Ögmundur: ekkert var spurt um fullveldið

Ögmundur Jónasson innanríkisráherra vekur athygli á því í bloggfærslu að nýafstaðin atkvæðagreiðsla um hugmyndir stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá tók ekki fyrir mesta hitamál seinni tíma stjórnmála; afstöðuna til fullveldisframsals.

Ögmundur skrifar

Takmarkanir þessarar þjóðarkönnunar voru svo aftur hinar sömu og þær takmarkanir sem voru á spurningum Alþingis, sem beint var til þjóðarinnar. Þar var t.d. ekki spurt hvort fólk væri sátt við takmarkandi heimildir til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu hvað varðar fjármálaleg efni eða þjóðréttarlegar skuldbindingar, en þessar takmarkanir útiloka að þjóðin geti krafist atkvæðagreiðslu um fullveldisafsal, nefskatt og Icesave!

Þjóðarkönnunin, sem Ögmundur kallar svo, er giska takmörkuð þegar betur er að gáð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað var ekki spurt um fullveldisframsalið. Atkivæðagreiðslan var skoðanahönnun þar sem verkefni ríkisstjórnarinnar var parað saman við almennar hugmyndir um ákvæði sem vitað er að nokkuð breið samstaða er um enda ekki ágreiningur um þau sem slík í þinginu en nokkur um útfærslur (sem auðvitað leysist ekki með niðurstöðuni þar sem fullkláruð ákvæði voru ekki borin undir atkvæði).

Tilgangurinn var að draga fram sem flest "já" og færa ríkisstjórninni pólitísk skotfæri. Leikhúslýðræði af þessum  toga sérst ekki annarstaðar á vesturlöndum en á Íslandi undir sitjandi stjórn og ætti betur heima í Venesúela eða Bólivíu.

Að sjálfsögðu kom það ekki til greina að setja spurningu á kjörseðilinn sem gæti gert almenningi mögulegt að stöðva annað verkefni ríkisstjórnarinnar. Lýðræðisleiksýning er ekki til þess að almenningur fái að ráða einhverju.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 29.10.2012 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband