Samfylking hyglar Jóni Ásgeiri í nafni kvenfrelsis

Samfylking með aðstoð VG ætlar að samþykkja fjölmiðlafrumvarp handa skjólstæðingi sínum Jóni Ágeiri Jóhannessyni fyrrum Baugsstjóra og ekki-bankaræningja. Stuðningur vinstriflokkanna er metinn á 300 til 400 milljónir króna, samkvæmt Páli Magnússyni útvarpsstjóra.

Þeim sem finnst hálf-ankannalegt að vinstriflokkar styðji auðmann að halda fjölmiðlaveldi sínu geta nú andað rólega. Ari Edwald fjölmiðlastjóri Jóns Ásgeirs segir stuðningur við fallna Baugsstjórann dæmi um kvenfrelsisbaráttu 21. aldar.

Jón Ásgeir lét sumsé kennitölu fjölmiðlaveldisins á eiginkonuna og það er kvenfyrirlitning af verstu sort að agnúast út í stuðning Samfylkingar og VG við eiginkonur auðmanna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það hlýtur að liggja beinast við af útvarpsstjóra að skipa fréttastjóra sínum að kanna hvort þær spurningar sem hann viðrar í lok greinar sinnar, eigi við rök að styðjast.

Að hann komi þeim skilaboðum til Óðins að kanna tengsl hins fallna Baugsveldis við Samfylkinguna og hvort einhver óefnd loforð af hálfu þess flokks við eigendur þess fallana veldis, séu enn til staðar.

Gunnar Heiðarsson, 29.10.2012 kl. 19:39

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Öll valdaár vinstri norrænu tæru,voru fréttir beggja sjónvarpsstöðvanna nær samhljóma. Aldrei komst rödd andstæðinga Jóhönnustjórnar að,nema sem veikburða mal og þá yfirgnæft á stundinni.Silfur Egils í gær sannaði að Agli er ekki farið að lítast á blikuna,vitandi að stjórnarskipti eru handan við hornið.Losnað hefur um málbein Páls,þegar ríkisstjórnarflokkarnir sýna yfirgang sinn og hann reynir það á eigin skinni. Að Ruv.keppi við litlu fjölmiðlana um auglýsingar er ranglátt,þar sem þeir (Ruv.) fá drjúgar tekjur af nefskattinum,það þykir Páli líklega ekkert athugavert.

Helga Kristjánsdóttir, 30.10.2012 kl. 02:49

3 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Það er ljóta svínaríið, sem virðist vera í gangi þarna ?

Kv., KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 30.10.2012 kl. 06:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband