Þriðji ríkisstjórnarflokkurinn stígur fram

Hreyfingin er orðin þriðji ríkisstjórnarflokkurinn, samkvæmt grein sem Margrét Tryggvadóttir þinflokksformaður Hreyfingarinnar skrifar. Margrét finnur stjórnarandstöðunni allt til foráttu og telur sjálfa sig með ríkisstjórnarmeirihlutanum.

Þingmenn Hreyfingarinnar hafa haldið lífi í ríkisstjórn Jóhönnu Sig. með því að taka ekki undir kröfu um að efnt skuli til kosninga til að þjóðin fái aðkomu að þráteflinu sem ríkir á alþingi.

Eftir grein Margrétar er rétt að þau Jóhanna og Steingrímur J. bjóði Hreyfingunni formlega velkomna í ríkisstjórnina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"So what?"

Hví skyldu þeir frekar styðja Hrunflokkana; sjallabjálfana + hækjuna?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 14:37

2 identicon

Margrét er dæmigerður "mainstream" skríbent.

Í þessum pistli hennar byrjar hún á tilfinningafroðu um Vigdísi og lukkuna að búa við lýðræði, sem væri alls ekki sjálfgefið.

Tilfinningafroðan um þessa íslensku heppni, er forleikur að kröfu um að þingið skerði lýðræðið og þaggi niður í stjórnarandstöðunni.

Væri Margrét lýðræðisþenkjandi, þá ynni hún hörðum höndum að því að þjóðin fái að kjósa, enda sitjandi þing fyrirlitið af almenningi.

En það gerir Margrét ekki, hún á eftir að fá afskriftir af lánunum sínum. Þess utan fer hún ekki að afsala sér dágóðum launum og greiðslum í eftirlaunasjóði.

Margrét heldur lífi í Jóhönnustjórninni af hreinni sjálfsumhyggju. Skil í sjálfu sér af hverju hún vill þagga niður í stjórnarandstöðunni. Hún ógnar lífi stjórnarinnar, og stöðu Margrétar.

Hilmar (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 14:57

3 identicon

@Hilmar....sitjandi þing fyrirlitið af almenningi. Kannski ekki fyrirlitið, en traustið er í lágmarki. En hver segir að nýtt þing verði mikið skárra. Sýna ekki skoðanakannanir, ef marktækar eru, að þessi svokallaði almenningur ætli sér að kjósa Hrunflokkana aftur til valda. Er ekki allt útlit fyrir að forseta ræfillinn verði endurkjörinn, í fimmta skiptið, þrátt fyrir asnagang og ótrúleg afglöp í starfi. Þyrftum við kannski að fresta öllum kosningum, þar til þessi svokallaði almenningur hefur tekið sönsum? Bara spurning sko.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 15:19

4 Smámynd: Elle_

Haukur skrifar: - - - almenningur ætli sér að kjósa Hrunflokkana aftur til valda.

Halló, Haukur.  Get ég minnt þig einu sinni enn á að við erum með ´hrunflokk´ við völd núna í þessum skrifuðum orðum.  Flokk sem er sannarlega fyrirlitinn og mætti hverfa.    

Elle_, 29.6.2012 kl. 15:31

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hún er orðin svolítið þreytandi þessi einhæfa hrunflokka klisja. Þeir tveir flokkar sem komast næst því að "bera ábyrgð" á hruninu eru XD og SF þar sem þeir sátu saman í stjórn í aðdraganda hrunsins. Þeir mega þó eiga það, báðir tveir, að hafa mildað áhrifin með neyðarlögunum.

Ef menn vilja fara lengra aftur í leit að hrunvöldum - öðrum en þessum gráðugu útrásarvíkingum, þá ber EES samningurinn mestu ábyrgðina.

Kolbrún Hilmars, 29.6.2012 kl. 15:44

6 identicon

Haukur er víst einn af sadistum landsins sem líkar að vera lífgæðalega flengdur.  Og það fast.

..Eða hvað annað getur hann bent á í aðgerðum samfylkta hrunflokksins og vinstri grænna upp á síðkastið?

jonasgeir (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 15:47

7 identicon

Nákvæmlega Kolbrún.  Enda samfylkingin ennþa upptekin í því að dásama dýrð bankalöggjafar EES samningsins...

jonasgeir (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 15:49

8 identicon

Það var mikið grátið þegar Rannsóknarskýrsla Alþingis var birt. En Mörlandinn hefur stutt minni og getur verið latur. Fáir nenntu að lesa skýrsluna og í dag virðist hún vera gleymd eins og gömul veðurspá. Samt hefur sannleiksgildi hennar ekki minnkað. Í skýrslunni er skýrt fram tekið hvar ábyrgðin var; einkavinavæðing ríkisstjórna Dabba og Dóra, síðan ríkisstjórn Geirs Gungu og þá ekki síst hjá seðlabankanum. Þarf kannski að minna á hver bankastjóri hans var? Jú, líklega, en það var nú afglapinn hann Dabbi. Aftur Dabbi og enn Dabbi. Dóri var svo skynsamur að koma sér í burt. Geir Gungu var svo stefnt fyrir Landsdóm og sekur fundinn fyrir stór alvarleg brot. Kallinn var heppinn að lenda ekki í klefa með vini sínum Baldri. Þá er forseta ræfillinn heldur betur tekinn fyrir í skýrslunni, bindi 8, bls. 170-178.

Drullist nú til að lesa þetta kellur og jonasgeir.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 16:25

9 Smámynd: Elle_

Já, það var nefnilega EES-samningurinn sem var í alvöru valdurinn, já, Brussel-lögin sem Jóhanna vill gefa land með fólki og sjó með fiski fyrir.

Elle_, 29.6.2012 kl. 16:29

10 identicon

@Haukur Kristinnsson:

Finnst þér ekki slæmt hversu lítið tillit núverandi stjórnvöld taka til Rannsóknarskýrslu Alþingis - sem allir bundu svo miklar vonir við?

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 17:03

11 identicon

Haukur, það er greinilegt að þú treystir á að enginn hafi nennt að lesa skýrsluna, og tekur sénsinn á því að laga skýsluna að þínum pólitísku skoðunum.

Það er í sjálfu sér ágæt pólitísk stragetía ef maður er þannig þenkjandi, en hún árangurinn af henni byggist fyrst og fremst á því hvort viðkomandi nýtur trausts og virðingar.

Þú gerir það ekki.

Þessar tilraunir ykkar við að fullvissa þjóðina um að hún sé heimsk, eru ekki líklegar til að takast, enda er stuðningur við stjórnina í sögulegu lágmarki, og Samfylkingarframboð Þóru Arnórsdóttur fullkomið flopp, sem einmitt reynir að höfða til heimskunnar, umbúðanna og glansmyndarinnar.

Þú ættir virkilega að hafa áhyggjur af því, að tilheyra þeim minnihluta þjóðarinnar sem lætur stjórnast af umbúðum, glysi og innantómu orðagjálfri.

Hilmar (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 17:05

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Haukur klikkar á orðbragðinu. Ekki sála "drullast" til þess að verða sammála honum.

Einhver spekingurinn sagði að fleiri flugur veiddust með hunangi en ediki.

Kolbrún Hilmars, 29.6.2012 kl. 17:13

13 identicon

Haukur: "Geir Gungu var svo stefnt fyrir Landsdóm og sekur fundinn fyrir stór alvarleg brot."  Hvaða stóralvarlegu brot var Geir dæmdur fyrir?  Að halda ekki stjórnarfundi.

það er svipað og að fá aðvörun fyrir að virða ekki biðskyldu.  Treystir þú á að lesendur séu með gullfiskaminni eða skildir þú ekki niðurstöðu landsdóms?

guru (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 17:38

14 identicon

@guru. Geir Haarde var fundinn sekur fyrir að brjóta stjórnarskrána. Það er háalvarlegt brot og getur í sumum löndum leitt til “capital punishment”. Hárkollu Geir fannst þetta að vísu bara smáatriði, svona einhver titlingaskítur, eða þannig, enda hrokafullur maður og kjáni.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 17:57

15 Smámynd: Elle_

Gettu Haukur hver er með hroka og kjánaskap?  Viltu ekki bara ´drullast´ og halda þig á mottunni?

Elle_, 29.6.2012 kl. 18:07

16 Smámynd: hilmar  jónsson

Hér sameinast þau smámenni sem eiga það sameiginlegt að lúta í gras fyrir þeim sem svipu beitir, því harðar slegið, því meira elskað og óttast. ( oft erfitt að greina á milli hjá þessum flónum )

Halldór Laxnes hefur í ýmsum skrifum lýst vel þessum þrælseinkennum ákveðins hluta þjóðarinnar.

hilmar jónsson, 29.6.2012 kl. 18:33

17 identicon

Ansi finnst mér þú leggjast lágt Hilmar Jónsson að kalla þá smámenni og flón sem ekki eru sammála þér og Hauk Kristinssyni. Málflutningur ykkar dæmir sig sjálfur.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 21:50

18 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ekki eru þau skárri svipuhöggin sem hönnuð eru með fúkyrðum en hin hefðbundnu sem þrællinn þarf að þola.

En til þess er væntanlega leikurinn gerður; sá sem beitir svipunni - hvernig sem hún er smíðuð, ætlast til þess að undan

henni svíði.

Kolbrún Hilmars, 29.6.2012 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband