Samfylkingin: sumir eru jafnari en aðrir

Velferðaráðherra Samfylkingar útfærir stefnu flokksins í kjaramálum í anda sovét-sósíalisma þar sem sumir eru jafnari en aðrir. 

Ríkisforstjórinn sem er með 1,9 milljónir króna í mánaðkaup fær kauphækkun upp á 500 þúsund á mánuði.

Óbreyttir starfsmenn á sjúkrahúsum, skólum og opinberum stofnunum eru ekki nærri eins jafnir og ríkisforstjórinn og fá þess vegna skammtað skít úr hnefa. 

Leggjum jafnaðarstefnu Samfylkingar á minnið núna í upphafi kosningavetrar. 


mbl.is „Kornið sem fyllti mælinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst reyndar allt of mikið gert úr þessu máli.  Laun forstjórans eru bara fyllilega sanngjörn og vart helmingur af því sem hann gæti fengið erlendis.  Hinsvegar mætti hækka laun hjúkrunarfræðinga en hvaða sofandaháttur hefur verið hjá þeim fyrst samningar runnu út mars 2011.  Persónulega finnst mér brýnna að bæta aðbúnaðinn hjá þessu fólki, endurnýja tæki og tól. 

Baldur (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 14:39

2 identicon

Samanburður á því hvað hann gæti mögulega fengið í laun erlendis er bara ekki að halda vatni í þessu samhengi. Sennilega mikið af hjúkrunarfræðingum sem geta fengið mikið hærri laun erlendis eins og Björn.

Guðmundur (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 14:48

3 identicon

Vissulega gætu aðrir heilbrigðisstarfsmenn fengið störf erlendis fyrir betri laun.  En af hverju eru þá ekki fleiri farnir?  Björn gæti verið með líklegast 5millur úti en er hérna heima með 2,5 svo ekki er hann að hugsa um aurinn í þessu samhengi.  Þetta er besti kosturinn í þetta erfiða starf og klókindi guðbjarts mikil að halda í hann fyrir ekki meiri kostnað en þetta.  Sjúkraliðar, hjúkrunarfræðingar og læknar eiga vissulega rétt á launahækkunum líka.  aðbúnað þarf að lagfæra fyrst. 

Baldur (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 15:47

4 identicon

Bjørn er madur vel verdur harra launa.

EN tad er med tetta mal eins og øll ønnur hja krøtum. Ef tu situr nogu hatt upp a prikinu a almenningur gladur ad bera byrdarnar tvi tja, vid erum øll jøfn ad vissu marki tegar sumir eru jafnari. hverjir tad eru er akvedid af yfirvaldi rikisins eda ta peningavaldinu og bønkum.

jonasgeir (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 15:48

5 identicon

Hjúkrunarfræðingur gæti fengið 80% lægri laun á Ypsilon eyjum. Þannig eru íslensk laun alltof há. Ekki satt?

Guðjón (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 16:39

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það á enginn að hafa laun sem eru yfir launum forsætisráðherra! Ef menn vilja hafa hærri laun þá skulu þeir hinir sömu koma sér úr landi! Ekki mun ég sakna þeirra því að græðgi og yfirgangur er ekki það sem við viljum!

Sigurður Haraldsson, 13.9.2012 kl. 17:02

7 identicon

Guðjón kemur með góðann punkt. Það er tilgangslaust að bera okkur saman við önnur lönd til þess að skoða hvort laun séu sanngjörn. Ég er viss um að forstjóri Landspítalans er starfi sínu til sóma en við getum ekki verið að bera okkur endalaust saman við Noreg sem getur einfaldlega boðið betur en við. Hvar eigum við að draga mörkin? Ég tel við að við þurfum að einbeita okkur að þeim störfum sem erfitt er að manna og gera þau meira aðlagandi. Þótt ég viti ekkert um málið leyfi ég mér að efast um að erfitt sé að finna einhvern hæfann sem er tilbúinn að taka starf forstjóra að sér eða hef ég rangt fyrir mér?

Helgi Heiðar Steinarsson (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 17:09

8 Smámynd: K.H.S.

Helgi

Í réttum flokki.

Nei þá er úrvalið ekkert, snilldargaurinn fékk fjæarlaganefnd.

ÖLLU ER ONÍ OKKUR TROÐIÐ.

K.H.S., 13.9.2012 kl. 17:36

9 identicon

Jafnaðarstefnu Samfylkingarinnar skortir ekki stuðningsmenn eins og hér má glöggt sjá.

Þessi þjóð lætur bjóða sér allt.

Rósa (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 17:47

10 identicon

Velferðarráðherrann sýndi af sér gríðarlegt dómgreindarleysi

við þessa ákvörðun.

Það má með sanni segja að sumir eru jafnari en aðrir,á vísir.is má lesa að 3 miljarða afskriftir hjá Nónu ehf á Hornafyrði, voru með öllu óþarfar, því í öðru dótturfélagi Skinneyjar hf. lágu 5 miljarðar inn á bankabók,gaman væri að vita hver hafi verið bankastjóri Landsbankans á þessum tíma, og hvort bankasýslan hafi verið tekin til starfa þegar þetta fór fram, því maður hefði haldið að það væri refsivert að fara svona með fjármuni Landsbankans, fjármuni almennings.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 20:34

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Laun allra opinberra starfsmanna, og þá sérstaklega þar sem ríkið er í nánast algjörri einokunarstöðu, eru "handahófskennd" því:

- Enginn hagnaður/tap er í hefðbundnum skilningi á ríkisrekstri. Hann kostar jafnmikið og í hann er veitt, og enginn viðskiptavinur verðlaunar eða refsar með því að stunda viðskipti við þá sem þjóna best fyrir sem best verð.

- Rétt eins og kornverð og annað í Sovétríkjunum verður að styðjast við verðlag á frjálsum mörkuðum erlendis til að "herma eftir" réttu verði og minnka þannig reikningsskekkjur hins opinbera kerfis.

Eina leiðin til að tryggja "réttlát laun" eru að einkavæða og koma á beinu sambandi viðskiptavina og starfsmanna án ríkisvalds á milli.

Geir Ágústsson, 14.9.2012 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband