.e. óréttmætri eignatilfærslu frá skuldara til lánveitanda og þegar talað er um að ekki sé hægt að leiðrétta þetta þá er það eins og að segja að þjófurinn verði að fá að halda feng sínum.  Ef sú leiðretting íþyngir skattgreiðendum þá er það annað hvort af því að þeir hefðu annars notið hins óréttmæta ávinnings í formi lægri skatta eða hinu að skattgreiðendur séu látnir bæta einhverjum öðrum að verða af hinum óréttmæta ávinningi.

Ég er ekki að reyna að svara spurningu þinni, aðeins að velta vöngum út frá henni.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 13:36

12 identicon

Takk fyrir þessi svör, Peningapúki og Bjarni Gunnlaugur. Sem sagt engin konkrete svör, aðeins vangaveltur. Versnar ekki spurning mín um helming þegar ég fullyrði að erlendir vogunnarsjóðir fengu, með blessun þessarar ríkisstjórnar, að kaupa verðtryggt lán sem ég skuldaði gamla Landsbankanum á kannski 5-10% af skuldinni? Svo rukka þeir mig um 100%. Af hverju fékk ég ekki að kaupa skuld mína á þessum kjörum? Samdi þessi ríkisstjórn svona illa af sér fyrir mína hönd. Hvar er Landsdómur?

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 23:31

13 identicon

Örn @23:31   Var þetta ekki þannig að þegar Landsbankinn hrundi með verðtryggðar skuldir þínar innanborðs að þá áttu erlendir kröfuhafar mestar eignir í þrotabúinu. Þeir seldu svo vargasjóðum kröfur sínar m.a. á þig á 90 til 95% afslætti vegna þess að þeir héldu að þú (og allir hinir)myndir aldrei borga meira.  Þegar svo Steingrímur útbjó innlendan hluta úr Landsbankanum með því að taka allar innlendar skuldir (semsagt eignir bankans) þar með talið þínar, þá gekst hann við jafnmiklum kröfum á móti úr þrotabúinu og gerði þar megin mistökin þ.e. að skuldsetja land og lýð fyrir 100% kröfu sem kröfuhafinn (vargasjóðurinn) hafði keypt á 90% afslætti.  Vissulega hefði verið heppilegra að kaupa sömu kröfu á sama afslætti af upprunalegu kröfuhöfunum og nota mismuninn til að leiðrétta oftökuna sem fólst í rangri verðtryggingu hjá þér. 

     Ef þetta var atburðarásin þá varst þú ekki snuðaður með því að fá ekki að kaupa kröfuna í sjálfan þig á 90% afslætti enda engin ástæða til. Heldur hitt að snuðunin fólst og felst í að leiðrétta ekki stökkbreytinguna.Ríkið var á hinn bóginn snuðað,eða a.m.k. nýtti sér illa gott tækifæri. Ég segi fyrir mig að sem vísitöluskuldari m.a. í Landsbankanum þá hef ég fullan hug á að greiða MÍNAR skuldir (og þá á hóflegum en ekki okurvöxtum) en sé enga ástæðu eða réttlæti í því að ég dragnist að óþörfu með skuldaklafa sem öðrum ber.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 3.1.2013 kl. 02:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband