EES misnotað í þágu ESB-umsóknar

Evrópska efnahagssvæðið, EES-samningurinn, er bráðum 20 ára. Allan þann tíma hefur Ísland varið landið búfjársjúkdómum með hömlum á innflutningi á ófrosnu kjöti og lifandi dýrum.

Frétt Morgunblaðsins gefur til kynna að Evrópusambandið í samvinnu við samfylkingarembættismenn Össurar í utanríkisráðuneytinu ætli að túlka EES-samninginn upp á nýtt til að brjóta niður andstöðuna við ESB-umsókn Íslands.

Ef Brussel og Össur ætla að opna Ísland fyrir búfjársjúkdómum frá meginlandinu með vísun í EES-samninginn þá einfaldlega segjum við upp þeim samningi.

Stærsta fjöldahreyfing á Norðurlöndum, Nei til EU, heldur landsfund þessa helgina í Hamar í Noregi. Yfirskrift landsfundarins er JA TIL HANDELSAVTALE, NEI TIL EÖS sem útleggst á íslensku já við fríverslunarsamningi, nei við EES.

Eitt af því fáa sem ESB-sinnar á Íslandi og andstæðingar aðildar hafa verið sammála um hingað til er að láta EES-samninginn í friði. Ef ESB-sinnar ætla að beita samningnum í þágu ESB-umsóknarinnar þá er friðurinn úti.


mbl.is ESB biður ESA að skoða kjöthömlur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Embættismaður úr landbúnaðargeiranum þrýsti á ráðningu dýralæknis frá Danmörku segir Össur til að meta áhættu Íslands á að sameinast innri markaði ESB með lifandi dýr...

Hverslags niðurlæging er þetta eiginlega fyrir Íslenska dýralækna þegar litið er til þess að eitt af fyrstu verkum þessara Ríkisstjórnar var að segja upp nokkrum dýralæknum ef mig minnir rétt og lesa svo að danskur dýralæknir sé ráðinn vegna þrýstings...

Er Össur að láta álit sitt í ljós á Íslendingum eða hvað...

Það er sama kæruleysið hjá honum í garð okkar Íslendinga segi ég bara og verður mér hugsað til Icesave þar sem hann rómaði þá samninga sem þá bestu sem við gætum fengið og þegar hann svo þurfti að svara spurningum varðandi Icesave þá varð hann að viðurkenna það í pontu á Alþingi að ólesinn væri hann algjörlega á það sem hann væri samt sem áður að róma sem það besta...

Össur er ekki að hugsa um hag okkar Íslendinga það er hann búinn að sanna fyrir okkur Íslendingum eins og sínir sig í þessari frétt þar sem það var greinilega nóg að þrýsta bara á hann og danskur dýralæknir komin... 

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.11.2012 kl. 09:51

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Dýralæknir frá Danmörku! Hverskonar hundakúnstir eru eiginlega í gangi?

Árni Gunnarsson, 10.11.2012 kl. 10:34

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll kæri Páll.

Er ekki EU stytting fyrir Evrópusambandið ?

Mig minnir að þegar talað er um sambandið í Noregi að þeir tala um den europeiske union. Þess vegn hélt ég að EU væi stytting á því, en ekki á Evrópska efnhagssvæðinu sem er EES og að líkindum sagt í Noregi europeiske økonomiske samarbeidsområde.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.11.2012 kl. 12:30

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Í svona alvörumáli er varla við hæfi að hæðast að stjórnvöldum fyrir að velja danskan  dýralækni í stað dýralæknis með þekkingu á íslenskum búfjárstofnum, en miðað við allt og allt megum við þó þakka fyrir að ekki var ráðinn töfralæknir frá Afríku.

Kolbrún Hilmars, 10.11.2012 kl. 12:46

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

@predikarinn,

EÖS stendur fyrir EES-samninginn á norsku og þeir í Nei til EU vilja segja honum upp og gera í staðinn fríverslunarsamning við ESB. Og jú, EU stendur fyrir Evrópusambnadið á norsku.

Páll Vilhjálmsson, 10.11.2012 kl. 13:04

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Embættismenn og tollavinir hafa misnotað almenning í mörg ár.

Með hærri tollum, bönnum og höftum.

sem hækkar matarverð gríðarlega sem bitnar mest á almenningi og fátækum fjölskyldum sem þarf að kaupa í matinn

Sleggjan og Hvellurinn, 10.11.2012 kl. 20:17

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þakka þér kæri Páll.

Ég las þetta allt of hratt....... ;) ..!

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 13.11.2012 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband