Ónýtir vegir og Vaðlaheiðagöng

Vaðlaheiðagöng eru lúxusverkefni fjármagnað með kjördæmapoti. Almenna vegakerfið líður fyrir fjárskort á meðan peningum er dælt í montgöng þingmanna og ráðherra eins kjördæmis.

Vaðlaheiðagöng eru áminning um þann ömurlega stjórnmálakúltur sem enn þrífst á Íslandi. Þingmenn sem í orði kveðnu eiga að gæta almannahagsmuna nýta sér aðstöðuna til að kaupa sér atkvæði með gæluverkefnum.

Eyfirsku atkvæðin sem eiga að halda Steingrími J. og félögum á þingi eru dýru verði keypt.


mbl.is Framkvæmdir hafnar við Vaðlaheiðargöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju má Kaupfélagið ekki heita Kaupfélagið en Iceland má heita Iceland. Er Kaupfélagið yfir Íslandi.

http://www.visir.is/kaupfelagid-sem-ma-ekki-heita-kaupfelag/article/2012708089941

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.8.2012 kl. 09:41

2 identicon

Sæll.

Góð hugleiðing.

Í þessu máli fengu nokkrir að kaupa sér endurkjör fyrir annarra manna peninga :-(

Helgi (IP-tala skráð) 8.8.2012 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband