Evru-mótsögn Össurar

Samtök ESB-sinna segja samningsafstöðu Össurar og félaga í gjaldmiðlamálum brátt tilbúna. Í ESB-ferlinu leggur umsóknarríki fram samningsafstöðu og framkvæmdastjórnin í Brussel gerir slíkt hið sama.

Ef Ísland sækist eftir upptöku á evru er það ígildi þess að skrá sig inn á brennandi ESB-hótel, svo notuð séu fleyg orð ESB-sinnans og forsetaframbjóðandans Þóru Arnórsdóttur. Allir þeir sem standa utan evru-samstarfsins eru dauðfegnir: Danir græða milljarða á því að halda í sína krónu og Pólverjar eru hættir við upptöku evru. Svíar munu ekki tapa upp evru og Bretar ekki heldur.

Það er einfaldlega efnahagslegt sjálfsmorð að sækjast eftir aðild að evrunni. Evru-samstarf 17 ríkja (af 27 í ESB) er ekki sjálfbært. Á næstu árum mun það liðast í sundur og óvist er hvað tekur við.

Ef, á hinn bóginn, Össur vill ekki taka upp evru er komin viðurkennig á því að aðalrökin fyrir inngöngu Íslands i Evrópusambandið eru ónýt. 

Össur mun vitanlega slá á létta strengi enda síkáti utanríkisráðherrann óþrjótandi uppspretta spaugilegra athugasemda. Hann kjaftar sig þó ekki svo glatt frá evru-mótsögninni. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þú ert búinn að halda þessu með að evran hverfi síðan árið 2008, ef ekki lengur. Það segir mikið um þína spádómsgáfur að þetta hefur ekki ennþá ræst í dag, og mun ekki ræast á næstu áratugum til árhundruðum.

Jón Frímann Jónsson, 20.7.2012 kl. 23:49

2 identicon

Mikil er trú þín, Jón Frímann. Hvernig er annars staðan á kosningum um upptöku evru í því landi sem þú dvelur nú?

Baldur (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 00:05

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Tuttugasti neyðarfundurinn er nú í uppsiglingu, Jón Frímann. Fastir liðir á dagskrá gefa lítið rúm fyrir uppbyggingu efnahagslífs ESB.

Ragnhildur Kolka, 21.7.2012 kl. 10:16

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Við þetta má bæta að fjárfestar flýja Evrulönd hver sem betur getur. Ef þeir halda sig samt innan Evrópu, þá fara þeir helst til Bretlands GBP, Svíþjóðar SEK og Danmerkur DKK, vegna þess að nokkuð ljóst er að uppsöfnuð töp Evrulanda munu lenda á Evru- gjaldmiðlinum á einn eða annan hátt, t.d. í beinu Evrufalli, afskriftum skuldabréfa eða samábyrgðum í hrunasjóðum.

Ívar Pálsson, 21.7.2012 kl. 11:05

5 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ragnhildur. Það þarf að ná tökum á því sem er að gerast í efnahagsmálum Evrópu. Það er ljóst, og hefur alltaf legið fyrir. Það eru ekki öll lönd innan evrunnar í vandræðum. Uppbygging efnahags evruríkjanna er hafin. Þó er hagvöxtur lítill um þessar mundir.

Ívar. Ég kalla vogunarsjóði ekki fjárfesta. Þetta eru skammtímagróða sjóðir sem nota hvaða aðferð sem er til þess að græða, og skiptir það þessa sjóði litlu máli þó svo að þeir leggi efnahag heilu landana í rúst á sama tíma.

Enda spila vogunarsjóðir stórt hlutverk í þessari kreppu. Með réttu þá ætti að banna vogunarsjóði með lögum allstaðar í heiminum. Slík plága eru þeir núna í dag.

Grein FT.com um vogunarsjóði (Apríl 2012).  Grein EconoMonitor um vogunarsjóði (2008).

Baldur. Danir geta núna tekið evrur beint útúr hraðbönkum (sjá fréttatilkynningu þess efnis hérna á sydbank.dk).  Það er alveg ljóst að danir munu ekki taka upp evruna næstu 3 til 5 árin. Þó er alveg ljóst að eftir efnahagskreppuna núna þá munu danir taka upp evruna sem gjaldmiðil. Enda hefur danska krónan kostað þá talsverðan pening undanfarin ár. Sérstaklega þar sem að stýrivextir eru núna í dag orðnir neikvæðir um -0.2%, og verða hugsanlega meira neikvæðir á næstu mánuðum.

Jón Frímann Jónsson, 21.7.2012 kl. 14:37

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Jón Frímann, enginn fótur er fyrir fullyrðingum þínum:

"Uppbygging efnahags evruríkjanna er hafin". "Þó er alveg ljóst að eftir efnahagskreppuna núna þá munu Danir taka upp evruna sem gjaldmiðil"

Þessu er nákvæmlega þveröfugt farið. Hrun Evruríkjanna er að hefjast og Danir hafa séð að þeir hafa ekkert með Evruna að gera. Þeir hætta líklegast fljótlega að hengja DKK gengið sitt við Evruna.

Fjárfestar eru hverjir þeir sem t.d. kaupa skuldabréf ríkjanna, þmt. lífeyrisjóðir, vogunarsjóðir og bankar. Fjárfestar endurspegla markaðinn og ráða gengi þjóða. Vogunarsjóðir og aðrir sjóðir eignuðust flestar íslenskar eignir, sættu þig við það.

En Jón Frímann, erfitt virðist að losna við afneitunina á falli Evruríkjanna. Lestu frekar Bloomberg og Wall Street Journal heldur en BBC eða The Economist.

Ívar Pálsson, 21.7.2012 kl. 15:11

7 identicon

Eftir um það bil 10 ár mun fólk tala um Evruna í þátíð.

Evran mun einfaldlega heyra sögunni til eftir það efnahagslega áfall sem dynur yfir þegar suður-Evrópuríkin yfirgefa Evrusamstarfið og taka upp sína gömlu þjóðargjaldmiðla.

Það er einfaldlega ekki hægt að bjarga efnahag þessara ríkja með núverandi myntsamstarf sem myllustein um hálsinn. 

Steinar Logi (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband