Sigmundur Davíð traustur, Bjarni Ben. svikull

Formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, er eini formaðurinn sem skrifaði  vitrænt um ESB-umsókn samfylkingarhluta ríkisvaldsins. Ríkisstjórnarformennirnir ýmist sögðu ekkert (Steingrímur J.) eða töluðu út úr kú (Jóhanna Sig.). Formaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði texta um ESB-umsóknina sem hentar manni er ætlar að bera kápuna á báðum öxlum.

Í Morgunblaðið skrifaði Sigmundur Davíð

Hér á landi hefur í nokkur ár staðið einstök og oft á tíðum furðuleg umræða um Evrópusambandið. Fáir hafa þó beitt sér fyrir aðild að ESB. Í stað þess er spurt: »Er ekki skynsamlegast að klára samningaviðræður og taka afstöðu til samningsins þegar hann liggur fyrir, gefa þjóðinni lýðræðislegt tækifæri til að taka upplýsta afstöðu, á þjóðin ekki rétt á því?« Þetta fellur allt vel að orðræðunni, hakað er við öll helstu stikkorðin; þjóðin, tækifæri, réttur, lýðræði, upplýst, viðræður, samningur.

Málflutningur þessi byggist hins vegar ekki á innhaldi eða rökum. Jafnvel Evrópusambandið sjálft hefur reynt að útskýra málið. Leiðarvísir ESB varar við því að talað sé um samningaviðræður enda gefi það til kynna að verið sé að semja um eitthvað. Raunin sé að viðræðurnar snúist um það með hvaða hætti umsóknarríkið ætli að laga sig að reglum ESB. Þetta hefur síðan verið áréttað með bréfaskriftum.Hver er raunveruleikinn? Stjórnvöld sem sækja um aðild að ESB lýsa með því yfir vilja til að ganga í sambandið. Viðræðurnar fjalla svo um það með hvaða hætti kröfur ESB um aðlögun verði uppfylltar. Umræða um könnunarviðræður til að sjá hvað er í boði svo hægt sé að taka »upplýsta afstöðu« eru móðgun að mati ESB.

Sigmundur Davíð er með heilsteypta og trúverðuga greiningu á ESB-umsókninni. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, Formaðurinn býr að sögu í ESB-umræðunni sem ekki er trúverðug. Hann ásamt Illuga Gunnarssyni skrifaði alræmda grein í Fréttablaðið í desember 2008 þar sem félagarnir undirbjuggu uppgjöf gagnvart Samfylkingunni í ESB-málum.  Bjarni skrifar eftirfarandi í áramótagrein í blað allra landsmanna

Aðildarviðræðurnar við ESB, sem átti að vera lokið nú, eru skammt á veg komnar. Ekki hefur verið snert á erfiðustu köflunum enda ekki samhljómur með stjórnarflokkunum.

Þetta er allt og sumt. Það mætti alveg lesa úr orðum formanns Sjálfstæðisflokksins að hann sé leiður yfir því hve ESB-umsóknin er skammt á veg komin. Bjarni Benediktsson er vís með að bæta upp skort á ,,samhljómi" í ríkisstjórninni með því að leysa VG af hólmi og setja saman ríkisstjórn með Samfylkingunni til að ,,klára málið."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Hallast æ meir að Framsókn í næstu kosningum, traustins vegna hvað varðar andstöðu gegn inngöngu ESB. Það eru margir kjósendur XD tvístígandi hvort þeir eigi að þora að kjósa Stjálfstæðisflokkinn.

Sólbjörg, 1.1.2013 kl. 12:47

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Bjarni Ben hefur aldrei náð að vera traustur maður,enda á hann að snúa sér að öðru en pólitík..

Vilhjálmur Stefánsson, 1.1.2013 kl. 13:34

3 identicon

Þetta er tóm steypa hjá Kögunar stráknum, tóm steypa.

Það skiptir engu máli hvort talað sé um samningaviðræður eða aðlögunarviðræður. Markmið er það sama, sem sagt, að fá úr því skorið hvort aðild Íslands komi til greina og láta síðan þjóðina kveða upp sinn dóm á grundvelli þess sem aðlögunarviðræður leiða í ljós.

Ekkert flókið, ekki einu sinni fyrir íslenska hillbilla.

Í ESB eru þegar 27 lýðræðisríki en engin banalýðveldi. Hinsvegar er mikil spilling á klakanum, sem mundi minnka með sterkara samstarfi við ESB ríkin. Með þátttöku er við því líklega að efla sjálfstæði okkar, en ekki vice versa. En látum íslensku þjóðina kveða upp um það, en ekki silfurskeiða guttana, Sigmund Davíð og Bjarna Ben.

Tvö skilgetin afkvæmi gerspilltra stjórnmálastétta.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.1.2013 kl. 13:48

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð greinargerð. Til að minna ESB sinna ef þeir kíkja inn hérna þá er það að gangast undir lög annarra ríkja  ekki að auka sjálfstæði Íslands. Hvernig geta menn verið svona vitgrannir.

Valdimar Samúelsson, 1.1.2013 kl. 13:50

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Vald kjósenda er stjórnmálaflokkunum gömlu sýnilegt þegar dregur að kosningum. Seinustu 4 árin hefur Framsókn einn flokka sýnt festu í andstöðunni gegn aðild í Esb. Okkur hefur verið tíðrætt um framkomu stjórnvalda,yfirgang og misbeitingu valds,sem enginn getur mótmælt nema þau e.t.v.til að þröngva okkur í Esb.Vigdís Hauksd. er eina konan á þinginu,sem gefst ekki upp fyrir landsöluliðinu. Því miður virðast Stjórnvöld hafa með einhverjum hætti fælt Guðfríði Lilju frá,°einn klækjaleikurinn enn til að koma sínu fram. Væri ekki þörf á að setja um það lög,að flokkar geti skipt út og inn á eins boltalið,eingöngu til að knýja fram aðild að Esb. Við göngum í takt Sólbjörg, gleðilegt komandi ár!

Helga Kristjánsdóttir, 1.1.2013 kl. 14:19

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Að XD setji saman ríkisstjórn með SF á komandi vori gengur ekki upp. 

Núverandi forsætisráðherra er enn að hreinsa upp eftir ríkisstjórn XD og XB 2003-2007 og er ekki einu sinni byrjuð á ræstingunni eftir ríkisstjórn XD og SF 2007-2009.  Hrunstjórninni sjálfri!

En það fer kannski vel á því að hin eiginlega hrunstjórn sameinist aftur og moki undan sjálfri sér?

Kolbrún Hilmars, 1.1.2013 kl. 17:14

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Játa að ég er ekki alveg að skilja tilganginn með þessu innleggi Páll. Kann þvi ágætlega að menn tali hreint út, og segi sína skoðun, en ég er jafn undrandi og þegar ég las grein eftir þig um VG nú í lok síðasta árs.

Við sem viljum a.m.k. gera hlé á núverandi aðildarumsókn að ESB, eða erum mótfallnir aðild að ESB, höfum getað haft Heimsýn sem sameiginlegan vettvang. Þó að mörg okkar telji einnig að Steingrímur Sigfússon sé bjálfi og óheillakráka, eru einhverjir innan Heimssýnar sem ekki hafa þessa skoðun, sjálfsagt flestir af þeim félagar í VG. Forráðamenn Heimsýnar væru því að sundra sínum hóp ef þeir færu að halda ályti á Steingrími á mjög á lofti. 

Ég minnist þess að hafa lesið greinar þeirra Bjarna og Illuga á árinu 2008. Sumt sem þar var skrifað var skrambi gott, og þurfti kjark til þess að skrifa. Á þessum tíma var meirihluti þjóðarinnar á því að við ættum að hefja aðildarviðræður við ESB. Það var aldrei kannað hvort við myndum sækja um aðild að ESB, enda hefði slíkt eflaust ekki fengið hljómgrunn. Greinin um ESB varð til þess að ég spurði Bjarna um viðhorf hans til viðræður við ESB. Hann sagði það staðfasta trú sina að við næðum aldrei ásættanlegri niðurstöðu í viðræðum við ESB og hann væri því á móti aðildarumsókn. Hins vegar sagði hann það óeðlilegt að ef mikill meirihluti þjóðarinnar vildi í ESB, að Sjálfstæðisflokkurinn stæði á móti viðræðum. Nú er hins vegar meirihluti fyrir því að setja umsóknina á klaka og því eðlilegt að það verði gert. 

Eftir bloggið þitt um VG átti ég spjall við andstæðinga ESB, auðvitað voru skoðanir skiptar. Sá sem gekk lengst notaði sama orðalag um þig og þú notar um Bjarna, að þú værir svikull. Málflutningur þinn væri til þess að sundra ESB andstæðingum. Ég mótmælti þessu og sagði að við þyrftum að tileinka okkur meira umburðarlyndi í skoðanaskiptum. Annars yrðu aðeins til örflokkar. 

Sú ábending mín á einnig við um afstöðu þína hér og nú. 

Sigurður Þorsteinsson, 1.1.2013 kl. 18:05

8 identicon

Það er búið að eyða fjórum árum, og miklum peingum í þetta ferli.

Það eru miklir hagsmunir undir að það takist að stöðva þetta áður en almenningur fær að sjá samninginn, og kjósa um hann.

En þessi hópur er klárlega ekki að hugsa um hagsmuni almennings, það er á hreinu.

Ef svo væri, óttaðist þessi hagsmunahópur ekki svo mjög að við fáum að sjá samninginn áður en við kjósum um hann.

Sigurður (IP-tala skráð) 1.1.2013 kl. 18:15

9 Smámynd: Elle_

Minnihlutinn hóf þetta ólýðræðislega mál sem þjóðin bað ekki um.  Og þessvegna á að stoppa það núna.  Lýðum er ljóst að málið snýst allt um upptöku laga og alls ekki um neina ´samninga´ sem gætu skipt fullvalda ríki neinu máli. 

Sigurður talar um ´hagsmunahópa´ eins og til að gera lítið úr andstöðu hins almenna manns sem vill ekki vera undir yfirstjórn nokkurra gamalla evrópskra heimsvelda.

Elle_, 1.1.2013 kl. 18:57

10 identicon

XB er sennilega það eina rétta í vor

þór (IP-tala skráð) 1.1.2013 kl. 19:16

11 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sigurður Þorsteinsson nefnir áhugaverða hugsun, sem er að óvægin gagnrýni gæti skilað okkur örflokkum. Afleiðingin yrði þá veikar ríkisstjórnir. Við núverandi aðstæður eru veikar ríkisstjórnir til muna heppilegri en sterkar ríkisstjórnir.

Innviðir Íslands eru sterkir, það sýndu eftirmál kreppunnar. Við eigum að njóta þessara sterku innviða í skjóli veikra ríkisstjórna sem haga sér um það bil eins og starfsstjórn, sbr. ríkisstjórn Framsóknarflokks, VG og Samfylkingar vetur/vor 2009.

Sterk ríkisstjórn, sem samtímis endurspeglar afgerandi þjóðarvilja, er óhugsandi án víðtæks endurmats almennings á stjórnmálagildum þjóðarinnar. Það endurmat tekur nokkur kjörtímabil. Á meðan eigum við að hafa veikar ríkisstjórnir - og örflokka ef ekki vill betur.

Páll Vilhjálmsson, 1.1.2013 kl. 20:30

12 identicon

Sæll Páll og þakkir fyrir þitt ágæta blogg

Mér finnst þú of dómharður í þessari bloggfærslu. Nú er ég viss um að þú manst vel hvernig ástandið var 2008, skelfingin, upplausnin, ráðaleysið.... enginn var ósnortinn, ekki heldur stjórnmálamenn.

Málið er að núna hefur a.m.k. Bjarni náð sínum vopnum. Hann styður sjálfstæði og fullveldi íslands, það er klárt og hefur oft komið fram í fjölmiðlum.

Gunnlaugur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 1.1.2013 kl. 20:33

13 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Sigurður (IP-tala skráð) 1.1.2013 kl. 18:15 Hvaða samning ert þú að tala um?  Það veit það allt sæmilega vel gefið fólk sem nennir að fylgjast með málefnum ESB að það er ekki um neinn samning að ræða, annan en þann, hversu hratt við tökum upp regluverk ESB.  Þar er ekki um neinar varanlegar undanþágur að ræða.  

Sigríður Jósefsdóttir, 1.1.2013 kl. 21:11

14 identicon

Hjartanlega sammála pistli Páls og ekki sízt fyrirsögninni. Góð innlegg hjá Sólbjörgu og Elle.

Sigurður (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 03:27

15 identicon

Sæll.

Bjarni Ben er ástæða þess að Sjallar eru ekki með meira fylgi en raun ber vitni, hann er sem myllusteinn um háls Sjálfstæðisflokksins. Þó Hanna Birna sé slöpp hefði hún þurft að verða formaður vegna Icesave svika Bjarna - menn verða að bera ábyrgð á svona risamistökum. Flokkurinn geldur nú fyrir þetta :-(

Helgi (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 08:59

16 identicon

@Helgi. Icesave er fyrst og fremst myllusteinn um háls FLokksins. Þjófnaður Landsbankans á sparifé fólks í Bretlandi og Hollandi er einhver svartasti blettur í sögu íslensku þjóðarinnar. Og ekki einni krónu hefur verið skilað af því þýfi.

Landsbankinn var banki FLokksins, Valhallar glæpastofnun. FLokkurinn hélt þar í taumana, með Kjartan nokkurn Gunnarsson, framkvæmdarstjóra sjallabjálfanna, í stjórn bankans, þótt kallinn hefði ekki hundsvit á rekstri banka. Ekki hundsvit. Þarna tóku sjallarnir lán og kúlulán eins og þeim sýndist og einu veðin voru flokksskírteinin. Verra en í bananalýðveldi!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 10:23

17 Smámynd: Elle_

ICESAVE er ekki svartur blettur á íslensku þjóðinni og kom þjóðinni ekki hætis hót við.  Venjulegt fólk skildi það fyrir löngu.  Það er hinsvegar svartur blettur á ykkur sem vilduð kúga þjóðina þar sem fólk almennt, íslenskt og útlent, sér þráðbeint í gegnum ykkur.

Takk, Sigurður.

Elle_, 2.1.2013 kl. 14:57

18 identicon

Nú, Icesave kemur þjóðinni ekkert við, hef ekki heyrt þá fullyrðingu áður. Var ekki hún – þjóðin - hvatt tvisvar til að taka afstöðu? Veit ekki betur.

Þessar þjóðaratkvæðagreiðslur fullvissuðu mig hinsvegar um það að þjóðin er ekki, ENN ekki, fær til að taka afstöðu í málum sem þessu í atkvæðagreiðslu. Flestir heldu sig hafa losnað undan ríkisábyrgð með sínu votum, og höfðu sem viðmiðun eitthvað bull í Dabba um orð langömmu hans eða afa. Man það ekki nákvæmlega, skiptir heldur engu máli. Valið var hinsvegar um samningaleið eða dómstólaleið. Svakalega virðist erfitt að lemja þett inn í koll innbyggjara.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 18:01

19 Smámynd: Elle_

Með beiðni um 50 þúsund manna lýðveldisins og hjálp forseta okkar og samkvæmt stjórnarskrá okkar (sem ICESAVE-STJÓRNIN vill nú eyðileggja), fengum við að neita að borga þessa kúgun, þessa ólögvörðu kröfu einkabanka sem kom þjóðinni ekki neitt við. 

Elle_, 2.1.2013 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband