Júdasarrök ESB-sinna í VG

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu var send vegna beinna svika þingmanna VG við yfirlýsta stefnu flokksins um að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan ESB en innan. Svikin fóru nokkrum vikum eftir síðustu þingkosningar.

Þingmenn VG í Reykjavík, sem sviku 16. júlí 2009 leita eftir endurnýjuðu umboði frá kjósendum og boða til forvals í því skyni um helgina. Samantekin ráð þeirra og annarra frambjóðenda í forvalinu er að þegja um afstöðu sína til Evrópusambandsins.

Hjörleifi Guttormssyni, fyrrverandi iðnaðarráðherra og einnn af stofnendum VG, tókast að svæla fram viðbrögð eins 16-júlí þingmannanna. Rökin fyrir þögn frambjóðenda VG í Reykjavík eru sem sagt að óþarfi væri að nefna andstöðuna til ESB-umsóknarinnar því að stefna flokksins væri svo skýr.

Hjörleifur rýnir í þessi rök og greinir þau á þennan veg: geðklofi á alvarlegu stigi.

Gefum Hjörleifi orðið

„ ... ég vil ljúka umsóknarferlinu svo við getum fellt umsóknina í þjóðaratkvæðagreiðslu." er stefnuyfirlýsing af hálfu Svandísar í þessu bréfi. Hér er ekki lengur talað um að gera þurfi málið upp fyrir kosningar, eins og hún og Katrín og jafnvel Árni Þór voru að orða síðsumars. Nú er boðskapurinn að gera aðildarsamning við ESB fyrir hönd Íslands svo að „við" getum fellt hann í þjóðaratkvæðagreiðslu. Fátt sýnir betur þann gapastokk sem VG-forystan sem aðili að ríkisstjórn hefur komið flokknum og þjóðinni í með framferði sínu, ábyrgð meirihluta Alþingis ekki undanskilin. Ríkisstjórn sem gerir skuldbindandi aðildarsamning við ESB er að sjálfsögðu ábyrg fyrir honum ásamt þeim stjórnmálaflokkum sem að henni standa. Enginn ágreiningur er um það hérlendis að slíkan samning, ef gerður yrði, beri að staðfesta eða fella í þjóðaratkvæðagreiðslu. Að stofna til slíkrar vegferðar af stjórnmálaflokki sem er andvígur aðild ber hins vegar vott um alvarlegan geðklofa.

Þingmannaliðið í VG þykist vera á móti ESB-aðild en vinnur hörðum höndum að aðild Íslands að Evrópusambandinu. Dante var með sérstakan stað fyrir svona fólk þegar hann orti um afleiðingar svika.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.telegraph.co.uk/culture/culturepicturegalleries/9267162/The-nine-circles-of-hell-from-Dantes-Inferno-recreated-in-Lego-by-Mihai-Mihu.html

Mið grænn (IP-tala skráð) 22.11.2012 kl. 13:37

2 identicon

Valdasýki og fasísk forræðishyggja rak VG til að svíkja yfirlýsta stefnu gagnvart ESB.

Þetta er hættulegur hópur fólks.

Karl (IP-tala skráð) 22.11.2012 kl. 14:09

3 identicon

Sæll.

Snýst þetta ekki bara um að fá að lafa á þingi eða í ráðherrastól lengur? VG trúa hótunum Sf um að slíta samstarfinu ef umsóknin verður afturkölluð.

Við getum vonandi huggað okkur við að mikið af þessu liði sem nú er í Sf og VG fær reisupassann næsta vor :-)

Helgi (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband