Bjargvættirnir krónan, Geir og Ólafur Ragnar

Kreppan er búin þökk sé þrem bjargvættum. Krónan lagaði íslenskt efnahagskerfi hratt og vel að gjörbreyttu ástandi eftir hrunið 2008. Ásamt krónunni eru það ráðstafanir Geirs H. Haarde forsætisráðherra, að setja bankana í þrot og bjarga greiðslukerfi landsins með neyðarlögum, sem lögðu grunninn að viðspyrnunni.

Þriðji þátturinn sem átti sinn hlut í að þjóðin náði landi er að við fengum að kjósa um þrælasamningana um Icesave. Þar ætlaði ríkisstjórn Jóhönnu Sig. að binda okkur fjárhagslega í báða skó um langa framtíð vegna skulda einkabanka við útlenda lánadrottna. Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafi réttsýni og kjark til að standa gegn ríkisstjórninni og Hollendingum og Bretum og setja Icesave í þjóðaratkæði.

Bjargvættirnir þrír eru úthrópaðir af samfylkingarliðinu: krónan sögð ónýt, Geir H. Haarde stefnt fyrir landsdóm og atlaga gerð að Ólafi Ragnari í embætti forseta.

Sigur Ólafs Ragnars á morgun er sigur allra þriggja bjargvættanna. 


mbl.is Halli á vöruskiptum í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heldur betur satt og rétt.

Svona er nú ekki helsvart í dag þrátt fyrir nýeinkavæðingu Steingríms á bönkunum þar sem hann og Jóhanna hafa vísvitandi veitt erlenda peningavaldinu veiðileyfi á skuldarann..

jonasgeir (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 13:04

2 identicon

..Hvar er annars veiðileifagjaldið þar?

jonasgeir (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 14:18

3 Smámynd: Elle_

Óskiljanlega kunna Jóhanna og Steingrímur víst ekki að meta neinn eða neitt sem er jákvætt eða vinnur fyrir fólkið í landinu.  Þannig haga þau öllum málum og muna ekki hvað þau voru að gera þarna í fyrstunni.

Elle_, 29.6.2012 kl. 15:10

4 identicon

Bjargvætturinn sem alltaf gleymist er hinn almenni skattgreiðandi sem situr uppi með ruglráðstafanir fjórflokksþingræðisins og hlutdræga fjölmiðla.

Jón G (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband