Hvort er Illugi að skrapa botninn eða skjóta sig í fótinn?

Illugi Gunnarsson keppir við Hönnu Birnu um forystusætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Illugi er maður tækifærisins.

Sem aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar stóð hann að stofnun Heimssýnar 2002 og talaði á fundum um fullveldið og andstöðu við inngöngu í Evrópusambandið. Í desember 2008 tók Illugi aftur á móti samfylkingarlínuna um að sækjast eftir aðild að Evrópusambnadinu. Grein Illuga og Bjarna Ben. var skammarleg tækifærismennska.

Í janúar 2002 var Illugi með Davíð á alræmdum fundi í London þar sem Baugsveldið reyndi að múta forsætisráðherra Íslands með ,,sporlausum peningum." Skyldi ætla að Illugi kveikti á perunni um að Baugur sé ekki heppilegur félagsskapur. Nei, haldiði ekki að vinurinn dúkki upp í sjálfum Baugsbankanum, Íslandsbanka, þar sem hann administreraði Sjóði 9 og varð að hverfa af þingi fyrir vikið þegar sjóðurinn lenti í smásjánni eftir hrun.

Traustið vex ekki beinlínis á Illuga þegar helstu samherjar hans eru ESB-sinnar í Sjálfstæðisflokknum. En kannski er staðan svo gjörtöpuð Illuga að sérhver tugga verður hey í þeim harðindum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér sýnist honum ganga mjög vel, enda er "Sjálfstæðis"flokkurinn mjög veikur fyrir ESB.  Hann gengur hér í stíl formanns síns. 

Það ætti ekki að koma neinum á óvart og ég vil bara benda heiðarlegum gamaldags sjálfstæðismönnum á að atkvæi greitt D í komandi þing-kosningum, er ávísun á stjórn með samFylkingunni og áframhaldi aðlögunar og endanlegrar yfirtöku Íslands af stór-Þýskalandi og Habsburgarslektinu.  Missi fullveldis okkar.  Þetta vita allir sem vilja sjá í hvað stefnir með D og sérhagsmunaklíku þess flokks.  Kominn tími til að fólk glenni upp augun og viðurkenni þetta, sem er augljóst öllum sem vilja sjá:

D með þeim fóstbræðrum, Bjarna og Illuga, er ekki treystandi fyrir húshorn, því þeir hringsnúast sem aular ... sem stefnulaus reköld. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.11.2012 kl. 21:09

2 Smámynd: Elle_

Eg ottast það sama og Pétur Örn.  Það væri hryllilegt að hafa landsöludrusluflokkinn aftur við völd.  Það versta sem gæti komið fyrir okkur væri líkl. þessir 2 flokkar aftur saman í ríkisstjórn.

Elle_, 21.11.2012 kl. 21:39

3 Smámynd: Elle_

Gefið að VG með Kötu og Steingrími og litla hjálparliði forystunnar hafi engan mátt og hverfi.

Elle_, 21.11.2012 kl. 21:57

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Fjandi gott að láta fletta fyrir sig syndaregisteri þeirra sem damla með,en hnykla hvorki vöðva né gnísta tönnum. Auðvitað skal meta fágaða framkomu,en það sannfærir mig enginn,sem ekki sýnir stöku sinnum gneistandi eldmóð. Mætti leggja hönd á hjartastað og lofa að vinna af heilum hug að sjálfstæði Íslands. En Pétur!,Bjarni og Illugi eru ekki þeir einu í Sjálfstæðisflokknum,en Bjarni er auðvitað formaður. Ég tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kraganum,þar sem ég hef ævinlega stutt Jón Gunnarsson,það á eftir að kveða mikið að honum.

Helga Kristjánsdóttir, 21.11.2012 kl. 23:35

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm ætli ískalt mat verði þar ekki ofan á þegar til þess kemur.  En annars nei og aftur nei við því að Sjálfstæðisflokkurinn komist aftur til valda með Samfylkingunni, þvílík martröð að hugsa til.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2012 kl. 00:34

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæl vinkona,varla haldast ,þau, hönd í hönd,inn í draumalönd,eins og í textum stendur. Skrítið hve margir gleyma Framsókn, þegar fólk er ráðvillt kýs það Framsókn,nú ærist Óakar Helgi,ef hann er á vappi.

Helga Kristjánsdóttir, 22.11.2012 kl. 00:47

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hallast nú að þvi að Hanna Birna sé betri kostur en Illugi af tvennu illu.  Hún er held ég hreinni manneskja en Illugi sem hleypur út undan sér sjálfum sér til hagsbóta ef þannig stendur í bólið hans.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2012 kl. 01:04

8 identicon

Sammála flestu framansögðu.

Sigurður (IP-tala skráð) 22.11.2012 kl. 02:23

9 identicon

Tek undir með Pétri Erni. Það er toppfólk þarna á lista en það er ekki hægt að kjósa flokkinn með þessum formanni.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.11.2012 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband