Glóperan og vöggustofusamfélag ESB

Síðustu dagar glóperunnar eru taldir þökk sé allsherjarbanni Evrópusambandið á ljósgjafanum sem er bæði ódýr og öruggur. Þýska blaðið Die Welt fjallar um þessa misráðnu ofstýringu skrifræðisins í Brussel á daglegu lífi fólks.

Skriffinnar í Brussel fundu út að glóperan væri ,,orkusóði" og ákváðu að banna hana og innleiða rándýran valkost, sparperur, sem er stútfullur af eitri, svo sem kvikasilfri. Vitanlega á fólk að geta valið á milli glóperu og annarra ljósgjafa.

Glóperubannið er dæmi um ónauðsynlegt inngrip skrifræðisins í hversdagslífið og þeim dæmum á eftir að fjölga gangi fyrirætlanir ESB eftir um stóraukna miðstýringu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvort er verra.  Aðeins meira CO2 í andrúsloftið sem í sjálfu sér er alls ekki eitur, eða dreifing á kvikasilfri um allar jarðir?

Gott dæmi um ruglið sem kemur frá fólki sem kratarnir vilja svo gjarnan að hugsi fyrir okkur öll þarna langt í burtu í Evrópunni.

Haukur Kristinsson vill víst meina að hægri sinnað fólk séu fávitar.

Hvað má þá segja um þá sem nenna ekki að hugsa sjálfir og fá svona yfir sig og alla hina með?

jonasgeir (IP-tala skráð) 28.8.2012 kl. 11:31

2 identicon

Vel og rétt mælt.

Ætlaði einmitt að skrifa um þetta rándýra rugl.

Hvet fólk til að hafa þessi tilmæli  að engu. Halda sig við hollu og góðu glóperurnar.

Orkufyrirtækin þurfa sitt og hækka verðið til okkar ef neislan dregst saman.

Okkar sparnaður verður 000.

Kári (IP-tala skráð) 28.8.2012 kl. 12:22

3 identicon

Þetta er rangt hjá þér Páll, kolrangt. Um 20% af allri raforku framleidd í heiminum dag fer til lýsingar, sem sagt nær 1/5, hvorki meira né minna.  Aðeins 5% af þeirri orku sem gömlu góðu glóperurnar nota breytist í ljós, 95% verður varmi. Við erum sem sagt hita upp með gömlu perunum.

Orkusparnaður með sparperum er því gífurlegur, allt í 80%.

Samsvarar mörg þúsund kolakraftverkum. Sparperan er enn dýrari en glóperan, en miðað við orkunotkun og endingatíma er hún þó hagstæðari. Og á eftir að lækka mikið í verði.  

Þetta er mjög ignorant pistill sem þú skrifar, og hér er ekki um “ónauðsynlegt inngrip” að ræða. Þá lætur þú eins og þetta sé einhver ESB della. O-nei, glóperan verður eða er þegar bönnuð t.d. í Ástralíu og Bandaríkjunum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.8.2012 kl. 12:22

4 identicon

Hvað stór hluti 20 prósentanna sem þú gefur þér Haukur eru neonljós, götuljós og þegar orðin sparperuljós. Þessi tala þín er rugl.

þessi aðferð  að kýla spenna og tíðnibreita  inní peruhylki og kalla sparperur er þegar dauðadæmd. Önnur tækni og að sönnu tækni ekki bara söluplat er þegar á markaðnum og mun taka við af glóperunni þegar hver og einn þess óskar. Óháð Brussel. 

Há Ljósadíoðan er framtiðarljósið.

Verði ljós.

Sparperurnar eru stórhættulegar heilsu manna .

Horfðu á stjörnuljós og síðan kertaljós til að sjá munin.

kari (IP-tala skráð) 28.8.2012 kl. 12:45

5 identicon

Ef rétt er að 20 prósent raforkunotkunar fari í lýsingu, má ætla að innan við eitt prósent fari til glópera. Glóperur eru vart lengur nema í heimahúsum og þó fækkandi þar. Sparperurnar svokölluðu (svo nefndar af markaðsnefnd ESB )eru að verða allsráðandi (illu heilli). Þær spara vitnlega ekkert neitandanum í hag en gera orkufyrirtækinu kleift asð selja smámeira til álrisanna.

Kari (IP-tala skráð) 28.8.2012 kl. 13:05

6 identicon

Sælir Páll; sem og aðrir ágætir gestir, þínir !

Haukur minn Kristinsson !

Gildir einu; hvort um : ESB - Bandaríkin og Ástralíu ræðir, eða önnur lönd yfirleitt.

Glóperan á að vera; sjálfsagður valkostur, á móti sparperunni svokölluðu, ágæti drengur.

Trúi því vart; að þú sért svo STASI væddur Haukur minn, á geta ekki fallist á þá einföldu lausn.

Með beztu kveðjum; sem oftar, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.8.2012 kl. 13:08

7 identicon

Nafn vantar á skrif. Hætt sjálfvirkni af fb.

Kári 

kari

Kari

Kári H. Sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 28.8.2012 kl. 13:43

8 Smámynd: Steinarr Kr.

http://www.youtube.com/watch?v=Tv59PJ30WeM 

Þetta er gamalt myndskeið.  Bandaríkjamenn munu vera að draga í land með þetta og ætla að breyta lögunum, þ.e. fella úr gildi ákveðin umhverfisgildi sem venjulegar ljósaperur uppfylla ekki.

Á Íslandi er ekki til neinn staður sem getur tekið á móti "spar" perunum og eytt þeim, við þurfum þess vegna að standa í útflutningi á rusli til að losna við þær aftur.  Þær eru dýrari í innflutningi en venjulegar perur og þó svo að venjulegar perur noti örlítið meiri orku, þá er hún framleidd hér og frekar ódýr.  Sparperurnar eru líka bara sparperur, ef ekki er kveikt og slökkt reglulega á ljósinu, því þær þola það illa og þá verður endingin lélegri en venjuleg pera.  Auk þess er birtustigið annað og lengri tíma tekur að kveikna á sparperuljósi, sem hefur sína galla.

Steinarr Kr. , 28.8.2012 kl. 14:51

9 identicon

Hér er slóð í góða grein eftir Sam Harris: “Wrestling the Troll”.

Greinin hefst með þessari setningu: “The Internet powerfully enables the spread of good ideas, but it works the same magic for bad ones—and it allows distortions of fact and opinion to become permanent features of our intellectual landscape”.

Þetta kom mér í hug þegar ég las ummæli frá Steinarri Kr., þar sem hann vitnar í Ted Poe, Teaparty hálfvita frá Texas.

 

ttp://www.samharris.org/blog/item/wrestling-the-troll

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.8.2012 kl. 16:26

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Gæti ástæðan fyrir því að kasta út glóperum fyrir "spari"perur verið sú að glóperurnar hafi enst of lengi?

Ég gerði í dag, af þessu tilefni, smáúttekt í húsnæðinu þar sem ég hef búið í rúmlega 13 ár, sem bæði var og er upplýst af glóperum.

Niðurstaðan:

Fjögur ljósastæði eru enn með upprunalegu glóperurnar; minnst 13 ára gamlar.

Ljósakastarar í svefnherbergjum tveim, vinnuherbergi og stofu eru með amk 7 ára glóperur, eða síðan ég skipti þeim út við allsherjarmálun árið 2005. Voru þó ekki allar ónýtar.

Glóperum á baðljósi, yfir borðstofuborði og náttlampa hef ég þurft að skipta út á 3ja-4ra ára fresti. Þó ekki öllum í einu.

Langlíf gæðavara drepur framleiðslufyrirtækið. Osram GmbH, þýska fyrirtækið, þarf jú að lifa á einhverju!

Kolbrún Hilmars, 28.8.2012 kl. 17:29

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Svei mér þá Kolbrún,ef þetta er ekki málið. Ég hamstraði nokkru af 40/60,kerta perum fyrir 2árum,þegar heyrði af fyrirhuguðum breytingum,duga ef til vill ævina út.

Helga Kristjánsdóttir, 28.8.2012 kl. 18:00

12 Smámynd: Steinarr Kr.

Haukur, þú getur ekki hafa lesið neitt sem ég vitnaði í þennan mann.  Ég linkaði bara á myndskeið sem lýsir þessu máli ágætlega.  Ekkert haft eftir honum.

Þú greinilega ferð í manninn þegar rökin þrjóta.  Vona að þér líði betur við að kalla menn nöfnum, þó svo að þeir hafi aðrar skoðanir en þú.

Steinarr Kr. , 28.8.2012 kl. 18:31

13 identicon

Halló Steinarr. Ég eyddi 5 mínútum í að hlusta á ruglið í Ted Poe. Sé eftir þeim. Maðurinn er kjáni, talar um hluti sem hann hefur ekkert vit á.

Annars, síðan hvenær er US reppunum svo annt um  "environment"?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.8.2012 kl. 18:58

14 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Það væri gaman að vita hver á sparperuframleiðsluna og hvernig hann tengist ESB,því alveg er ég 100% viss um að þetta er einkavina væðing eða greiði til viðkomandi framleiðanda á sparperum.Það kostar óhemju pening að farga sparperum vegna kvikasilfurs sem í þeim er og að ég best veit verðum við að senda svona perur erlendis til eyðingar.Er ekki best að vera fyrir utan allt sem viðkemur ESB því annað eru bara vandræði kvaðir og kröfur sem okkur bæri að fylgja innan ESB.

:D

Marteinn Unnar Heiðarsson, 28.8.2012 kl. 19:45

15 Smámynd: Steinarr Kr.

Ég býst við að "US reppar" eða bara fulltrúadeildarþingmenn upp á íslensku sé jafn annt um umhverfið og öðru fólki, eða ætlar þú að gera þeim upp einhverjar aðrar skoðanir.

Þú getur prófað að leita að "Light bulb" eða öðrum orðum þeim tengdum á Youtube og örugglega fundið myndskeið með fólki sem þú treystir frekar, sem eru að lýsa sömu vitleysunni með þessar "spar" perur ef Ted Poe fer svona óskaplega í taugarnar á þér.

Allt í lagi að taka flapsana frá augunum öðru hverju.

Steinarr Kr. , 28.8.2012 kl. 20:14

16 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Því meira sem þú sparar af orku því meira hækka skattar ríkisvaldsins á einmitt orku. Því meira vatn sem þú sparar því harðar brasar og hrynur klóakkerfi borga og bæja saman með þeim afleiðingum að útsvar og skattar hækka hraðar og vatnið verður æ dýrara og dýrara. Svona gengur þetta fyrir sig í sovéti Evrópusambandsins. 

Því minna bensín sem þú notar því hraðar hækka einmitt skattar á bensíni sem eru 60-80 prósent af verðinu í fangabúðum ríkisvaldsins.

Þeir sem halda áfram að hlusta á þvaður stjórnvalda um sparnað ættu að hugsa sig betur um áður en þeir kalla margfaldar skattahækkanir yfir sig með sparnaði og endalausum Stalínisma. Ef allir hættu að kaupa bensín þá yrði ríkissjóður gjaldþorta á morgun. 

Græna þetta- og hitt þvaðrið er einungis enn ein tilraunin til að koma skóflu kommúnista undir kapítalismann og moka honum út fyrir fullt og allt.

Þeir sem eru glaðir yfir Stalín-ljósaperum Evrópusambandsins verða aldrei upplýsingunni að bráð svo þá skiptir áramhaldandi myrkrið engu máli. Verði ykkur ESB-stalínið að góðu.

Gunnar Rögnvaldsson, 28.8.2012 kl. 20:36

17 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hvað halda menn að það kosti að hafa kveikt á 150 þúsund manna skrifstofuliði Evrópusambandsins, sem nærist á því að búa til vandamál.

Og hvað halda menn að það kosti að búa til þá landsframleiðslu sem mokað er ofan í þetta elítusetulið Evrópu sem engum er til gangs en öllum til ógagns? Slökkva þarf sem fyrst á þessu íkveikjuliði.

Gunnar Rögnvaldsson, 28.8.2012 kl. 22:16

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Neytendastofa vill vekja athygli á að frá og með 1. september nk. er framleiðendum ljósapera ekki lengur heimilt að selja og dreifa glærum 15 W, 25 W og 40 W glóperum til heildsala og endursöluaðila."

http://neytendastofa.is/Pages/13?NewsID=1690

Gott á ykkur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.8.2012 kl. 01:28

19 Smámynd: Björn Emilsson

Það er ekki neitt bann á ljósaperum hvorki gömlum eða nýjum í minni sveit hér westan ála. Rafveitunni er mjög umhugað að fólk noti sparperur og niðurgreiðir þær. Verðið er alveg hlægilega lágt, auðvitað til að koma fólki á bragðið.

Björn Emilsson, 29.8.2012 kl. 03:16

20 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þetta er skólabókadæmi um að skoða aðeins eina hlið á málinu, - orkusparnaðinn.  Markmiðið er göfugt, en hugsunin nær bara hálfa leið. 

Hverjir eru kostir glóperu?- Hún er einföld- Húrn er létt- Hún er ódýr- Hún lýsir- Hún vermir- Hún er einföld í endurvinnslu

Gallar:- Hún endist frekar illa- Hún skilar miklum varma frá sér

Það sem er merkilegt í Evrópu, er að það er verið að framleiða rafmagn sem er notað til lýsinga og upphitunar.  Sumsstaðar eru fjarvarmaveitur, sem mér er til efs að geti framleitt ódýrara afl (watt) en í raforkuverum sem eru kynt með kolum, olíu, kjarnorku eða vatnsafli.  Nokkuð er að færast í vöxt að nota vindinn, en ennþá er hann einungis brot af framleiðslunni.

Þá komum við að kjarnanum.  Bæði upphitun og lýsing er í flestum tilfellum að nota orkuna frá sama aflgjafanum (orkuveri).  Við það að breyta úr venjulegri glóperu, sem er að skila talsverðum varma í híbýli manna, í sparperu þarf að kynda ofnana meira sem því nemur og þá spyr maður, hver er ávinningurinn?

Í faratækjum, sem eru að aka við mismunandi aðstæður, er betra að nota glóperur, ella þarf að nota aðrar leiðir til að bræða snjó og ís af ljóskerjum.  Á skipum og flugvélum er t.d. betra að nota glóperur vegna þess að hitinn frá þeim bræðir ís og snjó af glerjum og virkum siglingaljósanna er þar af leiðandi ekki eins takmörkuð. 

Ef díóðuljós væru notuð, sem skila litlum varma frá sér, þarf að leysa upphitun glerja með öðru og margfalt dýrara hætti, þar sem orkunýtingin verður jöfn eða meiri en sem sparnaðnum nemur.  Þar að auki er verið að tvöfalda bilanatíðnina, því það er tvennt sem getur bilað í hverju ljósi, peran og upphitunin.  Enn spyr maður, hver er þá ávinningurinn? 

Sparperur eru dýrari í framleiðslu, þyngri og erfiðari í endurvinnslu.  Mér er til efs, hvað sem síðar kann að verða, að þær séu eins ódýrar og af er látið vegna meiri endingar en venjuleg glópera.  Glópera kostar um 1/10 af verði sparperu og endingin um eitt ár.   Sem sagt það er hægt að kaupa perur til tíu ára fyrir verð einnar sparperu.

Meiri orka fer í að framleiða sparperu, það þarf mun meiri orku til að koma sparperu á markað, vegna þunga hennar og það eru mun flóknara að endurvinna þær.  Hver er þá raunverulegur sparnaður?

Sparperur eiga samt fullan rétt á sér, þó varast beri að líta á þær sem “patent”-lausn.  Þær eru fínar þar sem raunverulega þarf að spara orku og varmi nýtist ekki til upphitunar.

Mér sýnist þetta vera “týpisk byrokrata” lausn, þar sem eingöngu er einblínt á einn þáttinn, í þessu tilfelli í tískuorð dagsins, - orkusparnað. 

Enn eitt ESB ruglið gleyp hrátt á Íslandi.

Að lokum geta menn alveg hætt að rífast um þetta og um hið víðáttu vitlausa bann bírokratanna.  Það er nefnilega búið að finna hjáleið í reglugerðafarganinu. 

Ekki er ennþá búið að bannað að flytja til Evrópu hitagjafa og því hafa menn fundið fjallabaksleið.  Glóperan er skilgreind sem hitagjafi , - og bónusinn??? 

Það er; - ljósið sem fylgir frítt með.

Benedikt V. Warén, 29.8.2012 kl. 13:29

21 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er bara of seint fyrir ykkur að kvarta og kveina yfir þessu. það er búið að ákveða að taka glóperur frá 19.öld úr umferð. Og það var ekkert hið óskaplega vonda ESB sem ákvað það. það var bara alþjóðleg samþykkt óformleg. Að sjálfsögðu mun glóperuframleiðsla barasta leggjast af og Ísland mun verða að aðlaga sig þeirri staðreynd. Nema að Ísland færi að framleiða glóperur.

þetta með a- glóperur framleiði hita - að málið þar er að það á ekkert við meginheim. þar er vandamálið ma. á sumrin að glóperur framleiða of mikinn hita.

Ennfremur erum við að tala um að orkusparandi perur eigi að endast miklu mun lengur. Mörg ár jafnvel. Og þróunin er mjög hröð. Á endanum verður það líklega þannig að þú kaupir peru fyrir lífstíð.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.8.2012 kl. 16:20

22 Smámynd: Benedikt V. Warén

Bensínvélin er að grunni til frá því á 19.öld og á sér enn eitthvað framhaldslíf.  Það er náttúruleg bara gleðilegt að ruglukollarnir í Brussel eigi sér jafn einurðan talsmann og þann sem býr í samfélagi, sem var með þeim fyrstu á Íslandi að tileinka sér glóperuna.  Til hamingju með það.

Glóperan virkar fínt á Íslandi um langa framtíð, eins og ég rakti hér að framan.  Einnig er hún fín í híbýlum manna á Íslandi, slökkt á sumrum þegar hlýtt er og bjart og þegar skammdegið færist yfir og kólnar í verði, er gott að grípa til glóperunnar til að veita birtu og yl í kotin.

Svo væri bara tær snilld að koma upp verksmiðju á Seyðisfirði til að framleiða glóperur.  Ef ekki væri fyrir óhæfa ríkisstjórn, sem er á móti öllum snilldarhugmyndum, væri þetta flott verkefni og vistvænt, sem skapað gæti fjölda starfa.

Ps.  Hvernig er sparperunum fargað?  Hver sér um það?  Hvað kostar það?  Hvernig er efnið úr þeim endurunnið?

Benedikt V. Warén, 29.8.2012 kl. 18:16

23 identicon

Það er náttúrulega toppurinn á tilverunni að sitja niðri í Brussel, ákveða einhverja vitleysu, og njóta þess svo að sjá vitleysinga, allt norður í Ballahaf, verja vitleysuna.

Það er sennilega ekki til sú della, sem okkar ágætu vitleysingar munu ekki verja, ef hún kemur frá Brussel.

Hilmar (IP-tala skráð) 29.8.2012 kl. 19:27

24 identicon

Einkennilegt að sjá athugasemdir varðandi kvikasilfur og sparperur, mikill hluti af rafmagni sem er framleitt í Evrópu er framleitt með brennslu kola, fátt sem veldur jafnmiklum gróðurhúsaáhrifum og kol, og takið eftir, þar fyrir utan losnar mikið magn af kvikasilfri við brennslu kola, ef þetta er tekið saman, örmagn af kvikasilfri í sparperum og sú rafmangseyðsla sem hún sparar, þá ættu menn frekar að nota sparperum ef mönnum er ílla við kvikasilfur, svo mikið er víst....kolaorkuver hleypa kvikasilfri út í andrúmsloftið og fátt stjórnar því hvar það lendir, varðandi sparperur þá er hægt að endurvinna þær...

Páll Eydal Reynisson (IP-tala skráð) 30.8.2012 kl. 16:59

25 Smámynd: Benedikt V. Warén

Páll Eydal Reynisson  Hvernig er rafmagn til upphitunar framleitt í þeim löndum sem þú hefur í huga?

Benedikt V. Warén, 30.8.2012 kl. 20:33

26 identicon

Benedikt, þeir sem eru að bera fyrir kvikasilfur í sparperum!! í einum hitamæli er jafnmikið af kvikasilfri og í 600 sparperum! Það er meira kvikasilfur notað  í örrafhlöðum fyrir smátæki í Evrópu en verður notað í sparperur.

það fer 1 kg af kvikasilfri í 200.000 sparperur, kolahver í Evrópu hleypa 90.000 kg af kvikasilfri út í andrúmsloftið á ári. Sparperur munu draga úr þessari mengun frá kolaverum.

Fyrir utan eldgosin hjá okkur, og háhitasvæðin sem við virkjum losa kvikasilfur  út í andrúmsloftið. Auðvelt að sjá að varðandi sparperur þá er þetta dropi í hafið.

Auðvitað er erfitt að vera undir þessum samnefnara frá EU, getum skaðlaust notast við glóperur á Íslandi.

Varðandi húshitun, það er nú bara ekki húshitun í Evrópu Benedikt, heldur stóra hluta ársins víða, loftkæling í húsum, þar er glóperann til bölvunar..

Það er allur gangur á hvernig hús eru hituð í Evrópu, þegar þess er þörf, gas er víða vinsælt t.d ,varmadælur og fleira, en að nota glóperur til upphitunar og sem réttlætingu fyrir tilvist hennar hljómar hálf undarlega...

Páll Eydal Reynisson (IP-tala skráð) 30.8.2012 kl. 23:05

27 Smámynd: Benedikt V. Warén

Páll Eydal Reynisson.  Ég hef hvergi réttlætt það að nota glóperu til upphitunar, bendi bara ítrekað á tvískinnunginn í málflutningi.  Bendi einnig á að sumstaðar annarsstaðar hentar glóperan prýðileg, eins td. í siglingaljós flugvéla og skipa.  Bendi einnig á að mjög víða er það sami orkugjafinn sem er notaður við að hita upp og til lýsinga.  Lestu það sem ég skrifa áður en þú ferð að gera mér upp skoðanir.

Það er mikill meingunarfaktor í framleiðsluferli sparperunnar og bara það eitt að þurfa að koma tíu sinnum þyngri vöru á markað, setur stórt spurningamerki í allt ferlið.

Auk þess er það þessi gríðarlega forræðishyggja sem tröllríður allri skynsemi.  Hvers vegna ekki að láta markaðinn ráða?  Telji menn sig geta sparað við að kaupa sparperur, þá gott og vel.  Vilji menn kaupa glóperu þá er það einnig hið besta mál.  Hvers vegna þarf að stjórna því frá skrifborðum í einhveju batterýi?  Eru þeir hluthafar í sparpeufyrirtækjum?  Eiga þeir einhverra hagsmuna að gæta?  Leggst glóperuframleiðslan ekki sjálfkrafa af ef almenningur telur sig spara á að nota þær ekki? 

Svo er það einnig í meira lagi billegt að tala um loftkælingu í húsum í þessu sambandi.  Stór markaður er enn fyrir glóperum á norðlægari slóðum, þar sem varmi nýtist allan ársins hring, sama í hvaða formi hann er.

Benedikt V. Warén, 30.8.2012 kl. 23:52

28 identicon

Benedikt

- þú setur stórt spurningarmerki við að það þurfi að koma 10x þyngri vöru á markað. Munurinn er reyndar eitthvað minni, svo þynnist þetta enn frekar þegar búið að er að pakka hverri peru og síðann stórpakkning.

Sparperur endast 10x lengur, það þarf semsagt að framleiða 10 glóperur fyrir hverja sparperu. Einn gámur frá framleiðanda sparperu, á móti 10 gámum frá framleiðada glóperu.

- Það er kostulegt að halda því fram að markaðurinn eigi að ráða öllu, við höfum brennt okkur á því. En sparperan hefur átt erfitt uppdráttar vegna þess að hún er 10x dýrari, þó hún spari peninga til lengri tíma lítið. EU og ríki Evrópu hafa skuldbundið sig til að draga úr losun CO2, einnig mun sparperan draga úr losun fleiri efna einsog t.d kvikasilfurs.

Það hefur verið reiknað út og það er markmið EU að með því að lögleiða bann á glóperum þá sparist allavega 40 terawött í Evrópu á ári, það er mikið. Myndi fullnægja allri raforkuþörf fyrr 11 milljón heimili.  og draga úr losun CO2 um 15 milljón tonn. Þar fyrir utan þá er að verða rafmagnsskortur víða í Evrópu, sérstaklega ef á að fækka mengandi kolaverum og einnig kjarnorkuverum

Varðandi húshitun og glópera sem hitagjafa. Ég hef búið í Noregi, bæði Norður og á Vesturströndinni, varmadælur eru mjög útbreiddar í Noregi og Svíþjóð, enda nærðu miklu betra nýtingu á rafmagni til hitunar með varmadælu, miðað við rafmagnsofna eða hvað þá hita frá ljósaperu. Í svíþjóð og Noregi er gríðarlega algengt að nota kamínu til húshitunar, nota timbur sem t.d trjáiðnaðurinn getur ekki notað. eins eru fjarveitur að spretta upp víða í Norður Evrópu. Stóra hluta ársins í mið og suður evrópu, Þarf frekar kælinug en hitun. Hvað þá allar perur sem eru notaðar við útilýsingu.

Í heildinna er þetta skynsamleg hjá EU, því miður hafa alltof margir verið uppteknir við að tala sparperuna niður.

Páll Eydal Reynisson (IP-tala skráð) 31.8.2012 kl. 10:54

29 identicon

Afsakið innlit mitt því ég ætla ekki að gefa tröllunum að borða.

En þetta vildi ég sgja. Af öllum þeim stórkostlegu kommentum sem birst hafa hér á síðunni um sparperunar og tenginguna við hið alvonda ESB fær Gunnar Rögnvaldsson verðlaunin fyrir þau alflottustu. Mögnuð færsla og svo ótrúlega upplýsandi.

Kristján Kristinsson (IP-tala skráð) 4.9.2012 kl. 18:40

30 identicon

Færslan og þorri athugasemda velta Sussi og Leo af stalli yfir það sem mér hefur þótt hvað skemmtilegast í þessum heimi. Absúrdisminn og fullkomin víðáttuvitleysa með dassi af þjóðrembu getur gjarnan af sér skemmtiefni í hæsta klassa. Hér er hvergi til sparað svo útkoman er bara tær snilld! Takk fyrir að benda mér á augljósar tengingar sparpera við Stalín - ég hafði bara ekki áttað mig á þessu enda frekar illa gefinn og úr Hlíðunum í þokkabót.

Grímur Atlason (IP-tala skráð) 4.9.2012 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband