Samfylking jafnréttisflokkur ei meir

Jóhanna Sigurðardóttir braut hryggstykki jafnréttis í Samfylkingunni með meðferðinn á Önnu Kristínu Ólafsdóttur. Stjórnmálaflokkur sem þykist byggja á grunnstefi jafnréttis getur ekki setið uppi með formann og forsætisráðherra sem dæmur er fyrir brot á jafnréttislögum.

Samfylkingin er orðin valdamiðstöð sem stendur ekki fyrir eitt eða neitt annað en að halda völdum.

Með Sjálfstæðisflokkunum ríkisstjórn var Samfylking hægriflokkur útrásarauðmanna og með Vinstri grænum vinstriflokkur með skattahækkar sem aðalmál.

Samfylking á aðeins eitt mál eftir sem skilgreinir flokkinn: ESB-umsóknin.


mbl.is Áfellisdómur yfir ráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Prinsipplaus flokkur, sundurlaus hjörð, að mínu mati.  Jú það er eitt prinsipp að koma okkur með góðu eða illu inn í ESB.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.6.2012 kl. 11:07

2 identicon

Hvað þá "jafnaðarflokkur".

Skattar, álögur og hátt atvinnuleysi a lýðinn, á meðan Jóhanna hækkar í launum á við heil verkakonulaun, eða rúmlega það.  ..á afar stuttum tíma.

jonasgeir (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 11:56

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og við bara brosum og kjósum allt yfir okkur aftur og aftur og aftur.........

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.6.2012 kl. 12:01

4 identicon

Hvaða sönnun hefurðu fyrir því Ásthildur? Getur ekki alveg eins verið að lítill klúbbur standi á bak við niðurstöður prófkjöra og kosninga?

http://www.dailymail.co.uk/health/article-2126761/Bertold-Wiesner-British-scientist-fathered-600-children-donating-sperm-fertility-clinic.html

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 12:24

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elín mín ég er að tala um fjórflokkinn, það er alveg sama hvað þetta fólk brýtur af sér, brýtur kosningaloforð, spillingarmál og allskonar ósómi, þau eru alltaf áskrifendur að atkvæðunum sínum.  Og örfáir menn ráða uppstillingum á flesta lista.  Þetta er ekki lýðræði.  Þetta eru að mínu mati samantekinn ráð til að halda völdum.  Þá á ég við allan fjórflokkinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.6.2012 kl. 12:29

6 identicon

Sammála Ásthildur. Líklega eru atkvæðin fleiri en 600 á hvern mann í klúbbnum.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 12:40

7 identicon

Samfylkingin hefur aldrei verið jafnréttisflokkur heldur bara frasaflokkur auglýsingaskrums og sjónhverfinga ekki er eitt einasta orð að marka það sem frá Samfylkingunni kemur.

Örn Ægir (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 12:47

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elín við þurfum eiginlega að fara að þora að veita nýjum framboðum meiri framgang, hlusta og lesa hvað þau hafa fram að bjóða og refsa svo þeim sem ekki standa sig.  Það er okkar mál að refsa og umbuna allt eftir frammistöðu flokkanna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.6.2012 kl. 13:02

9 identicon

Samfó er það sem auglýsingafræðingar flokksins segja hann vera þann daginn. Núna er hann eiginlega "sameiningarflokkur" Þóru, svona á meðan auglýsingafræðingarnir vinna að kosningu hennar í þágu flokksins.

Samfylkingin er eiginlega þessi óþolandi "eru ekki örugglega allir í stuði" flokkur. Innihaldslaus frasi frá A-Ö. Kúrekadans einn daginn, Lúkasardagur og kertafleyting þann næsta, tökum Gillz af lífi í dag, og höldum Þórudag á morgun.

En eitt má flokkurinn eiga, að vera aumingjavænn. Þeir njóta fádæma velvildar í fjölmiðlum flokksins, þeir Svavar, Börkur og Annþór.

Hilmar (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 13:26

10 Smámynd: Sólbjörg

Það er orðið staðreynd að það virðist vera eina stefnumál Samfylkingarinnar að koma Íslandi í ESB. Samhliða þeirri baráttu stjórnarinnar er dundað við að finna upp fleiri álögur og hækka skatta á heimili og atvinnuvegi.

Á meðan verið er að reyna að klára reglugerðarbreytingar eftir kröfu ESB bíður fjöldi stjórnarliða líklega spennt eftir að komast í fín embætti hjá ESB. Eitt af því sem lokkar fram dreymin blik í augu þeirra er að þá verða þeir undanþegnir nánast öllum sköttum og fá mikill fríindi, auðvitað á kostnad skattgreiðenda.

Væri ekki betra að allar stéttir vinni saman að hag okkar allra sem skilar sér í blómlegri afkomu heimila og atvinnulífs.- það hefur sorglega mistekist.

Sólbjörg, 23.6.2012 kl. 14:07

11 identicon

Samfylkingin kjánaflokkur Íslands

Örn Ægir (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 15:57

12 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Samfylkingin eykur hrjáðum og þjáðum Esb-búum hugrekki og þor að mati Össurar Skarphéðinssonar.

Hann ætti að fara að dvelja eitthvað hér á landi til að kynnast kjörum sauðsvartra.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.6.2012 kl. 15:59

13 identicon

Lykilatriði í dómi;

1) Stefnandi kærði skipun Arnars Þórs Mássonar í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu til kærunefndar jafnréttismála 18. október 2010. Með úrskurði 22. mars 2011 komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að forsætisráðherra hefði brotið gegn ákvæðum laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna við skipun í embættið. Taldi nefndin að sá sem skipaður hafi verið í embættið hafi hvorki haft menntun eða starfsreynslu umfram stefnanda, né sérþekkingu eða aðra þá hæfileika sem hafi átt að ráða úrslitum um skipun hans í embættið. Forsætisráðuneytið hafi ekki sýnt fram á að málefnaleg sjónarmið hafi ráðið því að sá sem embættið hafi hlotið hafi verið skipaður, en ekki stefnandi. Þegar menntun stefnanda, starfsreynsla og hæfni í þeim sérstöku hæfnisþáttum sem sérstaklega hafi verið óskað eftir sé borin saman við sambærilega kosti þess sem embættið hafi hlotið verði vart önnur ályktun dregin en að stefnandi hafi í það minnsta verið jafn hæf og sá sem hlotið hafi embættið. Þá hafi allir fjórir skrifstofustjórar forsætisráðuneytisins verið karlar og af 54 skrifstofustjórum Stjórnarráðsins, utan utanríkisráðuneytisins, hafi, eftir því sem næst verði komist, verið 38 karlar og 16 konur. Að þessu öllu virtu hafi ekki verið sýnt fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar því að gengið hafi verið fram hjá stefnanda við skipun í embætti skrifstofustjóra, sbr. 4. mgr. 26. gr. laga nr. 10/2008.

2) Þar sem ekki var krafist ógildingar úrskurðarins innan málshöfðunarfrests framangreinds ákvæðis verður talið að úrskurðinn hafi orðið bindandi fyrir aðila málsins. Hefur hann því réttaráhrif samkvæmt efni sínu og er ekki á færi dómstóla að breyta efni hans. Verður því lagt til grundvallar í málinu að við skipun í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu hafi forsætisráðherra brotið gegn ákvæðum laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

3) Krafa stefnanda um miskabætur byggist á því að henni hafi af hálfu forsætisráðherra verið sýnd lítilsvirðing, hún hafi verið niðurlægð á opinberum vettvangi og vegið hafi verið að starfsheiðri hennar, reynslu og hæfni, en í því hafi falist meingerð gegn æru hennar og persónu, sbr. 31. gr. laga nr. 10/2008 og b-lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Sú staðreynd að stefnandi hafi ekki fengið embætti skrifstofustjóra þykir ein og sér ekki valda því að hún eigi rétt til miskabóta. Hins vegar þykir yfirlýsing sú sem birt var á vef forsætisráðuneytisins í tilefni af úrskurði kærunefndar jafnréttismála í máli stefnanda, þar sem því er meðal annars hafnað að hún hafi verið jafn hæf og sá sem embættið hlaut og sérstaklega bent á að stefnandi hafi verið fimmti umsækjandi í hæfnismati, ásamt skipun rýnihóps til þess að fara yfir ferli undirbúnings skipunar í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu í kjölfar úrskurðarins, þess eðlis að bitnað gæti á orðspori stefnanda. Í ljósi þessa verður talið að uppfyllt séu skilyrði 31. gr. laga nr. 10/2008 og b-liðar 1. mgr. 26. gr. laga nr. 50/1993 til þess að dæma stefnanda miskabætur. Stefnandi hefur krafist 500.000 króna í miskabætur. Þykir sú krafa hæfileg og verður á hana fallist. Bera bæturnar dráttarvexti frá 26. júní 2011, en þá var liðinn mánuður frá bréfi lögmanns stefnanda til stefnda með boði um að ljúka málinu með greiðslu stefnda á fébótum og miskabótum.

Stefndi verður, með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 1.600.000 krónur.

Barbara Björnsdóttir, settur héraðsdómari, kveður upp þennan dóm.

gangleri (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 16:25

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta Gangleri.  Þú ert einn af þeim fáu sem ég treysti á þessum tímum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.6.2012 kl. 16:48

15 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta gengur nú ekki í tugi ára lengur og jafnréttislögin verða afnumin,,,,,þegar annar hver maður hefur leiðrétt kyn sitt,þið vitið gruflað í gotraufunum,eða raninn stýfður af.

Helga Kristjánsdóttir, 23.6.2012 kl. 16:57

16 identicon

Jóhönnu fannst 16.4. 2004, að Björn Bjarnason hefði átt  að "fjúka" úr ráðherrastóli, af því hann hefði ekki virt jafnréttislög. Nú ber sama við, sem ekki er bara reist á áliti, heldur bæði úrskurði og dómi. Blessuð kerlingin hefur dæmt sjálfa sig. Gaman að vita, hvort Dagur B. Eggertsson verður forsætisráðherra á næstu dögum.

Sigurður (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband