Katrín Júl. nauðbeygð í formannsslag í Samfó

Ef að Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra ætlar að eiga roð í Árna Pál í slagnum um efsta sætið í SV-kjördæmi þann 10. nóvember nk. þá verður hún að bjóða sig fram til formennsku í Samfylkingunni á móti Árna Páli.

Katrín er fyrirfram búin að tapa fyrsta sætinu í SV-kjördæmi ef hún lætur Árna Pál um að vera formannskandídat þegar valið verður á lista flokksins í kjördæminu en vera sjálf ekki í framboði til formanns.

Hrekkur Katrín eða stekkur?


mbl.is Árni Páll í formannsframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú þarf þjóðin að standa saman, og það þarf þjóðarvakningu um að útiloka alla fyrrum Hrun ráðherra, og Hrun þingmenn, frá þingsetu næsta kjörtímabil.

Það er náttúrlega fullkomlega galið að fyrrum Hrun ráðherrar eru byrjaðir að tilkynna þátttöku sína í prófkjörum, greinilegt að þetta fólk kann ekki að skammast sín,sömuleiðist ætti að sniðganga Ráðherra og þingmenn, núverandi stjórnar, því velferðarstjónin er búin að svíkja flest sem hún lofaði, og ráðist á heimili landsins á afar ósvífinn hátt.

Halldór Björn (IP-tala skráð) 3.10.2012 kl. 18:21

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það er spurning hvort Samfylkingarfólk hafi einhvað í kollinum eða ekki.

Prófkjörin  munu endurspegla hvort þau velji hrunverja eða útiloki.

Eggert Guðmundsson, 3.10.2012 kl. 20:54

3 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Samfykingarfólk væri að gera algjörlega í brækurnar ef það velur Katrínu Júlíusdóttir sem formann.

Vilhjálmur Stefánsson, 3.10.2012 kl. 23:26

4 identicon

Mér gæti nú ekki verið mikið meira sama, Páll, hverjum er það svosem?

Skúli (IP-tala skráð) 3.10.2012 kl. 23:31

5 Smámynd: Gústaf Níelsson

Hún hrekkur.

Gústaf Níelsson, 4.10.2012 kl. 00:28

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sammála Halldóri,Það á að kolfella Samfylkinguna,en við tökum þá ekki þátt í prófkjöri.

Helga Kristjánsdóttir, 4.10.2012 kl. 00:47

7 identicon

Það er ekki sjáfgefið að formaður flokks sitji í fyrsta sæti síns kjördæmis fyrir kosningar. Til eru dæmi um annað. Vildi bara koma því að, svoleiðis að Katrín er ekkert endilega nauðbeygð eins og þú segir. Spái því að annaðhvort Dagur eða Árni verði næsti formaður. Og nei ég er ekki í samfó, vildi bara skjóta þessu að.

Þórarinn (IP-tala skráð) 4.10.2012 kl. 05:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband