Jóhanna skammast sín fyrir ESB-umsóknina

Ekki vék forsætisráðherra einu orði að ESB-umsókn Íslands í síðustu stefnuræðu sinni fyrir sitjandi rikisstjórn Samfylkingar og VG. Þó er ESB-umsóknin, sem samþykkt var naumlega á þingi sumarið 2009, stærsta mál ríkisstjórnarinnar - hvort heldur mælt í pólitískum deilum eða væntum áhrifum á íslenskt samfélag.

Sannleikurinn er sá að ESB-umsóknin er ósk um eymd og volæði til handa Íslendingum. Í jaðarríkjum ESB er atvinnuleysi frá um 20 prósent (Írland) og upp í 23-25 prósent (Grikkland og Spánn). Það sem meira er þá eru efnahagslegar framtíðarhorfur slæmar fyrir þjóðir ESB, einkum þær sem búa við ósamkeppnishæfan gjaldmiðil er heitir evra.

Jóhanna Sigurðardóttir skammast sín fyrir ESB-umsóknina. Hún væri maður að meira að segja það upphátt en ekki með þögninni.


mbl.is Fullt tilefni til bjartsýni og sóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri óskandi að Jóhanna hefði vit á að skila inn umboðinu sem fyrst,áður en Vinstri velferðarstjórnin veldur heimilum landsmanna meiri skaða en orðið er, og leyfa þjóðinni að kjósa strax í haust.

Jóhanna segir að skuldavandi heimilanna sé nú svipaður og 2006-2007, þvílíkt endemis bull, á þessu ári hafa rúmlega 500 ný heimili, bæst á vanskilaskrá Íbúðalánasjóðs,og sérstakt embætti stofnað til að aðstoða þúsundir heimila í skuldavanda, en á árunum 2006-2007 voru vanskil hjá Íbúðalánasjóði fá heyrð.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 09:37

2 identicon

Nei, það kann hún ekki fremur en annað.

Rósa (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 12:06

3 identicon

Úr ræðu Jóhönnu:

„Samráðshópur með aðild Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins fer nú yfir mögulegar leiðir til að flýta þessu ferli. Spurningin um framtíðargjaldmiðil þjóðarinnar og mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu spilar síðan sterkt inn í þessa mikilvægu umræðu,“

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 12:51

4 Smámynd: Elle_

Ekki búast við að Jóhanna kunni að skammast sín.  Jóhanna svífst einskis fyrir hvað Jóhanna vill.

Elle_, 13.9.2012 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband