Uppskiptingin á VG hafin

Í Vinstrihreyfingunni grænu framboði eru í grófum atriðum þrír hópar. Róttækir sósíalistar sem vilja skýra valkosti við markaðshyggju. Í öðru lagi fullveldissinnar sem tóku þátt í starfi forvera VG til að verja lýðveldið gegn erlendri ásælni. Í þriðja lagi tækifærissinnar í leit að þægilegri innivinnu á kostnað almennings.

Þorvaldur Þorvaldsson er erkitýpa róttækra sósíalista; Ragnar Arnalds er maður lýðveldisins og Árni Þór Sigurðsson sækist eftir innivinnu í Reykjavík eða Brussel.

VG er að liðast í sundur vegna þess að flokkurinn er rekinn á forsendum Árna Þórs.


mbl.is Sagði sig úr VG og vill stofna nýjan vinstriflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Á að spaðsalta eða stórhöggva í dag?" var stundum spurt í sláturhúsum. Þennan auma flokk veitti ekki af að spaðsalta.

Sigurður (IP-tala skráð) 28.8.2012 kl. 07:41

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Mælistikur bloggara byggja á þröngsýni og persónulegri sýn

Jón Ingi Cæsarsson, 28.8.2012 kl. 08:38

3 identicon

Húrra Húrra Húrra moka svo vandlega yfir leifarnar með skít.

Halli (IP-tala skráð) 28.8.2012 kl. 08:55

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Líklega er þessi greining bloggara óhugnanlega rétt Jón Ingi.

Því má svo bæta við að hverjar sem þær ástæður voru sem fengu þingmenn VG til að samþykkja stjórnarsáttmálann þá er þessi aðlögunarvinna orðin gráthlægileg miðað við ástand í Evrópu í dag.

Árni Gunnarsson, 28.8.2012 kl. 09:14

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Reyndar man ég ekki til að aðlögun hafi verið nefnd í tillögu Össurar um aðildarumsókn.

Árni Gunnarsson, 28.8.2012 kl. 09:15

6 identicon

 "...Árni Þór Sigurðsson sækist eftir innivinnu í Reykjavík eða Brussel."

Kanski Reykjavík, en samt helst í Brussel.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 28.8.2012 kl. 09:37

7 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Hvað verða margir Atvinnulausir hjá VG ??

Vilhjálmur Stefánsson, 28.8.2012 kl. 09:57

8 identicon

Til að vera hægrimaður hér á klakanum þarf enga hugsjón. Lítil greind og lítil menntun er einnig gott veganesti.

Meira en helmingur innbyggjara uppfylla þessi skilyrði með glans. Pilsfaldakapítalismi, innherjaviðskipti, cronyismi, grill og gróði einkennir þennan allt of stóra hóp.

Ójafnvægið í byggð landins ýtir undir þessa hallærislegu þróun. Sjáið bara hvað er að gerast í Reykjanesbæ og á Suðurnesjum, gömul vígi Íhaldsins. Allt í rúst og fólkið er frekar á bótum en að flytja þangað sem vinna býðst. Bætur væru hinsvegar engar, ef ekki væri vegna félagshyggjunnar, sem þeir þó afneita.

Einkaframtakið, frelsi einstaklingis, er bara blaður Íhaldsins.

Krakkarnir í Valhöll eiga sér þann stærsta draum að komast á ríkisspenann.

Minnir mig á Grikkland, þar sem allt snýst í kringum höfuðborgarsvæðið.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.8.2012 kl. 10:16

9 identicon

Nokkuð rétt greining hjá Páli.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 28.8.2012 kl. 16:36

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er sammála því sem Páll segir, það er næsta augljóst að þetta er einmitt svona, bara undrun á að þetta hafi ekki gerst fyrr.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2012 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband