Óbærilegt atvinnleysi ASÍ er 3,8%, ESB atvinnuleysi er 10%

Alþýðusamband Ísland telur óbærilegt að 3,8 prósent skuli vera á Íslandi. Engu að síður reynir forysta ASÍ að troða landinu í Evrópusambandið þar sem atvinnuleysi er að meðaltali 10 prósent og upp úr.

Mótsagnir í málflutningi ASÍ eru á Richter-skala. Að hugsa sér að menn sem vilja láta taka sig alvarlega væli um 3,8 prósent atvinnuleysi þegar þeir vilja ganga inn í klúbb þar sem atvinnuleysið er viðurkennt hagstjórnartæki til að halda launum niðri.

Skrifstofuliðið hjá ASÍ er ekki á sömu plánetu og launafólk.

 


mbl.is Atvinnuleysið verður áfram mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Meðaltals atvinnuleysi það sem af er ári er 6,66%, þ.a.e.s. 6,66% þjóðarinnar þiggur bætur frá Vinnumálastofnun.

Þá eru ótaldir þeir sem þyggja bætur frá sveitarfélögunum og þeir sem eru á "óbeinum atvinnuleysisbótum" gegnum sérverkefni eins og Vinnandi Veg.

Rauntala atvinnuleysis er því m.v. ofangreint um 8,4-9% og við þá glettilega nálægt ESB.

Óskar Guðmundsson, 16.10.2012 kl. 22:25

2 identicon

Sæll.

Í dag er staðan þannig að það er óttalegur barnaskapur að miða við atvinnuleysistölur einfaldlega vegna þess að svo margir hafa flutt af landinu.

Er það ekki svo bráðlega sem mikill fjöldi atvinnulausra fellur í faðm félagslega kerfis sveitarfélaganna? Þá fara stjórnarliðar auðvitað að grobba sig af lágu atvinnuleysi og frábærum árangri.

Fólkið sem nú stjórnar veit ekki hvað snýr upp og hvað niður í efnahagsmálum :-(

Helgi (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 22:42

3 identicon

Norðmenn hafa sogað til sín alla smiði og verkfræðinga, þannig að þetta er villandi sýn á hlutina, atvinnuleysið væri mun hærra ef þeir væru enn hér á landi, svo má ekki gleyma íslendingum sem hafa frestað heimkomu og/eða farið erlendis til náms út af ástandinu, þannig að enn hefði bæst í atvinnuleysishópinn.

jón (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 23:14

4 identicon

Ísland er nú ekki eina landið í Evrópu þar sem að fólk flytur erlendis eða frestar heimkomu vegna atvinnuleysis, svo þetta gildir líka um hin löndin sem verið er að bera saman við. Sama á við um fólk á bótum, það fyrirfinnst líka í öðrum löndum. Samt er 10% atvinnuleysi að meðaltali í Evrópusambandinu.

Nú er ég ekki að segja að yfir 6% atvinnuleysi sé ásættanlegt en að kalla 3,8% atvinnuleysi "nærri óbærilegt" er út í hött og ekki til þess gert að auka bjartsýni hjá þjóðinni. Má að lokum taka fram að í fyrirheitna landinu Noregi hefur atvinnuleysi verið 3-4% undanfarin ár.

Hulda (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 11:35

5 identicon

jú rétt Hulda, gott að hafa þessa tölfræði á hreinu, en hvað með öll fjöldamótmælin í Lissabon, Madrid, Rom og Aþenu? Það þýðir ekki að binda fyrir augun á sér og halda áfram að tala um evruna sem töfralausn, hún er að gera út af við verkalýðinn í þessum löndum! Er hægt að taka slíkum málflutningi alvarlega? íslendingar lesa blöðin, þeir sjá þetta í fréttum ... heldurðu virkilega að þeir kaupi þennan málflutning?

jón (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband