Afsögn prúðmennis

Evran er eitt sterkast tákn um samstarf Evrópuríkja og því leiðir mun Evrópusambandið standa með gjaldmiðlinum, sagði Barroso forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins þegar hann tók við friðarverðlaunum Nóbels fyrir hönd sambandsins.

Gjaldmiðill þarf fyrst og fremst að þjóna hlutverki sem miðlari verðmæta. Með því að hlaða á evruna níðþungum aukahlutverkum, s.s. að stuðla að pólitískri sameiningu Evrópu, er gjaldmiðillinn látinn axla ábyrgð sem hann ræður ekki við.

Evran skilur eftir sig sviðna jörð í Suður-Evrópu vegna þess að skráð gegni hennar miðast við þarfir Norður-Evrópu, einkum Þýskalands.

Suður í Róm situr starfsstjórn embættismanna undir stjórn Mario Monti en hann er smurður Brussel-agent, ber sinn hluta ábyrgðarinnar á innleiðingu evrunnar á Ítalíu, og var gagngert fenginn til að leiða landið í gegnum evru-kreppuna. Um helgina gafst prúðmennið Monti upp á hlutverki sínu og skilaði inn afsögn sinni.

Ástæðan er sú að flokkur Berlusconi dró tilbaka stuðning sinn við starfsstjórn Monti. Berlusconi ætlar sjálfur í framboð til að bjarga Ítalíu frá evrunni.

Þegar Ítalir standa frammi fyrir vali á evru annars vegar og hins vegar hagsæld þá fórna þeir evrunni. Nema hvað. 


mbl.is ESB mun standa með evrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Ástæðan er sú að flokkur Berlusconi dró tilbaka stuðning sinn við starfsstjórn Monti. Berlusconi ætlar sjálfur í framboð til að bjarga Ítalíu frá evrunni."

Ehhh..., smá misskilningur hjá þér Páll. Ungmeyjaskelfirinn Berlusconi ætlar sjálfur í framboð til að bjarga eigin skinni frá fangelsisdómum.

Bubbi blámannakóngur, besti vinur Berlusconi, þarf hins vegar ekki að kvíða Hæstaréttardómum. Hann starfar við að LÍÚ-a að þjóðinni í boði LÍÚ, en það þekkir þú nú reyndar betur en ég.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 11:59

2 identicon

   Það er ekki evran sem skilur eftir sig  sviðna jörð heldur vondir stjórnmálamenn. Alveg  eins og hrunið hér. Þá sviðnaði  jörð og upphafið má rekja  til vondra stjórnmálamanna.

Eiður (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband