Atkvæði um ESB-umsókn er lýðræðið sjálft

Hrossakaup Samfylkingar og Vinstri grænna eftir síðustu kosningar ómerktu helstu niðurstöðu fyrstu kosninganna eftir hrun: 70 prósent þjóðarinnar kaus flokka sem ýmist höfðu fyrirvara á aðild að Evrópusambandinu eða lýstu yfir fullri andstöðu við aðild.

Samfylkingin er einn flokka hlynntur aðild Íslands að Evrópusambandinu og flokkurinn náði ekki þriðjungi þjóðarinnar á bakvið stefnuskrá sína. Evrópu-málið er langstærsta mál seinni tíma stjórnmálasögu. Fölsun VG og Samfylkingar á meginniðurstöðu síðustu kosninga verður báðum flokkunum að fjörtjóni.

Svik forystu VG við stefnuskrá flokksins um andstöðu við aðild hleypti ESB-umsókninni í gegnum alþingi. Þjóðin mun segja sitt álit á ESB-herleiðingunni hvort heldur hún fær þjóðaratkvæði um umsóknina eða verður að láta sér nægja að ganga milli bols og höfuðs á ESB-sinnum í prófkjörum og þingkosningum. 


mbl.is Kosið verði um aðildarviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Atli Gíslason fullyrti að Steingrímur og Jóhanna hefðu verið búin að plotta um ESB umsóknina FYRIR KOSNINGARNAR þar með er glæpur VG ennþá stærri en ella.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2012 kl. 13:29

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef það væri ekki fyrir Sammála hreyfinguna í Sjálfstæðisflokknum þá hefði XDE aldrei fengið svona mörg atvkæði.

Stærsti flokkur á Alþingi XS er með ESB á stefnuskránni. Það er ástæða fyrir að hann er stærstur. Vegna ESB aðildar.

Svo var XB með ESB á stefnuskránni.... einni Borgarahreyfingin.

Eini flokkurinn sem var á moti var VG og ekki fékk hann mörg atkvæði.

Sleggjan og Hvellurinn, 13.9.2012 kl. 13:41

3 identicon

Enn einu sinni skal ég vitna til frábærrar athugasemdar Seiken sem birtist hér 31. 10. 2011 kl. 15:10. 

Þessi athugasemd útskýrir það hvers vegna Atli Gíslason og Lilja Mósedóttir yfirgáfu endanlega þingflokk VG ... og sögðu sig úr 4-flokknum VG.

Það var vegna viðurstyggilegrar samansúrrunar Icesave málsins og ESB aðlögunarinnar, með Deutsche Bank og AGS sem þrælapískarana, sem heill haugur af fyrrverandi og núverandi 4-flokks-hyski sagði hallelúja við:  

Það var kominn tími til að fólk færi að kveikja á perunni hvað þetta mál varðar. Atli Gísla var í raun fyrir löngu búinn að gefa þetta í skyn. Og verksummerkin eftir þessa atburðarrás eru alls staðar.

a) VG sækir um í ESB, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað fyrir kosningar.

b) Um leið og stjórnin tekur við þá er breytt um stefnu í Icesave (Svavar sendur af stað) og kemur heim með afleitan samning enda hefði ESB neitað að taka við aðildarumsókninni ef að Íslendingar hefðu ekki samið í málinu.

c) Stjórnvöld taka aldrei til varna fyrir Ísland í Icesave málinu erlendis.  ESB getur alltaf hótað að afgreiða ekki umsókn um aðild ef SJS og JS eru með einhvern derring.

d) Nýji landsbankinn gefur út skuldabréf í erlendri mynt (ca. 300 milljarðar) og leggur inn í þrotabú gamla bankans. Viðsemjendurnir í Icesave geta þar með sneitt framhjá gjaldeyrishöftunum.

e) Deutsche Bank er kallaður að samningaborðinu þegar verið er að semja um uppbyggingu bankana ásamt Hollendingum og Bretum. Niðurstaðan er algjör uppgjöf í skuldamálum heimila og endurreisn bankakerfisins. Evrópskir kröfuhafar fá aðstoð við að háma í sig skuldug heimili og fyrirtæki. Aldrei fæst upplýst um hvað nákvæmlega var samið. Þetta kallar SJS að "normalisera samskiptin við útlönd".

f) JS og SJS hafa alltaf viljað afnema verðtryggingu en nú er það allt í einu ekki hægt.  Verið er að nota verðtrygginguna sem svipu á kjósendur til þess að fá þá til þess að styðja aðild að sambandinu. Minni á að nóbelsverðlauna-hagfræðingurinn kallaði verðtrygginguna "anti-social" í Silfri Egils í gær.

g) Það eru fyrst og fremst aðildarsinnar innan SF og VG sem hafa tekið þátt í að sakvæða almenning í umræðum um skuldamál heimilanna.  Og hverjir eru það sem mala hæst um hversu illa var farið með kröfuhafa og því hafi verið réttlætanlegt að senda skuldug heimilinn til vinnu í grjótnámum bankanna, sem voru endurreistir sem innheimtustofnanir kröfuhöfum til dýrðar en ekki með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi (good bank-bad bank)? Hefur einhver spurt Mats Josefsson af hverju hann yfirgaf landið í fýlu?

Er ekki orðið tímabært að fara að vakna kæru landsmenn?

Það var Joseph Stiglitz, sem er Nóbelsverðlauna-hagfræðingurinn, sem kallaði verðtrygginguna and-samfélagslega, en Steingrímur J. setti upp luntasvip þrjóskunnar, 65 ár samtals ríkisverðtryggður til launa og lífeyris með Jóhönnu Sig., þegar Stiglitz bauðst til að gefa honum góð ráð til hagsbóta fyrir alla þjóðina. 

Nei, fjósamaðurinn, sem kvittar undir alla gjörninga Deutsche Bank, hrægamma og erlendra vogunarsjóða undir drekavæng AGS, vildi ekki góð ráð frá Stiglitz til hagsbóta fyrir alla þjóðina. 

Kannski spilaði þar líka inn blind heift og valdnauðgunarárátta Steingríms J. í garð Lilju Mósedóttur, sem  hafði forgöngu um það að fá þennan mjög svo virta hagfræðing hingað til lands til að gefa góð ráð til heilla og hagsbóta fyrir alla þjóðina. 

Það voru margir velviljaðir, karlar og konur, sem reyndu strax eftir Hrunið, að koma vitinu fyrir ríkis-verðtryggðu 4-flokka hirðina,

sem öll hefur hins vegar staðið þétt saman vegna eigin sérhagsmuna til að ræna íslenskan almenning í gegnum ár og áratugi, enda nýtir öll 4-flokka hirðin ríkis-verðtrygginguna til opin-berra launa sinna og lífeyris. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 13:43

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áshildur. Glæpur allra stjórnmálaflokka er ómælanlega stór.

Hvers vegna, og hvernig, vissi Atli Gíslason þetta? Það hefur ekki komið fram, svo ég viti til. 

Það er mikilvægt að fá stjórnsýslu-leikritið uppá yfirborðið, og sannleikann frá grunni.

Fólk verður að þora að standa við orð sín og gjörðir, hvar sem er og hvenær sem er, með sannanlegum og réttlætanlegum rökum. Annars eru orðin og gjörðirnar innantómt Prúðuleikara-leikrit siðlausrar spillingar.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.9.2012 kl. 13:47

5 identicon

Það er í framhaldi af þessu við hæfi að vitna beint til skýrra og umbúðalausra orða Atla Gíslasonar í ræðu hans á þingi í maí, eldhússdagsumræður á þingi: 

“Icesave-samningurinn sem var lagður fram í júní 2009 var skilgetið afkvæmi umsóknarinnar.

Samningurinn var skilyrði þess að umsóknin yrði móttekin en ekki endursend ríkisstjórninni.

Það kom flatt upp á marga að samningurinn skyldi liggja fyrir strax í júní 2009.

Steingrímur J. Sigfússon sagði í apríl sama ár að það lægi ekkert á að semja. En skýringin lá í augum uppi.

Samningurinn var lykill Steingríms J. að stjórnarsamstarfi og ráðherradómi og hluti af aðildarumsókninni sem aftur skýrði leyndina.

Á síðari stigum málsins kom ESB með virkum hætti inn í dómsmálið fyrir EFTA-dómstólnum.”

Og hverjir eru guðfeður þessarar helferðarstjórnar? 

Það eru Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson. 

Allt í nafni "vinstri" helferðarinnar.  Ömmi telur sig heilagan mann, en er sá vesælasti af öllum.  Hann er gungan, hann er druslan sem hugsar bara um sinn eigin opin-bera ríkis-verðtryggða lífeyri, eins og hin svínin sem þvælast áfram undir gunnfána "vinstri" helferðarinnar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 13:56

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það kom fram að hann hefði setið fund þar sem þetta kom fram, hann var á móti og leiddi síðan til að hann yfirgaf flokkinn, rett eins og Lilja Mósesdóttir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2012 kl. 14:02

7 identicon

Nákvæmlega Ásthildur.  Atli og Lilja hafa bein í nefinu. 

En eru þingmenn Hreyfingar/Dögunar með slím í nefinu?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 14:24

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Atli Gísla?

Sami þingmaður og sem spáði að Ísland muni þurfa að leita til Parísarklúbbinn árið 2010.

ekki beint marktækur drengur

Sleggjan og Hvellurinn, 13.9.2012 kl. 14:32

9 identicon

Hvað er að frétta af Borgara-Hreyfingar-Dögunar þingmönnunum Ásthildur?

Er "tímaplanið" um einstök mál þremenningaklíkunnar alveg týnt?  Eða var það bara til heimabrúks, að þau 3 sögðust snemma á þessu ári hafa stillt upp tímaplani varðandi einstök málefni og stuðning við þessa ríkisstjórn helferðarinnar?  Af hverju hefur enginn fengið að sjá þetta tímaplan þeirra.  Er það kannski bara slím, sem hægt er að teygja út í hið óendanlega?  Heil meðganga liðin frá kaffispjalli 3 menninganna með fjósamanni ESB og AGS og það reyndist vera steinbarn, nátttröll í maga þeirra.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 14:37

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

"Gísli, Eiríkur og Helgi"= "vitringarnir" þrír:  Vilhjálmur Egilsson, Vilmundur Jósefson, og Gylfi Arnbjörnsson eru  hirðfíflin ofurlaunuðu,  sem almenningi og stjórnmálamönnum er fyrirskipað að trúa á.

Það verður að taka allar staðreyndirnar með í heildarmyndina, ef réttlátur sannleikurinn á að koma í ljós.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.9.2012 kl. 16:03

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fyrst þú spyrð Pétur minn.  Það er reyndar allt gott að frétta af Dögun, það er verið að leggja lokahönd á málefnaskrána sem er vel unnin í samvinnu við marga aðila, þar hefur m.a. Gunnar Tómasson lagt sína góðu hönd á verk.  Var til dæmis með fræðsluerindi í grastótarmiðstöðinni um Spurninguna Er hægt að bjarga Íslandi.  Þau eru að byrja að kynna málefni sín og ég er viss um að fólk muni hlusta á þetta nýja framboð.  Vonandi ná öll þessi nýju framboð fótfestu, bæði Dögun, Samstaða, Hægri grænir og fleiri slík.  Það þarf að hræra í þessum potti sem fjórflokkurinn er, og vonandi finnur fólk eitthvað bitastætt í einhverjum af þessum framboðum sem þau geta lagt lið.  Helst vildi ég að Dögun og Samstaða færu í kosningabandalag saman.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2012 kl. 16:51

12 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áshildur. Mín reynsla af Dögun er ekki lýðræðisleg.

Á stofnfundinum var ekki réttlát og raunverulega lýðræðisleg stefna í forgrunni.

Þar fór fram villandi og ólýðræðisleg stjórnun, sem mér hugnaðist ekki að samþykkja, sem upplýsandi og lýðræðislegan grunn að nýju og heiðarlegu stjórnmála-afli.

Þeir sem leyna mig staðreyndum, eiga ekki traust mitt.

Stofnfundur Dögunar sveik heiðarleikann, og þess vegna er þeim ekki treystandi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.9.2012 kl. 17:44

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú segir mér fréttir Anna mín, ég var ekki á þessum stofnfundi.  Hvað var það sem var svikið?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2012 kl. 18:56

14 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áshildur. Það fóru fram atkvæðagreiðslur um stefnumál flokksins Dögunar, og þegar kom að kosningu um aðild að ESB, þá fór stjórnandi fundarins í algjöra flækju, og útkoman úr atkvæðagreiðslunni var bara brenglun, sem var staðfest að ekki stóðst skráninguna á fundinum.

Ég hef áður sagt frá minni reynslu af þessum fundi, á blogginu. Þegar ég upplifi svik og blekkingar, þá get ég ekki staðið með þeim sem svíkja mig.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.9.2012 kl. 23:43

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég veit allt um það, ég vildi að gengið yrði til kosnina um þetta mál, en var beðin um að draga það til baka.  Þarna eru einhverjar sálir... reyndar í miklum minnihluta sem vilja hafa þetta opið, ég hef verið óskaplega ósátt við það.  En þar sem ég veit að meirihluti félagsmanna Dögunar er á móti ESB aðild, þá hef ég umburðarlyndi gagnvart þeim minnihluta sem telja vera einhvern "pakka til að kíkja í" þau munu sjá það sem allir sjá með smá skynsemi að það er engin skynsemi í þessu fjárans pakkakíki.  Þar eru þeir sem eru algjörlega á mót ESB rétt eins og ég í miklum minnihluta.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.9.2012 kl. 00:54

16 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áshildur mín. Ég náði því, með minni forvitni, að þú varst látin draga tillöguna til baka. Það fannst mér segja allt um þá sem stjórna Dögun. Þar opinberuðu stjórnendur Dögunar sín óheilindi.

Ég er sammála þér um að það eru flestir í Dögun traustsins vert og gott fólk. En ef það eru þessi örfáu skemmdu epli sem stjórna á bak við tjöldin á pólitískt skipulagðan spillingar-hátt, þá erum við komin í sömu gömlu flokkaspillingar-klíku-hjólförin niðurgröfnu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.9.2012 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband