Bretar kveðja ESB

Evru-ríkin 17 í Evrópusambandinu freista þess að bjarga gjaldmiðlasamstarfinu með ,,meiri Evrópu," sem er orðtak um aukinn samruna. Þau tíu ríki Evrópusambandsins, sem ekki eru með evru sem þjóðargjaldmiðil, verða að finna sér stöðu utan ESB.

Danir, Svíar og Pólverjar munu standa álengdar og sjá hvað verða vill með evru-samstarfið. Bretar, á hinn bóginn, eru á leiðinni út úr Evrópusambandinu. Rík krafa er í Bretlandi að fá tilbaka frá Brussel valdheimildir sem fluttar hafa verið á meginlandið undanfarna áratugi, t.d. á sviði dómsmála.

Breski blaðamaðurinn Jeremy Warner var á ferð í Þýsklandi nýlega. Þrátt fyrir að margt sameini Þjóðverja og Breta, t.d. afstaða til ríkisfjármála, er sá grundvallarmunur að Þjóðverjar líta á evruna sem gjaldmiðil sinn sem verði að verja fram í rauðan dauðann en Bretar búa að sínu pundi. Til að verja evruna verður að stórauka samrunaferlið í Evrópusambandinu og Bretar er fyrir löngu búnir að fá nóg af slíku.

Á næstu misserum verður viðskilnaður milli Bretlands og Evrópusambandsins, þótt úfærslan liggi ekki fyrir enn.


mbl.is Meirihluti Breta vill úr ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, er það ekki furðulegt, að á sama tíma og sumar þjóðir, þar á meðal Bretar og jafnvel Finnar, eru að hugleiða og jafnvel vinna að úrsögn úr þessum klúbbi, þá vill Össur endilega teyma okkur þangað inn og skilur sjálfsagt ekkert í þessum þjóðum, sem finnst ekki gott að vera þar inni? Ég veit eiginlega ekki á hvaða máli þarf að tala við forystu ríkisstjórnarinnar til að hún heyri og skilji, hvað er í gangi úti í Evrópu, og opni augu sín fyrir því, að við eigum ekkert erindi þangað inn á þessum tímum.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.11.2012 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband