Atkvæði greitt VG er atkvæði með ESB-aðild

Allt yfirstandandi kjörtímabil hefur ríkisstjórnarflokkuirnn VG reynt að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. VG sveik kjósendur flokksins og stefnuskrá þegar flokkurinn myndaði ríkisstjórn með Samfylkingunni á þeim grunni að Ísland sækti um aðild að Evrópusambandinu.

Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir og staðfasta andstöðu þjóðarinnar við ESB-aðild, að ekki sé talað um hörmungarástandið í ESB, forherðist VG og neitar að afturkalla umsóknina.

VG ætlar að ganga til kosninga og fá umboð kjósenda til að halda áfram svikferlinu frá 16. júlí 2009.

Heimssýn vakti athygli á því að verkefni fullveldissinna er að minnka fylgi VG niður fyrir 5% og þannig fækka ESB-flokkum á alþingi um einn. VG brást illa við og málgagn þeirra, Smugan, nánast sagði berum orðum að Heimssýn ætti að sýna VG hollustu vegna þess að Steingrímur J. og Árni Þór voru einu sinni félagsmenn.

Málgagn VG virðist líta svo á að Heimssýn eigi að haga sér eins og dótturfélag VG og lýsa fyrir sérstöku trausti á framgöngu VG í ESB-málum. 

Blogg Heimssýnar í morgun tekur af öll tvímæli: Heimssýn er ekki deild í VG.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heimssýn - Skammsýn - er samansafn af heimalningum með þröngan horizon og stútfullir af kjána þjóðrembing. Þjóðinni til skammar, út á við sem inn á við.

Gamlir kerfiskallar eins og Arnalds og Styrmir sem ganga ekki lengur á öllum kertum, samt blaðrandi út og suður. Og innbyggjarar hlusta! 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.12.2012 kl. 11:25

2 identicon

Er það Haukur? Er það virkilega Heimssýn að kenna þegar fylgið hrynur af VG?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.12.2012 kl. 11:46

3 Smámynd: Elle_

Aldrei fyrr hef ég verið eins viss um að Haukur Kristinsson er enginn annar en Ómar Bjarki Kristjánsson þó mig hafi grunað það lengi og það hafi verið fullyrt.  Nákvæmlega sama ´innbyggjara´ og ´kjána-þjóðrembings´ kjaftæðið og rakaleysið.

Elle_, 9.12.2012 kl. 12:13

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Gagnrýni "Hauks Kristinssonar" er dæmigerður pirringur og sleggjudómar ESB sinna út í alla þá sem ekki vilja sjá villuljósið frá Brussel.

Staðreyndirnar eruþær að Heimssýn eru þverpólitísk fjöldasamtök með yfir 6000 einstaklinga og öfluga starffsemi um land allt.

Samtökin berjast harðri baráttu fyrir áframhaldandi sjálfsstæði og fullveldi þjóðarinnar án ESB helsis.

Samtökin hafa gríðarleg áhrif sem sést best á því að mikill meirihluti þjóðarinnar styður stefnumál Heimssýnar um að Ísland eigi að halda sig frá ESB áþjáninni !

Gunnlaugur I., 9.12.2012 kl. 12:18

5 Smámynd: Snorri Hansson

" stútfullir af kjána þjóðrembing. Þjóðinni til skammar, út á við sem inn á við."

Meitluð rök sem ekki verða sniðgengin,eða þannig .

Snorri Hansson, 10.12.2012 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband