Evru-sinni segir baráttuna tapaða

Stjórnmálamenn í Evrópu og embættismenn ESB tala enn eins og evru-samstarf 17 ríkja álfunnar sé varanlegt og óafturkræft. Fjölmiðlar og almenningur eru á hinn bóginn búinn að gefa gjaldmiðilinn upp á bátinn, segir þýski dállkahöfundurinn Wolfgang Münchau í Spiegel.

Münchau segir að leitarorðið ,,evra" á bóksölulista þýsku amazon-verslunarinnar gefa niðurstöður eins og ,,Tragedía evrunnar: sjálfseyðing kerfisins," og ,,Stöðvið evru-harmleikinn" og Evrópa þarf ekki evruna" og ,,Evran: leynileg saga nýja heimsgjaldmiðilsins." Loks gaf leitin þessa niðurstöðu: ,,evru-salernispappír."

Ofan á allar bækurnar sem formæla evrunni, segir Münchau, bætast dagblöð, allt frá götublaðinu Bild til Frankfurter Allgemeinen Zeitung, sem draga upp þá mynd að evrunni sé ekki viðbjargandi.

Münchau er hlynntur evrunni og Evrópusambandinu. En hann segir stríðið tapað þar sem samstaða er óðum að myndast í samfélagsumræðunni um að evran sé búin að vera.  ,,Hrun evrunnar þykir nánast vísindalega sannað," skrifar Münchau.

Líklegast er Grikkland verði sá vettvangur þar sem hrun gjaldmiðilsins opinberast. Aðeins þrjár niðurstöður eru fræðilega mögulegar. Í fyrsta lagi nýjar afskriftir fyrir Grikki, í öðru lagi sameiginleg skuldabréfaútgáfa evrulanda og í þriðja lagi að Grikkir yfirgefi myntsvæðið.

Engin samstaða mun nást um björgun Grikklands, segir sá þýski. Á næsta ári verður afhjúpuð stóra lygin um að hægt sé að bjarga Grikkjum, sem eru veikasti hlekkurinn. Þar með er úti um evruna.


mbl.is Áhrifamikil mótmæli í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef það væri hægt að "bjarga" Grikkjum, þá væri búið að "bjarga" Grikkjum, það er ekki flóknara en það.

Grikkjum innan evru verður ekki "bjargað", björg Grikkja felst í því að yfirgefa evruna.

Áherslan á að halda evrunni saman, verður til þess að drepa ESB, og auka spennu í Evrópu. Meðalgreindir stjórnmálamenn fá því sem sagt framgengt, að auka sundrungu með auknum samruna.

Hilmar (IP-tala skráð) 15.11.2012 kl. 08:08

2 identicon

Ef leitað er eftir "us dollar currency" á Amazon.com, þá eru þetta fyrstu titlarnir sem koma upp.

"The Dollar Meltdown:" og

"The Little Book of the Shrinking Dollar"

Er dollarinn að hrynja?

Jónas Kr (IP-tala skráð) 15.11.2012 kl. 08:27

3 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

Það vantar í þessa umfjöllun þá staðreynd að með því að fella evruna öðlast S-Evrópa samkeppnisstöðu sína í útflutningi. Hrein nauðung liggur við að menn bregðist fljótt við. Spánn er í mestri hættu. Þar er að þróast kennslubókardæmi um jarðveginn sem fasisminn og alræðið sprettur upp úr: Hugmyndafræðileg örvinglan hjá ungu fólki og upprisa ofstækismanna sem lofa einföldum lausnum.

Þýskaland er með netto greiðsluafgang "current account balance" upp á 275 MILLJARÐA dollara af útflutningsverslun sinni fyrir síðustu 12 mánuði. Þegar þeir gera upp dæmið munu þeir sjá að það sé þjóðhagslega hagkvæmara fyrir Þýskaland að borga óreiuðuskuldir Suður Evrópu en að sleppa þeim út úr krónni og fá ríkin sem verðuga keppinauta á heimsmarkaði á næsta degi. Þetta vita þjóðverjar manna best, vegna þess að það var þerra eigin snillingur og bjargvættur sem kom þýsku efnahagsvélinni í gang með sömu aðferð. Það var Dr. Ludwig Erhard, fjármálaráðherra V-Þýskalands á árinu 1947.

Á þessari siglingu gætu þjóðverjar greitt upp skuldir hinna föllnu ríkja á tíu árum. Spurningin er hvort þau samþykkja það og láta þar með hlekkja sig í þessi faðmlög til frambúðar. Sum þeirra munu klárlega þiggja það til þess að geta látið sér líða vel og fá sitt siesta .......

Guðmundur Kjartansson, 15.11.2012 kl. 09:28

4 identicon

Ég held að það sé útbreiddur misskilningur og mikil einföldun að um sé að kenna leti og ómennsku Suður Evrópu. Hafa ekki þessar þjóðir orðið fyrir barðinu á offramboði fjármagns sem þeir fengu lánað til að kaupa bíla og drasl af Þjóðverjum. Þjóðverjar eiga svo skuldirnar núna og til að fá þær greiddar er tekið veð í framtíðartekjum fólksins eða að þeir eignast allt sem bitastætt er í landinu. Ef Drachman hefði fengið að falla, hefði orðið meira spennandi að koma og sóla sig á ströndunum, kaupa bílana sem þar eru framleiddir o.s.frv. Þetta er það sem gerist þegar lönd með sömu mynt hafa ekki sama hjartslátt. Þá deyr einhver.

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 15.11.2012 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband