Stjórnarskrá Samfylkingar, nei takk

Umboðslaust stjórnlagaráð setti saman drög að stjórnarskrá og tók út nokkur atriði sem þóttu líkleg til lýðhylli og gerði um þau skoðanakönnun. Þessi drög og niðurstaða könnunarinnar eru málfundaæfingar sem geta aldrei orðið að stjórnarskrá.

Verkefni stjórnarandstöðunnar á þingi er að kæfa í fæðingu stjórnarskrá Samfylkingar.

Punktur.


mbl.is Mikilvægt að meta heildaráhrif frumvarpsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Alþingi skipaði og fól stjórnlagaráði að gera tillögu að nýrri stjórnarskrá á nákvæmlega sama hátt og þingið hafði falið fjölda stjórnarskrárnefnda í meira en 60 ár sama verkefni. Það er nýtt fyrir mér að allar þessar nefndir hafi verið umboðslausar og ólöglega skipaðar. Hafi það verið svo, hvers vegna var skipun þessara nefnda aldrei kærð, hvorki nú né í öll hin fyrri?  

Ómar Ragnarsson, 14.11.2012 kl. 19:22

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hæstiréttur Íslands úrskurðaði umboð þeirra sem kosnir voru á stjórnlagaþing ólögmætt.

Sigurgeir Jónsson, 14.11.2012 kl. 20:33

3 identicon

Ómar minn, Samfylkingin hefur fullkomna heimild til þess að skipa ráð og nefndir, af því að flokkurinn er með meirihluta á Alþingi, með VG hækjunnni.

Meirihluti Alþingis getur hagað sér eins og fífl í stjórnarskrármálum, skipað ráð og nefndir út og suður, sett á fót starfshópa, óskað ef eftir eftir álitum, sem hann fer eða fer ekki eftir, og sóað fjármunum og tíma þings og þjóðar.

Hitt er það sem þessi Samfylkingarmeirihluti getur ekki gert, og það er að breyta stjórnarskránni. Því í sjálfu sér ekkert að kæra. Eins skrýtið og það er, þá er þessi iðja ykkar ekki ólögleg.

Hitt er svo skylda stjórnarandstöðunnar, að stöðva ykkur í því að eyðileggja stjórnarskrána og einfalda aðlögun að ESB.

Þetta brölt ykkar verður svo endanlega skotið niður í næstu kosningum.

Og auðvitað slepptir þú því sem skiptir máli, og það er að í 60 ár hafa menn gert beytingar á stjórnarskránni í sátt og samlyndi. Þetta er í fyrsta sinn, sem Alþingi er sundurtætt af ofríki og kúgun í stjórnarskrármálum.

Og þú góði, er gerandi í því. Svei þér!

Hilmar (IP-tala skráð) 14.11.2012 kl. 20:39

4 identicon

Ég hafði ekki hugmynd um að þú Ómar Ragnarsson værir undirlægja samfylkingarinnar fyrr en eftir stjórnlagaráðskosningar.

Er frekar svekktur yfir ykkur öllum í stjórnlagaráði fyrir að svíkja ykkar kjósendur í þessu máli :(

Geir (IP-tala skráð) 14.11.2012 kl. 23:39

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Eftir því sem ég best veit og skil, þá höfðu stjórnvöld fullt leyfi til að skipa þetta stjórnlagaráð. Stjórnlagaráð var raunverulega kosið af þjóðinni, hvað sem einhverjum langar að ógilda þá staðreynd!

Svo einfalt er það!

Lýðræðið og réttlætið er lykillinn að velferð. Það eru engin geimvísindi né heimsspeki, heldur raunveruleikinn.

Það krefst raunverulegar réttlátrar gagnrýni almennings, hvers vegna öll stjórnsýslan velur, (í samvinnu við formenn allra flokka), að stíga alltaf hikandi og ó-staðföst hálf-skref í þessum undarlega stjórnsýslu-embættismanna-dansi!

Þetta virðist allt vera einn stór pólitískur blekkingarleikur, sem allir flokks-formenn taka þátt í, og spila jafnvel ó-meðvitað með embættismanna-kerfis-spillingunni dauðadæmdu!

Ég ætla engum svo illt að hafa ætlað sér í upphafi, að taka meðvitað þátt í pólitísku svikaleikriti. Fólk er oft leitt á braut sem það á ekki afturkvæmt frá, í þessu lífi.

Nú reynir á réttláta og ó-hikandi gagnrýni almennings! Þannig virkar lýðræðið! Lýðræði fæst ekki án réttlátrar baráttu. Það er gamall og nýr sannleikur, sem fellur aldrei úr gildi!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.11.2012 kl. 23:53

6 Smámynd: Elle_

NEI, það var ekki kosið af þjóðinni.  Ekkert ´ráð´ var kosið af þjóðinni.  Það sem þjóðin valdi, eftir að Jóhanna og co. höfðu pínt óþarft málið í gegn með ofbeldi, eins og vanalega, var ógilt af Hæstarétti eins og Geir sagði að ofan.

Elle_, 15.11.2012 kl. 00:07

7 Smámynd: Elle_

Sigurgeir sagði það að vísu.

Elle_, 15.11.2012 kl. 00:08

8 identicon

Þetta er bara algerlega satt hjá Elle, Til þess höfum við dómstóla að dæma, svo að ekki þurfi að búa við yfirgang stjórnarmeirihluta hverju sinni. Allur hæstiréttur var sammála og rökstuddi allt í dómi sínum vandlega. Og þótt svo hefði ekki verið, vildi aðeins þriðjungur þjóðarinnar koma nærri því að velja fólk til að kollvarpa stjórnarskránni. Sem er merkilegt, því að langdrægt hver einasti kjósandi átti frændfólk eða kunningja, sem voru í framboði.

Sigurður (IP-tala skráð) 15.11.2012 kl. 00:32

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hilmar segir; Í 60 ár hafa menn gert breytingar á stjórnarskránni,í sátt og samlyndi, og fyrirgefðu Hilmar, en í fyrsta sinni sem Alþingi er sundurtætt af ofríki og kúgun í stjórnarskrármálum. Allir,já allir sem hafa eitthvað í kollinum vita hvað bjó þar undir! Með sama tilgangi hefur þessi verslings stjórn,unnið í hverju einasta máli frá því hún varð til.Nokkuð einkennilegt að stjórnlagaráðsmenn, sæu ekki þá grafalvarlegu hluti sem þeir voru að vinna með,vitandi hvert þessi ríkisstjórn stefndi með þjóð sýna.

Helga Kristjánsdóttir, 15.11.2012 kl. 02:08

10 Smámynd: Elle_

Svo ætla þeir sem gera lítið úr dómi æðsta dómstóls landsins að tala um lýðræði og réttlæti.  Það var þá lýðræðið og réttlætið, kúgun stjórnmálaflokks, eins og í ICESAVE-málinu, eins og í öllum málum.

Elle_, 15.11.2012 kl. 07:09

11 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sú fullyrðing að stjórnlagaþingi, síðar stjórnlagaráði, hafi verið falið það hlutverk að semja nýja stjórnarskrá er ekki rétt.

Samkvæmt þeim lögum sem Alþingi samþykkti um stjórnlagaþing og stjórnlagaráði var síðan gert að vinna eftir, voru tiltekin ákveðin atriði stjórnarskrár sem taka átti til skoðunar, sum til efnislegrar skoðunar, en önnur til samræmingar við nútíðina. Þá var lagt til að skoðað yrði hvort setja ætti heimild afsals lýðræðis til Alþingis. Þetta var það verkefni sem stjórnlagaþing átti að vinna. Auk þess var því heimilt að skoða aðrar greinar stjórnarskrárinnar, með tilliti til endurskoðunnar. Hvergi er minnst á það í þessum lögum að stjórnlagaþing, síðar stjórnlagaráð, hafi átt að semja nýja stjórnarskrá. Það vald tók ráðið sér sjálft.

Að tala um kosningu til stjórnlagaþings í sambandi við hugmyndir þær er nú liggja frammi um nýja stjórnarskrá, er auðvitað út í hött. Sú kosning var dæmd ómerk. Stjórnlagaráð var skipað af meirihluta Alþingis og sú staðreynd að sömu aðilar voru valdir í það ráð og hluti kosningu í hinni ómerku kosningu, var einfaldlega til að einfalda málið. Alþingi hefði þess vegna getað skipað hvern þann sem það vildi og var ekkert bundið af þeirri ómerktu kosningu á neinn hátt.

Ég hvet alla til að lesa niðurstöðu lögfræðinefndarinnar um þá tillögu sem stjórnlagaráð lét frá sér. Sérstaklega þá áfellisdóma sem koma fram í kaflanum sem kallaður er "aðrar ábendingar". Hann er virkilega fróðlegur og nánast dæmir þessa tillögu úr leik!

Gunnar Heiðarsson, 15.11.2012 kl. 08:39

12 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Lög nr. 90, 25 júni 2010

3. gr.Viðfangsefni.     Stjórnlagaþing skal sérstaklega taka til umfjöllunar eftirfarandi þætti:
1.
Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar.
2.
Skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdmörk þeirra.
3.
Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins.
4.
Sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds.
5.
Ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan.
6.
Lýðræðislega þátttöku almennings, m.a. um tímasetningu og fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu, þar á meðal um frumvarp til stjórnarskipunarlaga.
7.
Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála.
8.
Umhverfismál, þar á meðal um eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda.

     Stjórnlagaþing getur ákveðið að taka til umfjöllunar fleiri þætti en getið er í 1. mgr.

Gunnar Heiðarsson, 15.11.2012 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband