Evru-kreppan eykst, Bretar með ESB-aðild í þjóðaratkvæði

Endurkoma Berlusconi í ítölsk stjórnmál og afsögn starfsstjórnar Monti munu dýpka vandræðin á evru-svæðinu þar sem Ítalir hægja á eða hætta við kerfisbreytingar sem nauðsynlegar eru til að lækka skuldir ríkissjóðs. 

Eftir því sem vandræðin aukast í evru-samstarfi 17 ríkja af 27 samtals í ESB vex óánægja almennings i Bretlandi með aðildina að Evrópusambandinu. Boris Johnson, borgarstjóri í London og líklegur arftaki Camerons forsætisráðherra, segir að Cameron mun líklega boða til þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi þar sem einn kosturinn verður að Bretland segi sig úr ESB.

Vandræði Evrópusambandsins almennt og evru-svæðisins sérstaklega mun aukast á næstu misserum og árum. Eina vitræna afstaða Íslands er að afturkalla ESB-umsóknina og sjá hverju fram vindur í álfunni.


mbl.is Endurkoma risaeðlu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur Samfylkingin nokkru sinni haft " vitræna" afstöðu til ESB ??!

 Strúturinn stingur höfðinu í sandinn án " vitrænnar" afstöðu !

 Er nokkur munun þarna á ?? !

Kalli Sveinss. (IP-tala skráð) 9.12.2012 kl. 21:29

2 identicon

Ég óska Bretlandi, einu fyrrum nýlenduherraveldisins sem hefur gert raunverulega iðrun, yfirbót og bætt fyrir sín brot, allrar hamingju og heilla. Megi Bretland aftur ganga á Guðsvegum og losa sig út úr þessu kúgunnarbandalagi óvina mannkynsins. Nýtt mannkyn! Nýtt heimsskipulag! Land of hope and glory! Megi von og dýrð ríkja þar á ný!!!

Paddington (IP-tala skráð) 10.12.2012 kl. 09:20

3 identicon

Megi allar bresku eyjarnar, lönd forfeðra vorra, verða laus undan áþján Stór-Þýskalands!!! http://www.youtube.com/watch?v=vpEWpK_Dl7M Megi dagurinn koma fljótt þegar við komumst að sannleikanum um fortíð okkar og uppruna! http://www.youtube.com/watch?v=bKaJ4b0XYmI Megum við, sönn börn Keltanna, taka ástfóstri við okkar eigin uppruna á ný og losna undan áþján og kúgun fortíðarinnar http://www.youtube.com/watch?v=7MG27BKwjaI

Hope and Glory! (IP-tala skráð) 10.12.2012 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband