Við-getum-ekki-fólkið vill aga

Nokkrir ráðherrar, ráðneytisstjórar, toppar úr launþegasamtökum og atvinnurekendum koma saman til að álykta að á Íslandi skorti aga, - einkum í efnahagsmálum. Aginn sem þetta fólk biður um á að koma frá Evrópusambandinu þar sem óreiða í efnahagsmálum veldur götuóeirðum í Aþenu, Madríd og Lissabon og heimsendaspám.

Við-getum-ekki-fólkið hefur gefist upp á verkefni lýðveldiskynslóðarinnar að fullvalda Ísland bjóði börnum sínum velferð og velmegun á eigin forsendum. Ísland mun greiða með sér inn í Evrópusambandið vegna þess að lífskjör á Íslandi eru langt yfir meðallífskjörum í ESB-ríkjunum 27. Við-getum-ekki-fólkið vill senda milljarða til ESB til að geta sótt hluta peninganna tilbaka í verkefni hér á landi sem embættismenn í Brussel ákveða hver skuli verða.

Við-getum-ekki-fólkið sýnir enga tilburði til að greina ástandið í Evrópusambandinu og framtíðarhorfur. Vangetan er líka helsta framlag þessa fólks til umræðunnar. Jón Gnarr stofnaði flokk fyrir fíflin; nú hlýtur að vera komið að þeim vanfæru.


mbl.is Vilja breyta framtíðarsýninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Nokkurnveginn þessi ESB-aðdáendalisti nægði ýmsum árið 2006 til þess að flykkjast að ESB umsókn, aðallega vegna Evrunnar. Síðan rann mikið vatn til sjávar og ljóst að Evran stendur á Kolbeinsey, en samt skal það með okkur í Evrusvaðið, hvað sem það kostar: undirbúa fullveldis- afsals jarðveginn með annarri stjórnarskrá af því að þessi hamlar för þeirra og láta svo eins og um einhverja valkosti sé að ræða, þegar allt logar syðra, stafnanna á milli.

Maður skyldi halda að þetta reynsluríka fólk kynni ýmiss grundvallaratriði í samningagerð: sá sem heldur trompunum á ekki að henda þeim út, heldur halda þeim sem lengst. En hér er ekki einu sinni samið, heldur er spilastokkurinn afhentur umorðalaust í Alöguninni Miklu.

Ívar Pálsson, 2.10.2012 kl. 22:18

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Umyrðalaust átti þetta nú að vera!

Ívar Pálsson, 2.10.2012 kl. 22:24

3 identicon

Einstaklingurinn þarf að vera móttækilegur fyrir aga, en það eru íslendingar ekki. Þeir hafa aldrei kunnað aga eða mannasiði.

Bara fávitaskapurinn í sambandi við þessa verslun, sem er að loka, segir allt um þessa þjóð.

Þjóðin breytist ekkert við að ganga í ESB og verður bara ráðvilltari.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.10.2012 kl. 22:30

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég heyrði af þessu í fréttunum, afsakið speglinum, hann var líka helgaður aðdáendasöng um ESB, þar sem Sigrún Davíðsdótir fékk rúman tíma til að dást að því apparati.  Vona bara að fólk láti ekki plata sig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.10.2012 kl. 22:33

5 identicon

Og á meðan situr við-þorum-ekki-fólkið bakvið læstar dyr hrætt við að allir ætli að stela frá þeim og best sé að hafa engin tengsl við þessi hræðilegu útlönd. Við-þorum-ekki-fólkið komst að því að ekki eru allir alltaf alsælir í útlöndum og því beri að hætta samskiptum við útlönd.

Við-þorum-ekki-fólkið hefur gefist upp á verkefni lýðveldiskynslóðarinnar að fullvalda Ísland starfi með öðrum fullvalda þjóðum skapandi velferð og velmegun. Við-þorum-ekki-fólkið er hrætt við að einhver hagnist á viðskiptum við Íslendinga og að Íslendingar fái ekki að ráða öllu.

Við-þorum-ekki-fólkið sýnir enga tilburði til að greina raunverulegt ástand á Íslandi og framtíðarhorfur. Uppnefni, merkingarlausar klisjur og innantóm slagorð eru líka eina framlag þessa fólks til umræðunnar.

sigkja (IP-tala skráð) 2.10.2012 kl. 22:36

6 Smámynd: Björn Emilsson

Sammála ræðumönnum. Það er með ólíkindum að umræða um að afsala fullveldi Lýðveldisins Island til Stór-Þýskalands, skuli eiga sér stað eftir aðeins 68 ára fullveldi þjóðrinnar, eftir aldalanga baráttu hennar fyrir sjálfstæði. Allt þetta stjórnarskrár kjáftæði er runnið undan rifjum Jóhönnu Sigurðardóttir, einungis til að gera henni og meðreiðarsveinum hennar kleift afsalið.

Þetta eru ekkert annað en hrein Landráð.

Björn Emilsson, 2.10.2012 kl. 22:37

7 Smámynd: Elle_

Mikið er það leiðinlegt hvað V. Jóhannesson gefur endalaust skít ísl. ÞJÓÐ.  Þessir landsölumenn eru ekki þjóðin.  Viltu ekki bara sleppa þessu úr því þú ert hvort eð er fluttur (Flutt?  En tók eftir fyrir löngu að logo-ið þitt er nákvæmlega sama og Jóhönnu, kannski notið sama tölvupóst) úr landi? 

Elle_, 2.10.2012 kl. 23:14

8 Smámynd: Elle_

V. Jóhannsson.

Elle_, 2.10.2012 kl. 23:15

9 Smámynd: Ívar Pálsson

SigKja: Fylgjendur sjálfstæðs Íslands eru einmitt ekki þau sem hræðast. Við-skipti eru að eiga skipti við, ekki að afhenda. Ég á viðskipti við Evrópu allan daginn, þau kaupa íslenska vöru í Pundum og Dönskum krónum og allir eru ánægðir. Alger óþarfi að afhenda þeim landið og miðin, bara að halda viðskiptunum áfram á meðan báðir aðilar hagnast á því. En þá getum við hætt því þegar því lýkur, ekki aðild að ESB.

Ívar Pálsson, 2.10.2012 kl. 23:38

10 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já það er ljóst hverjum vantar aga og það er Ríkisstjórninni...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 3.10.2012 kl. 00:07

11 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sammála.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.10.2012 kl. 00:50

12 identicon

Ívar, ég sé ekki fylgjendur sjálfstæðs Íslands ég sé einangrunarsinna. Sama fólkið og hefur mótmælt öllum samningum og tengingum við útlönd frá mótmælum komu símans 1906. Fólk sem heldur að sjálfstæði sé að þurfa ekki að taka tillit til annarra og spila bara eftir sínum eigin reglum. Fólk sem er tilbúið til að bjóða börnum sínum lakari lífskjör til að geta sagt "Við ráðum öllu" en það sjálft ræður samt engu. Fólk sem heldur að allt annað en sala á fiski og kaup á tómatsósu ógni sjálfstæði þjóðarinnar. 

sigkja (IP-tala skráð) 3.10.2012 kl. 00:50

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Skortur á aga er beintengd hollustu og virðingu stjórnar og almennings. Það vantar ekki að ,,skipað gæti ég,væri mér hlítt,, en það er morgunljóst að enginn lætur dáðlausa ríkisstjórn Íslands skipa sér fyrir verkum,meðan það stríðir ekki gegn landslögum. Svo mikið hefur hún gengið gróflega á rétt okkar og allt að því svívirt okkar helgusta vé.

Helga Kristjánsdóttir, 3.10.2012 kl. 01:05

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þeir eru ekkert að biðja um að ,,agi" detti ofan af himninum. þeir eru að biðja um ákv. ferli sem stefnir að ákveðnu markmiði.

,,Agaða hagstjórn sem samræmi stefnuna í ríkisfjármálum og málefnum atvinnuveganna markmiðinu um fjármálastöðugleika og upptöku nothæfs gjaldmiðils." (frétt mbl)

þegar um ofanlýst ræðir, þ.e. ákveðið implementun á ferli sem keppir að ákveðnu marki, í essu tilfelli aðild að EU og upptöku Efru - þá þarf að sjáldsögðu aga. þó það nú væri. Hann verður að koma frá landsbúum.

Að öðru leiti virðist enn áberandi mikill skortur á skilningi hjá innbyggjurum á því atriði að sjálfstæði ríkja og fullveldi er best borgið með samvinnu við önnur ríki.

Sumir íslendingar eru soldið eins og sigkja bendir á. Telja fullveldi eða sjálfstæði vera það gefa frat í allt og alla og stjórna eftir einhverjum sér-íslenskum reglum.

Jafnframt þekkja þeir ekki shared responsibility né á staðreynd að ríkjum farnast best með sanngirni ef þau hafa sanngirni og samningalega lipurð að leiðarljósi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.10.2012 kl. 01:28

15 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ómar, við sæfarendur lítum leiðarljósið á,látum það ráða hvert/hvort við róum

Helga Kristjánsdóttir, 3.10.2012 kl. 01:50

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er nú bara orðið róið í öllum veðrum í dag.

það er alveg með ólikindum hvað þessir dallar geta verið úti í vondum veðrum nú orðið. Svo stór skip og fullkomin.

Maður spyr sig samt um vinnuaðbúnað þessu viðvíkjandi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.10.2012 kl. 02:12

17 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sjáðu ,,Djúpið,, mynd Baltasar!

Helga Kristjánsdóttir, 3.10.2012 kl. 02:15

18 identicon

Vottar ESB er einn dapurlegasti ofsatrúarflokkur sem fram hefur komið.

Og svo eru þeir svo leiðinlegir og taka sjálfa sig svo hátíðlega.

Vottar ESB, horfið á hópinn, Villi Egils, Steini Páls og Viðskiptaráðs drengurinn og samFylkingin hleypur í halarófu á eftir þeim og æpir hallelúja, hósíanna, lof se dýrð.  Og þessi trottafylking kallar sig "vinstri" menn ásamt makker Björgólfs Thor, Villa litla Þorsteins sem stærir sig sem "fjárfestir".  Flestu má nú nafn gefa.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 3.10.2012 kl. 02:54

19 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já datt mér ekki ,,drulla í hug,, Villi stóð á bak við áhlaupið á féð fyrir norðan!

Helga Kristjánsdóttir, 3.10.2012 kl. 06:25

20 identicon

Ef fólkið vill aga þá er fyrsta skrefið að opna ríkisbókhald. Jónas þyrlar upp ryki þegar hann segir öll gögn sýnileg á alþingisvefnum. Það er ekki rétt. Ríkisendurskoðun gerir stjórnsýsluendurskoðun og fjárhagsendurskoðun á stofnunum ríkisins. Skýrslur um stjórnsýsluendurskoðun eru birtar á vef ríkisendurskoðunar en skýrslur fjárhagsendurskoðunar - sem nema tugum á hverju ári - eru ekki birtar en teknar saman "helstu niðurstöður" og settar í ríkisreikning. Í þessum skýrslum sést best hvernig farið er með skattpeninga landsmanna. Eins og staðan er nú fær viðkomandi stofnun skýrsluna um sjálfa sig, það ráðuneyti sem hún heyrir undir og að lokum yfirskoðunarmenn ríkisreiknings. Þessar skýrslur þarf að birta allar.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.10.2012 kl. 08:40

21 identicon

Elle - þú ert þrælskörp/skarpur. Jóhanna er konan mín, en við höfum ekki sömu skoðanir á öllum hlutum.

Það er nú bara þannig, að þegar maður hefur unnið og dvalið erlendis í áratugi og ber það saman við lífsmunstrið á Íslandi, þá fær maður meiri óbeit á því samfélgi eftir því sem árin líða. Dæmi: Af hverju er engin stjórnun á endalausum verðhækkunum á öllum sköpuðum hlutum, nema laununum? Þetta er ekki svona í neinu öðru landi í hinum vestræna heimi. Hvers vegna eru allar vísitölur í hringavitleysu og samofnar, þannig að þegar ein hækkar þá hækka aðrar í öðrum og ólíkum þáttum í samfélaginu? Það eru bara fífl (eins og Jónas segir), sem stjórna þessu landi! Þetta var svona fyrir 30 árum, 20, 10, og ástandið versnar ef eitthvað er. Af hverju eru íslendingar svona hrokafullir og sérstaklega á erlendri grund. Af hverju þakkar íslenskur atvinnurekandi aldrei fyrir vel unnin störf, eins og þeir gera erlendis? Af hverju kunna íslendingar ekki fótum sínum forráð, þegar peningar eru annarsvegar? Þegar Lindex opnaði klikkaðist þjóðin, líka hjá Bauhaus og núna í draslbúðinni. Hvers vegna sita moðhausar í ríkisstjórninni? Hverjir kusu þá inn? Ert þú ein/einn af - við - getum - ekki - fólkið og þorir ekki að yfirgefa landið fyrir betri vinnu og afkomu? Bara spýr.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 3.10.2012 kl. 10:28

22 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Undir hvaða gjaldmiðli hefur Ísland byggt upp sitt velferðarríki og alla innviði. Og það á mettíma eða rúmlega 60 árum eftir að Íslendingar fengu sjálfstæði.

Með hvaða gjaldmiðli hefur íslendingum öðnast sú lífgæfustaða að vera talin eitt af 10 fremstu í heiminum.

Fólk þarf að hugsa aðeins áður en það hleypur fram um víðan völl og vilja afsala frelsinu til Brussel.

Eggert Guðmundsson, 3.10.2012 kl. 15:05

23 identicon

ESB hefur norm í efnahagsmálum. Vextir, þensla, skuldir. Íslenska samfélagið er í stjarnfræðilegri fjarlægð frá þessum kröfum og mín spá er einföld. Samfélagið nær aldrei þessum kröfum með því efnahagskerfi sem er notað t.d. verðtryggingu sem er einn orsakavaldur þessarar eilvíðar þenslu, sem engan enda tekur. Íslendingar hafa ekkert í ESB að gera.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 3.10.2012 kl. 15:37

24 Smámynd: Elle_

´Engin tengsl við þessi hræðilegu útlönd´??  Nú, var þetta ekki brandari?  Hvað finnst sama SIGKJA um að hann þori að vera í samskiptum við 92% heimsins, þann hluta sem er ekki lokaður inni í Brusselveldinu (um 42-42,5% af álfunni Evrópu)? 

Nei, ég er ekki ein/einn af þeim sem ekki þorir, V. Jóhannsson.  Og bjó miklu, miklu lengur erlendis en þú veist nokkuð um.  Og ég veit vel um mest það sem þú segir um galla í landinu. 

Hinsvegar lætur þú alltaf eins og það sé ÞJÓÐIN í heild sinni, ÞJÓÐIN sé heimsk og vitlaus og allt það sem þú nú taldir upp.  Prófaðu næst að kenna heimskum og spilltum stjórnmálamönnum (meina að sjálfsögðu ekki alla stjórnmálamenn) um.  Prófaðu að skilja að ÞJÓÐIN þorði einu sinni ekki að spara peninga vegna þess að ÞJÓÐIN var bara rænd þeim í bönkunum, þó það sé ekki lengur þannig þar sem núna eru verðtr. reikningar. 

Hinsvegar skil ég alls ekki hvað í veröldinni fólk vill með að safnast saman fyrir utan búð sem opnar og finnst það persónulega fáránlegt.  Það hef ég aldrei gert og mundi aldrei gera og er viss um að ÞJÓÐIN gerir það ekki í heild sinni.

Elle_, 3.10.2012 kl. 15:40

25 identicon

Líkt og Elín Sigurðardóttir bendir svo vel á,

þá snýst ríkisvaldið og stjórnsýslu-apparatið einungis um sjálft sig.

O þegar það fer í yfirspinn, þá smælar það til Brussel til að fela sinn skít, undir pilsfaldi ofur-banka heimsins, syngjandi sem Megas í denn:

"Ég á mig sjálf, en Mamma Bobba (og tvíburans Brussa) starfrækir mig"  

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 3.10.2012 kl. 16:47

26 Smámynd: Ívar Pálsson

Þegar minnst er á aga, þá var stórfróðlegt viðtal á BBC við einn þýskan upphafsmann Evrunnar. Hann sagði allt hafa farið úr böndunum og stórþjóðirnar fyrstar og verstar. Niðurstaðan var sú að 3% Maastricht reglan átti raunar bara við smáþjóðirnar, því að hinar stóru komust upp með annað.

Vissulega er þörf á aga í ríkisfjármálum hér. En sé hann fyrir hendi, þá þarf örugglega ekki ESB. Sé aginn ekki fyrir hendi, þá komumst við ekki inn í ESB/Evru eða fáum harða refsingarpakka, ólíkt stærstu Evrulöndunum.

Ívar Pálsson, 3.10.2012 kl. 19:20

27 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ímyndið ykkur hvar Ísland væri statt, ef agi í peningastjórnun væri á komið.

Með óráðssíu -verðtryggingu-gengisfellingum o.s.frv. hefur okkur tekist með íslenska krónu að koma lífstandard okkar íslendinga í hæstu hæðir lífsgæða.

Við skulum hlúa að Krónunni og láta vera að tala hana niður. 

Við skulum setja aga í peningamálastjórn og efla Krónuna og virðingu útlendinga á þessum ofurgjaldmiðli. Gjaldmiðli  sem hefur fært okkur íslendinga til hæstu lífsgæða í heimi.

Eggert Guðmundsson, 3.10.2012 kl. 20:44

28 identicon

Sæll.

Flottur pistill.

Helgi (IP-tala skráð) 3.10.2012 kl. 23:19

29 Smámynd: Þorsteinn V Sigurðsson

Þýðir þetta þá að "Við-getum-fólkið" vill agaleysi ???

Þorsteinn V Sigurðsson, 5.10.2012 kl. 11:26

30 Smámynd: Ívar Pálsson

Þorsteinn, við viljum sjálfsstjórn áfram, með hæfilegum aga, en umfram allt sveigjanleika til þess að eiga við óumflýjanlegar sveiflur. Aginn í Brussel og Berlín einkennist af stífni án tillits til séraðstæðna. Þesskonar aga er nú þröngvað upp á Grikkland, Portúgal og Spán, löngu eftir að skaðinn er skeður. Þar er ekkert elsku mamma, heldur Sovét- stíllinn hafður á þessu, þar sem það eina sem getur þá hreyfst er atvinnuleysið, beint upp í loftið.

Ívar Pálsson, 5.10.2012 kl. 15:55

31 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek hér undir með Ívari, það er með ólíkindum að ESB elskendur sjái ekki hvað er að gerast, eða þeim er hreinlega sama ef þeir bara komast inn í ESBsæluna.  Hear no eavel, see no eavil, say no eavil aparnir þrír eru þeirra tákn í þessu.  Og sagan mun dæma þá hart. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2012 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband