Með evru verður ekki bati á evru-svæði

Ítalía þarf 30 prósent gengisfellingu til að bæta samkeppnisstöðu sína. Grikkir þurfa líklega 70 prósent gengisfellingu - og stórfelldar afskriftir. Í myntsamstarfi er gengisfelling ómöguleg.

Bandaríkin eru eitt myntsvæði og alríkisstjórnin í Washington bætir stöðu samdráttarsvæða með fjárframlögum. Þessi leið er útilokuð á evru-svæðinu þar sem ekki er pólitísk samstaða um að Brussel innheimti skatta í Þýskalandi, Hollandi, Austurríki og Finnlandi til að bæta efnahagslífið á Spáni, Ítalíu, Grikklandi og Portúgal.

Hagfræðingurinn Roger Bootle spyr evru-sinna eftirfarandi spurninga:

Could the euro’s supporters please tell us how the continent is going to recover? And if they cannot, would they please tell us how the political and social systems of Europe can cohere as unemployment mounts? After that, perhaps they should ask themselves quite why they still support the euro. Is it now merely a case of “always keeping a hold of Nurse, for fear of finding something worse”?

Til skamms tíma var evran helsta röksemd ESB-sinna á Íslandi fyrir því að við ættum að ganga í Evrópusambandið. Lítið fer núna fyrir áróðrinum um ónýta króna og evru-hagsæld. 


mbl.is 48,1 milljón án vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Ítalía þarf 30 prósent gengisfellingu til að bæta samkeppnisstöðu sína. Grikkir þurfa líklega 70 prósent gengisfellingu - og stórfelldar afskriftir."

Ísland þarf rúmlega 100 prósent gengisfellingu til að bæta samkeppnisstöðu sína - verði fjórFLokkurinn áfram við völd eftir næstu kosningar.

Árið 1944 var íslenska krónan á pari við þá dönsku. Árið 2012 færðu 22 ISK fyrir hverja danska - ef þú ert heppin(n). Þá er eftir að geta þess að íslenski fjórFLokkurinn taglskerti krónuna um tvö núll í millitíðinni!

Eigum við bara ekki að vera sammála um að fara þriðju leiðina Páll: Útiloka ESB, útiloka fjórFLokkinn og leyfa íslensku þjóðinni að lifa?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 13:35

2 identicon

Undarlegt þetta fjórflokkstal.

Nú hafa allir fengið að sjá hvað vinstri elítan hefur upp á að bjóða.  Eftir hrun vex eymd og volæði.  Því miður var við því að búast með ESB umsóknum og fleiru vitlausara.

Það er ekkert að fjórflokkinum.  Það vantar bara heilbrigða skynsemi hjá mörgu fólki innan þessara hópa.  Og heimska núverandi ráðandi aflanna verður aldrei afökuð með fjórflokkssnakki.  Það eru nú einu sinni tveir flokkar sem fengu mjög góða kosningu síðast.  

jonasgeir (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 14:31

3 identicon

"Það er ekkert að fjórflokkinum.  Það vantar bara heilbrigða skynsemi hjá mörgu fólki innan þessara hópa."(!)

Erfitt að toppa svona snilldarathugasemd um mestu meinsemd lýðveldistímans.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 15:08

4 identicon

Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað.  Ágæti Hilmar Hafsteinsson, hér er verið að ræða um vandamál evru ekki krónu.  Ert þú kannski sendur hingað til að dreifa athyglinni frá umræðunni?

gunnar (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 15:22

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Málið er reyndar og staðreyndin að Evran er að hjálpa Evrópu við að fást við efnahagslegan samdrátt em er glóbalt fyrirbrigði. Glóbalt. þá er mjög gott að hafa sterkan stöðugan gjldmiil ss. Evru. þetta er vel þekkt og samþykkt.

Nú, með atvinnuleysi per se, þá er staðreyndin það að aðeins er örlítið ris í atvinnuleysi að meðaltali frá um 2000. Eitthvað 1-2% meira að meaðltali. það er ekki neitt neitt. það er Evrunni að þakka. Án Evru væri atvinnuleysi miklu meira.

Jafnframt væri eiginlega ágætt að Andsinnar færu að ákveða sig viðvíkjandi því hvort það sé vont eða gott ef að Evran mundi td. veikjast gagnvart dollar. það væri alveg prýðilegt og afar hjálpsamt ef þeir færu að ákveða sig.

Hérna djöfluðust þeir ásamt sorp og própagandaritinu LÍÚ-Mogga í nokkur misseri á því að Evran væri alltaf að hrynja. Hún var bra að falla uppá hvern dag hérna. Svo kemur næsta törn hjá Andsinnum (Vegna þess að búið er að sanna fyrir þeim að Evran hefur verið ótrúlega stöðug í mörg, mörg ár og frá upphafi má segja.) - þá skeður það í undarlegum hugarórum Andsinna að það er alveg óskaplegt að Evran skuli ekki hrynja! Hún á barasta að falla og þá verður allt ígúddý! það er nýja línan hjá þeim.

Svo mikill hafragrautur í haus Andsinsinna og heimsýnarspekinga að ætti aðverðlauna einhvernveginn og forestagarmurinn gæti veitt þau verðlaun ásamt orðuáhengingum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.12.2012 kl. 16:29

6 identicon

Já Hilmar. Er það ekki?

Varla ykist skynsemin við að breyta nöfnunum, eða hvað?

Er Guðmundur Steingrímsson orðin snillingur?

jonasgeir (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 16:36

7 identicon

Það eru aðallega lúserar úr Samfylkingu sem tala niðrandi um "fjórflokkinn"

Málið er það, að Samfylkingar sjá fyrir endann á fjögurra ára samfelldu ríkisstjórnarklúðri, og vita að Samfylkingin verður í varanlegri útlegð, ásamt litla útibúinu í VG.

Örvæntingin hefur svo rekið Samfylkta til að stofna nýtt flótta-framboð, utan hins svokallaða fjórflokk, sem á að vera nýr og betri flokkur.

Helstu forráðamenn hins nýja og betri flokks með bjarta framtíð, eru víst gamlir þingmenn úr fjórflokknum, n.t.t. úr gamla spillta Samfylkingarfjórflokknum.

Ástæðan að þessi flótti er rakinn er sá, að nýi óspillti bjarti flokkurinn, hefur nákvæmlega sömu helstefnu í ESB málum, og er að gera út af við gömlu spilltu Samfylkingu og litla VG útibúið.

Vitaskuld kemur það ekkert á óvart, að stuðningsmenn Samfylkingar viðurkenni opinberlega, að flokkurinn sé ónýtur, aðdáendur litla VG útibúsins hafa fyrir löngu gegnið í gegnum það sársaukafulla ferli, það sem kemur á óvart er, að stuðningsmennirnir skuli virkilega trúa því, að fólk almennt trúi því, að nýji óspillti ekki-fjórflokkurinn, sem er skipaður fólki úr fjórflokknum, sé betri en "fjórflokkurinn"

Annars gleður það mig óseingjanlega, svona á aðventunni, að Samfylkingunum, nafna mínum Hilmari, og Ómari, graftarnöbbum íslenskrar umræðu, skuli líða illa yfir gengi evrunnar og ESB almennt. Strákar mínir, þetta á bara eftir að versna.

Hilmar (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 17:25

8 identicon

gunnar (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 15:22: Ég læt engan "senda mig" gunnar. Ert þú kannski aum senditík fjórFLokksins?

jonasgeir (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 16:36: Flokkaflakkarinn Guðmundur Steingrímsson er verkfræðilegt hönnunarafrek, svona álíka misheppnaður og faðir hans sem kom verðtryggingunni á koppinn um leið og hann stærði sig af því að hafa stolið frá gamla fólkinu.

Hilmar (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 17:25: Litlu verður Vöggur feginn nafni. Hins vegar verð ég að hryggja þig með því að samspilltur hef ég aldrei verið. Það er hins vegar eftir sjálfspilltum ormagryfjum að draga Íslendinga í pólitíska dilka.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband