Spænsk örvænting og íslensk fávísi

Evrulöndin 17 verða að auka miðstýringu á ríkisfjármálum sínum, segir Mariano Rajoy forsætisráðherra, skv. Telegraph. Hvers vegna skyldi það nú vera? Jú, svarið er í Frankfurter Allgemeine Zeitung, sem segir að Merkel kanslari vilji að Spánn sæki um neyðaraðstoð líkt og Grikkir og Írar. Spánn gæfi þar með frá sér fullveldið og yrði stjórnað af þríeykinu Alþjóða gjaleyrissjóðnum, Evrópusambandinu og Evrópska Seðlabankanum.

Rajoy finnst skárra að öll evrulöndin 17 gefi frá sér fullveldið fremur en að eitt og eitt gjaldþrota ríki sé yfirtekið. Lái honum hver sem vill.

Bjargleysi Spánverja undirstrikar enn og aftur handónýta hönnun evru-samstarfsins. Sameiginlegur gjaldmiðill getur ekki virkað nema með sameiginlegu ríkisvaldi. Valið stendur um að leysa upp evru-samstarfið eða smíða Stór-Evrópu utanum gjaldmiðilinn.

ESB-sinnar á Íslandi skríða undir fávísisfeld þegar kemur að umræðunni um stöðuna í Evrópusambandi. Kjánaprik eins og Baldur Þórhallsson sem heitir prófessor í símaskrá Háskóla Íslands og ku vera sérfræðingur í Evrópusambandinu líkti ESB-umsókn Íslands við laxveiði. Við værum komin með öngulinn í samninginn og ættum að landa 'onum en ekki hætta við. Líkt og aðildarsamningur við ESB gæti orðið eitthvað meira og betra en sjálft ESB.

Baldur hefur ekki sagt múkk um þróun Evrópusambandsins eftir að umsókn Íslands var samþykkt naumlega á alþingi 16. júlí 2009. Sérfræðingurinn lýgur með þögninni.

Jón Ormur Halldórsson dósent er heiðarlegur þegar hann skrifar í Fréttablaðið um horfur ESB. Jón Ormur skrifar

Um tvær leiðir er að velja. Önnur er sú að gefast upp á evrunni. Þótt þokkalega gengi að leysa urmul af tæknilegum og lagalegum hnútum yrði þetta án nokkurs vafa svo dýrt að heimskreppa hlytist af. Hún yrði ekki endilega langvarandi á heimsvísu en Evrópa yrði aldrei aftur stærsta efnahagssvæði jarðar. Efnalegt öryggisleysi í álfunni myndi líka án efa breyta henni í verri stað. Með því yrði heimurinn grárri og fátækari. Hin leiðin er að dýpka samrunann í Evrópu og tengja lönd evrusvæðisins svo sterkt saman að ekki verði aftur snúið. Þetta er tiltölulega einfalt tæknilega, svona miðað við annað, en afar erfitt pólitískt. Þetta krefst víðtæks og almenns trausts á milli landa. Það er einmitt það sem hefur þorrið í Evrópu að undanförnu.

Nær allir sem eitthvða kunna fyrir sér um Evrópusambandið tala á líkum nótum og Jón Ormur. Evrópusambandið getur ekki bæði sleppt og haldið: annað tveggja verður að víkja, evran eða fullveldi ríkjanna sem eiga evru fyrir lögeyri. 

Við þessar aðstæður er ESB-umsókn Íslands alger firra og ætti að afturkalla tafarlaust.


mbl.is Rajoy hvetur til stillingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vandamálið trúi ég ekki að sé fávísi.  Frekar lítið egó, pínu lítillar íslenskrar valdaelítu sem þorir ekki og getur ekki tekið skynsamlegar ályktanir út frá breytilegum heimi.

Kratarnir íslensku halda að býrokratar í Brussel breyti blýöntum í galdraprik.

jonasgeir (IP-tala skráð) 3.6.2012 kl. 11:37

2 identicon

Já, Rajoy er á því að " ÖLL Evrulöndin gefi frá sér fullveldið" !"

 Nú myndi þeir Bischmark og Dolli ( Adolf Hitler) brosa sigurbrosum - takamarkinu væri náð !

 Það virðist sem Össur og reyndar ALLT Samfylkingarliðið á þingi sé samanpakkað í myrkraherbergi án allra fjölmiðla !Samanber ræðu Magnúsar Schram í " edldhúsinu".

 Eða getur það virkilega verið að allt þetta lið sé haldið siðum strútsins ?? !

 Minni enn og aftur á, að á Evruþinginu sitja 765 þingmenn.

 Ísland fengi 6 þingsæti - eða 0,8% vægi !

 Frábært vægi !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 3.6.2012 kl. 12:33

3 Smámynd: Skeggi Skaftason

Hvað græða venjulegir Íslendingar á fullveldi í peningastjórn okkar lands? Svona í ljósi sögu íslenskrar peningastjórnar?

Skeggi Skaftason, 3.6.2012 kl. 15:05

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Akkurat ekkert Skeggi í ljósi peningastjórnunar seinustu rúml. 3 ára. En lært heilmikið um beittasta vopn heimsvaldasinna til að komast yfir auðlyndir annara landa. Það er töggur í ,,venjulegum,, Íslendingi, kann enn að reyta arfa.

Helga Kristjánsdóttir, 3.6.2012 kl. 17:37

5 Smámynd: Bragi

Skeggi Skafason: Er ekki bara málið að við töpum minna með sjálfstæðri mynt en með öðru fyrirkomulagi?

Við græðum myntsláttuagnaðinn en kostnaðurinn þessa stundina við að halda úti okkar gjaldeyrisforða er mikill. Þessa stundina. Við græðum líka á því að vinnumarkaður er fljótur að jafna sig, sbr. t.d. við vinnumarkaðinn í Evrópu. Aðlögun í gegnum vinnumarkað í stað gengis er ferli sem tekur mun lengri tíma og getur ýtt undir mikla ólgu í stjórnmálum. Einnig eru sveiflur okkar örhagkerfis meiri og gerast tíðar en í flestum öðrum löndum, því gæti verið hættulet að afsala sér sjálfstæði peningamála.

Höfum auðlindahagkerfi og slíkar þjóðir hafa sóst eftir því að hafa eigin myntir.

Vandamálið er að við erum örþjóð, gjaldmiðillinn því ogguponsulítill og sveiflast þar með auðveldlega. Þær sveiflur valda verðbólgu, jafnvel hærra en nauðsyn er til vegna gífurlegrar fákeppni hér heima, sem veldur svo hærri vöxtum en eðlilegt er. Með að takmarka sveiflur á gengi krónu, t.d. með hóflegri skattlagningu fisk- og álútflutnings, væri ef til vill hægt að búa til einhvers konar jöfnunarsjóð fyrir krónuna.

Það er bara um að gera að bíða spenntur eftir gjaldmiðlaskýrslu Sí en þar verður víst farið ofan í það hverjir kostir okkar eru í þessum málum.

Bragi, 3.6.2012 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband