Þjóðhöfðingi og kjölfesta

Á morgun kjósa Íslendingar sér þjóðhöfðingja sem hvorttveggja er talsmaður þjóðarinnar út á við og kjölfesta í stjórnkerfinu. Ólafur Ragnar Grímsson hefur sýnt og sannað síðustu ár að hann axlar hvorttveggja hlutverkið af festu og ábyrgð.

Þess vegna eigum við að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson á morgun.


mbl.is Vilja draga úr umsvifum forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enginn íslenskur “þjóðhöfðingi” hefur haldið aðrar eins hálfvita ræður út á við og Ólafur Ragnar. Enginn forseti hefur alið á eins mikilli sundrungu og forseta ræfillinn. Hann er því hvorki okkar kjölfesta né talsmaður.

Og þess vegna kjósum við ekki Óla á morgun.

 

“We’ve seen enough”

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 21:16

2 identicon

Ég hef alltaf verið fylgjandi Ólafi, svo kom Þóra og bauð sig fram og þá var maður pínu tvístígandi en síðan þegar leið á kosningabaráttuna og maður sá að Þóra væri bara engan vegin að ná að sannfæra hvorki mig né fjölmarga aðra um hennar leiðtogahæfni, þá kom ekkert annað en ólafur til greina. Fyrir utan það að ég kæri mig ekkert um að sjá manninn hennar Þóru á Bessastöðum miðað við það sem maður hefur heyrt um hann.

valli (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 21:30

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Skondið, og einu sinni var Davíð Oddson "kjölfestan" ykkar.

Er hann fallin af stalli ?

Sjá, yður hefur nú opinberast nýr Messías... Lútið honum í auðmýkt, gerasvovel..

hilmar jónsson, 29.6.2012 kl. 22:05

4 identicon

Aðeins til minnis.

 Ef Ólafur Ragnar Grímsson hefði skrifað undir ICESAVE, væru íslenskir skattborgarar búnir að fá reikning fyrir 60 MILLJÖRÐUM !

 Hans er heiðurinn - og " heiður þeim sem heiður ber".

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 22:55

5 identicon

Hilmar, Davíð Oddsson hefur aldrei verið kjölfesta í mínum huga og auk þess þá finnst mér sem sjálfstæðismanni að það meigi hreinsa all duglega til í flokknum fyrir næstu kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn er eins og aðrir flokkar svona eins og heitur pottur og það eru of margir drullugir búnir að vera í honum, þess vegna þarf að skipta um fólk í honum og hreinsa pottinn svo að drullan klínist ekki á nýja frambjóðendur. Það þarf nýtt blóð því að þingmenn í öllum flokkum hafa of mikið að fela.

Ég er líka mjög hissa á því hversu litla umræðu það hefur fengið að Davíð mokaði 800 milljörðum úr seðlabankanum sem að síðan hefur ekkert til spurst.

valli (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 23:07

6 identicon

Ólafur gerir sér grein fyrir því að þjóðin á í mun meiri vanda en fólk gerir sér grein fyrir og við þurfum á honum að halda en ekki svona manneskju eins og Þóru sem að þorir ekkert að beita sér.

valli (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 23:11

7 identicon

...betur færi á því að segja: "...þjóðhöfðingja sem er hvort tveggja" Páll.

Og síðar: "hefur sannað að hann axlar hvor tveggju hlutverkanna".

Þar fyrir utan ertu leigupenni. Mundu það, væni.

Jóhann (IP-tala skráð) 30.6.2012 kl. 00:14

8 identicon

Það var athyglisvert að hlusta á Ólaf Þ. Harðarson prófessor á ruv.  Samkvæmt honum eru það yngstu kjósendurnir sem helst velja Ólaf forseta.  Kynslóðin sem mun erfa landið.  Hvað sjá þau í Ólafi sem þau hin eldri sjá síður?  Gæti það verið traust.  Ekki fer mikið fyrir trausti þjóðarinnar á "hinu háa" alþingi.  Undir eðlilegum kringumstæðum ætti Þóra að ná betur til hinna yngri en einhver "gamall kall".

guru (IP-tala skráð) 30.6.2012 kl. 01:02

9 identicon

1. Síðan hvenær hefur forseti Íslands verið leiðtogi á nokkurn hátt? Þetta er þægilegt innidjobb sem barn gæti sinnt.

2. Það vill gleymast að Ólafur Ragnar skrifaði bara víst möglunarlaust undir IceSave-frumvarpið. Við vorum svo "stálheppin" að UK og Holland samþykktu ekki fyrirvara alþingis. Annars væri reikningurinn orðinn hærri en 60 milljarðar. Ekki það að það skipti nokkru máli, þrotabúið réði við þetta smámál allan tímann. Nær væri að spyrja Davíð hvar 800 milljarðarnir séu.

Það er komið nóg af Ólafi Ragnari, þó ekki séu meðframbjóðendur hans upp á marga fiska. Allir eru þeir þó betri kostur en hann.

Páll (IP-tala skráð) 30.6.2012 kl. 01:25

10 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Er ekki icesave fyrir dómstólum og enginn veit hvernig það fer. Verður Ólafi kennt um ef það fer illa.

Þorvaldur Guðmundsson, 30.6.2012 kl. 01:31

11 identicon

Hilmar Jónsson, Haukur og Páll, eruð þið úti á þekju? Fyrir alla muni notið nú síðasta hálmstrá Samfylkingarinnar og rakkið niður Ólaf. Farnir að örvænta vegna þess að ómálefnaleg Þóra Samfylkingarinnar er komin langt niður fyrir Ólaf? 

Ólafur J. (IP-tala skráð) 30.6.2012 kl. 01:55

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Að viðurkenna að ákveðið framboð sé að undirlagi Samfylkingar,viðurkennir flokkurinn ekki,, Það er meðal annars það sem ekki má,

Helga Kristjánsdóttir, 30.6.2012 kl. 03:25

13 identicon

Sé ekki betur en ég lýsi yfir vanþóknun með alla frambjóðendur Ólafur J.ÓRG er þó sannarlega mesti hræsnarinn og ómerkingurinn í þessum hópi. Og forsetakosningar koma stjórnmálaflokkunum ekkert við.

Páll (IP-tala skráð) 30.6.2012 kl. 10:27

14 identicon

Þú ert nokkuð augljós í skítkasti þínu í Ólaf. Svona vinnur Samfylkingarfólk og þú er vafalaust einn af þeim.

Þú passar líka að harðneita að þetta komi stjórnmálaflokkum við þó við blasi Samfylkingarstuðningur Þóru með milljónirnar. Það er ekki þverfótandi í fyrir risastórum auglýsingum af þessari konu í öllum blöðum og strætóskýlum.  

Ólafur J. (IP-tala skráð) 30.6.2012 kl. 11:21

15 Smámynd: Elle_

Það finnst ekki öllum ´nóg komið af Ólafi´.  Það er nefnilega þannig að hann er með yfirgnæfandi stuðning þjóðarinnar.  Þúsundir manns báðu hann að vera enn í embætti.  Við viljum forðast ofbeldi og óráð Jóhönnu og co.  Ætli hann vinni ekki bara seinna í kvöld?

Elle_, 30.6.2012 kl. 14:08

16 identicon

Það er alltof lítill kjörsókn og ég skora á ykkur sem hafið ekki kosið að fara og kjósa og þá sérstaklega þú Haukur ég skora á þig að nýta þér atkvæðið og kjósa Ólaf

valli (IP-tala skráð) 30.6.2012 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband