Stólað á spillingu Sjálfstæðisflokksins

Eftirfarandi er haft eftir skólastjóra Menntaskólans Hraðbrautar, sem er um það bil að hætta starfsemi sökum ,,bókhaldsvandræða"

Ekkert skólastarf verður því í skólanum næsta skólaár en stefnt að því að ná nýjum þjónustusamningi við ríkið þegar þegar ný ríkisstjórn hefur tekið við að loknum næstu kosningum

Er Guðlaugur Þór Þórðarson menntamálaráðherrakandídat Sjálfstæðisflokksins?


mbl.is Aðför ráðherra ástæða fækkunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar Bjarki Kristjánsson segir að ég sé vondur við okkar dýrðlegu ríkisstjórn.  Nýlega sagði Sigurður M. Grétarsson það líka.  Nú munu augu þeirra standa á stilkum, því nú mun ég segja það alveg kristaltært:

Móðir allrar spillingar hér á landi er vitaskuld "Sjálfstæðis"Flokkurinn, svo notað sé orðalag Saddam Hussein.  Hann ætti að þekkja það.

"Framsóknar"maddaman, Sam"Fylkingin" og (nú verð ég bara að setja allt flokksnafnið innan gæsalappa, því til háðungar) "Vinstri hreyfingin - grænt framboð", hafa síðan fylgt þar á eftir sem hauslausar ný-frjálshyggju hænur.

Hvers á þessi þjóð eiginlega að gjalda að hafa yfir sér slíka ógæfu?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 21:25

2 identicon

Eru það ekki oftast kjósendur sem hafa einhver áhrif á hverjir fá að stjórna?

Erlendur (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 21:52

3 identicon

En það má hann eiga, skólastjórinn, hann er hreinskilinn.

Við bíðum barasta þangað til sjallarnir mynda ríkisstjórn, segir hann, og þá fáum við sko helling af peningum.

En hver er tilgangurinn með því að stytta menntaskólanámið? Hver er tilgangurinn með því að útskrifa unglinga með takmarkaða, jafnvel lélega menntun? Eiga skólar ekki að vera menntastofnanir í besta skilning orðsins?

Hvað liggur svona mikið á? Til að fara að græða og grilla?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 21:56

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Manni, við getum *alltaf* stólað á spillingu stjórnmálamanna, alveg óháð flokkum.

Hvaðan múturnar koma virðist eini munurinn.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.7.2012 kl. 22:25

5 identicon

Sæll.

Hvað er að því að einkaaðilar reki skóla? Hér hefur enginn útskýrt það? Er hið opinbera hér að standa sig svakalega vel? Vel má vera að aðilinn sem stendur að Hraðbraut sé óvandaður pappír, mér svona sýnist það, en við skulum ekki vera eins og lastarinn í kvæðinu góða sem lastaði skóginn vegna eins laufblaðs.

@HK: Verður nám betra með því að verða lengra? Hvað hafa hagspekingarnir í HÍ verið í skóla í mörg ár til að ná sínum doktorsprófum? Þeir eru sjálfsagt frá fínum skólum en þeim bregst trekk í trekk bogalistinn þegar kemur að efnahagsmálum - svo oft að flest sæmilega skýrt fólk er fyrir löngu hætt að hlusta á þá. Þeir eru sumir hverjir HÍ til háðungar.

Tilgangurinn með því að stytta námið er að gera fólk að nytsömum þegnum fyrr. Aðrar þjóðir gerðu sér grein fyrir þessu fyrir löngu síðan. Af hverju ekki þú?

Helgi (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 22:30

6 identicon

@HK: Eins og Helgi bendir á, þá er engan veginn hægt að fullyrða að styttra nám sé að einhverju leyti verra en lengra nám. Mér skilst reyndar að námið í hraðbraut sé ekki svo mikið styttra en í öðrum skólum, þar sem sumarfrí eru mjög stutt o.s.frv.

Annars kom Menntaskólinn hraðbraut að meðaltali í 26. sæti af 37 skólum í könnun sem HÍ gerði nú á þessu ári, þar sem að kannað var hvernig einkunnir nemenda HÍ skiptast eftir því í hvaða skóla þeir voru áður.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 20.7.2012 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband