Íslenskir embættismenn vara við ESB-fána

Íslenskir embættismenn eru komnir í bullandi vörn vegna ESB-umsóknar samfylkingarhluta ríkisvaldsins. Þeir vara við því að ESB-fáni sé settur upp úti á landi vegna óvinsælda sambandsins, segir í frétt Telegraph.

Embættismennirnir sjá skriftina á veggnum. Engin hætta er á að ríkisstjórn Samfylkingar og VG haldi völdu eftir næstu kosningar. Eini stjórnmálaflokkurinn sem vinnur að framgangi umsóknarinnar er Samfylking, sem nú um stundir mælist með 20 prósent fylgi.

Stjórnarráðsliðið hefur ekki hug á að lokast inn í félagsskap vanfærra.


mbl.is Varað við óvinsældum ESB-fánans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Óttalegt bull er þetta í ykkur endalaust. Innihaldslaust yfirgengilegt fábjánabull. Ekkert vit, engin glora. Bara bull.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.10.2012 kl. 13:07

2 identicon

Það er nú ekki skrítið að ESB fáninn sé óvinsæll hjá bændum. Þeir eru búnir, með lands samböndum sínum, að falsa íslenskann afurða markað í svo margar flækjur, að flækjupúkinn klórar sér í hausnum yfir þeim.

Svo eru landbúnaðar greinarnar búnar að staðna svo mikið, með ríkis takmörkunum, kvóta og niðurgreiðslu bulli, að þeir væri bara með buxurnar á hælunum ef eitthvað breytist.

Ég er á móti ESB af því þeir eru skrifinsku martröð og ekkert annað. En svona blogg eru lágkúruleg.

Hallgerður (IP-tala skráð) 3.10.2012 kl. 13:20

3 identicon

Páll er lærður blaðamaður og greindur vel, að því er mér virðist. En þessi endalausu bullskrif hans um ESB og Evruna ganga of langt og eru honum ekki til sóma. Hann fær auðvitað greitt fyrir vinnuna, sem "might just be the least respectable job in global journalism", eins og Michael Lewis orðaði það í bók sinni Boomerang um óviðkomandi efni.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.10.2012 kl. 13:25

4 identicon

Það er áhugaverð stúdía að fylgjast með andlegu ástandi og skrifum innlimunarsinna. Þeir hafa breyst frá því að vera yfirlætisfullir hrokagikkir, í afundna og orðljóta lúsera.

Organdi frekjuhundar sem ekki fá leikfangið sem þá langar í.

Dálítið pínlegt upp á að horfa.

Hilmar (IP-tala skráð) 3.10.2012 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband