Ólafur Ragnar aftur til bjargar vegna Samfylkingar

Samfylkingin í holdtekju formanns efnahags og viðskiptanefndar, Helga Hjörvar, liðkaði fyrir erlendum vogunarsjóðum að taka út gjaldeyri við búskipti íslensku bankanna. Gangi málið fram samkvæmt vilja Samfylkingar verður þjóðarbúið fyrir þungum búsifjum.

Samfylkingin kann ekkert og getur ekkert þegar kemur að efnahagsmálum. Icesave skuldbindingar sem flokkurinn ætlaði að leggja á Íslendinga voru út úr öllu korti. 

Ólafur Ragnar Grímsson forseti bjargaði okkur frá Samfylkingunni þegar hann vísaði Icesave-málinu í þjóðaratkvæði. Núna er enn á ný leitað til Ólafs Ragnars vegna ónýtra ákvarðana Samfylkingar. Við næstu kosningar verðum við að sjá til þess að Samfylkingin komi hvergi nærri stjórnarráðinu.


mbl.is Vilja að forsetinn beiti sér gegn útgreiðslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Alveg rétt hjá þér, merkilegt að menn skuli ekki minna Helga Hjörvar daglega á þessa vitleysu í honum.

Margir lesa þín pistla ágæti Páll og þú þarft að skrifa reglulega um það hve Helgi Hjörvar er þessum erlendu aðilum leiðitamur!! Svona vitleysa á að vera bæði HH og Sf dýr!!

Það sem gleymist er að þegar þessar útgreiðslur hefjast mun gengi krónunnar án efa gefa eftir með tilheyrandi verðbólgu, hækkun á eldsneyti, hækkun skulda OR og hækkun á húsnæðislánum. Heimili landsins mun því hafa úr minna að spila, ekki er það beysið fyrir!

Hvernig komast menn eins og HH á þing þegar þeir vita ekkert og skilja ekkert í efnahagsmálum? Mér fyndist þetta alveg í lagi ef ég þyrfti ekki að borga fyrir þessi mistök, bara hann, en ég þarf að borga fyrir ruglið í honum. Það er óásættanlegt!!

Venjulegt fólk þarf einhvers konar vörn eða skjöld fyrir stjórnmálamönnum sem vita ekkert í sinn haus!!

Helgi (IP-tala skráð) 10.11.2012 kl. 10:27

2 identicon

Þetta hlýtur að kalla á opinbera rannsókn.

Samfylkingin er góð í að krefjast þeirra.

Sú rannsókn hlýtur að hefjast með athugun á fjármálum þessa ógæfulega þingmanns.

Karl (IP-tala skráð) 10.11.2012 kl. 14:19

3 identicon

Ég trúi því ekki að hann Ólafur sé það fífl að hlusta á þessa smekklausu siðblindingja.

Ísland (IP-tala skráð) 10.11.2012 kl. 17:52

4 Smámynd: Elle_

A-ha, ´siðblindingja´ segir maður á háum hesti sem kallar sig ÍSLAND.  Gerum ÍSLAND endilega gjaldþrota fyrir Helga Hjörvar og hans al-vitlausa flokk. 

Ætli það liggi ekki annars þannig í málinu, eins og með ICESAVE-nauðung sama vitlausa flokks, að þau vilji landið gjaldþrota svo þau geti dregið okkur nauðug í náðarfaðm Stór-Þýskalands?

Elle_, 11.11.2012 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband